Vísir - 24.05.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 24.05.1916, Blaðsíða 3
VIS I R *}Cavtmat\na-, '\£n$tuv$a- o& ÍDtent^aJöt, Vökukonu -- - ■■--■■ ■• -|Y. 2 vanir PLÆGINGAMENN Peysur ullar og bómullar, Glanskápur, svartar, Iitlar og stórar. Olíuföt, gul. Sundföt, margar stærðir. Regnfrakkar. Mikið úrval. Bankastræti 11. JÓN HALLGRIMSSON. Hagaganga. Eins og að undanförnu eru teknir hestar0 sauðfé og nautgripir til hagagöngu í Geldinganes. Gjald fyrir hross og nautgripi er 10 aurar um sólar- hríngðnn. fyrir kindur 50 aurar yfir vorið. Menn snúi sér til herra verslunarmanns Jóns Lúðvígssonar, Laugavegi 45, (verslun Jóns frá Hjalla) eða Lindargötu 1 D, er annast um innheimtu á gjöldum fyrir hagagönguna. Sömuleiðis tekur hann á móti og innheimtir gjöld fyrir skip, er ieggjast upp á Eiðsgranda. Rvík í maí 1916. ÁSLAUG STEPHENSEN. SIG. ODDSSON, Gufunesi. Fiskmjöl tll áburöar fæst ennþá á Laugavegi 73. Sími 251. 'Húfiir og hattar haröir og linir (Plyds), nýkomnir í Bankastrætl 11. Jón Hallgrfmsson. Smellilásar (Smæklaase) Yale fást í Bankastræti 11 Jón Hallgrímsson. Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz. J916. vantar að Vífi Isstöðum. Nánari upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. óskast. Góð kjör í boði. Upplýsingar hjá Pétri Eyvindssyni í GRÓÐRARSTÖÐINNI. c LOGMENN 1 Pétur Magnússon, ! yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sfmi 533 — Heima kl. 5—6 | Oddur Gíslason yfirréttarmólaflutningsmaður 1 Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4- j Simi 26 @ogi Brynjólfsson í Bæjaríróttir 15^ --- ... ---- -----gfllWPjjWBg Bönnuð hefir verið götusala á riti eftirGuð- brand Jónsson, sem verið var að selja hér á götunum í fyrrad. Ritið heitir: »Bediers-hneykslið«, er lítið fyrirferðar en stóryrt mjög og skömmótt um bandamenn. Haldið er að það hafi ekki ráðið minstu um forlög þess, að drengir þeir sem seldu það á götunum hrópuðu hástöfum, að það væri skammir um Englendinga og Frakka. yflrréttarmálaflutnlngsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. Srifstofutími frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brii- ish Dominion General ínsu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Ausfurstræti 1. N. B. Nlelsen. i Löggæzla ! heitir ádeilurit, er Sigurður fyrv. j sýslumaður Þórðarson hefir gefið I út. Vítir hann þar mjög land- i stjórnina 'fyrir meðferð hennar á máli, sem sýslumaður hafði krafist að höfðað yrði gegn Sveini Guð- mundssyni á Akranesi fyrir frum- hlaup gegn sýslumanninum. Hafði málið verið látið falla niður. Þrír ráðherrar hafa verið við meðferð málsins riðnir. Christian IX. (eign Ásg. Péturssonar) kom hing- að á dögunum, frá útlöndum, hlað- inn cementi til H. Benediktssonar og steinolíu til Steinolíufélagsins Bréfapóst hafði skipið haft meðferð- is, en Englendingar tóku hann úr því. Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 38 ---- Frh. Hún roðnaði sem allra snöggv- ast og augnatillitið varð hvast og rannsakandi. Hún leit á Rupert og gekk svo burtu. Hún brosti um leið og hún fór. Og það var ánægjubros, sem þá lék um varir hennar. IX. Giftiugardagur Katrínar rann upp bjartur og fagur. Hún var mjög snemma á fótum, enda hafði henni ekki komið dúr á augu alla nótt- ina. Svo fjölbreyttar höfðu hugsan- imar og tilfinningarnar verið, aö henni var svefns varnað. Hún hafði ekki eingöngu verið að hugsa um sjálfa sig, og hina miklu breytingu, sem nú myndi verða á lífi sínu, þó það hefði ver- ið það náttúrlegasta, og í allastaði afsakanlegt. Hún var að hugsa um ýmsa aðra, — fyrst og fremst um ttóöur sína, og svo um móður Filipps, og hina miklu og einlægu gleði, sem gifting þessi veitti þeim. Og Katrín var ‘mjög ánægð yfir þessu. Margot haföi komið upp til hennar og setið hjá henni svo lengi frameftir, aö Katrín hafði orð- iö að reka hana í rúmið, en Mar- got var treg á að fara. — Það verður langt þangað til við fáum næði til að rabba saman úr þessu, sagði hún mjög svo hugsandi. Katrín roðnaði. — Við finnumst bráðum aftur, Margot. — Já, eg veit það. En þáverður alt öðruvísi. Þá verður Filipp við- staddur. Hann er nú ekkert skrímsli, sagði Katrrn, og hld. Margot hló líka. — ónei, vitaskuld ekki, hann kæri, kæri Filipp. En þú veizt að hann getur reiðst gífurlega og verið mjög strangur. Þú hefðir átt að heyra hvað hann sagði við Ed- ward Antrobus í dag, þegar hann kom. Katrín leit upp og var nú á- hyggjufull. — Eg vona að Teddy hafi ekki gert neitt rangt, sagði hún, og var sorgarhreimur í röddinni. Eg var ekki heima í dag þegar hann kom. Segðu mér, Margot, hvað kom fyrir. Margot hnyklaði brýnnar. — Edward lávaröur er eifthvað svo undarlegur nú, — sýnist þér þaö ekki, Katrín ? Hann var vanur að vera svo góður, en nú talar hann svo hátt, er svo æstur og alt öðruvisi en áður. Hann hagaði sér mjög gálauslega í dag. Eg held að Filipp hafi reiðst honum af því hann viðhafði ýms stóryrði í trær- veru mömmu. Hann virtist ekki vera með sjálfum sér, og það gerði Filipp enn reiðari. Eg heyrði Filipp segja við Featherstone að Edward lávarðttr hagaði sér heimsku- lega á margan hátt. Mér þykir þetta svo leiðinlegt, af því rnér hefir ávalt fatliö hann svo vel í geð. Það var ekki laust viö að þessi °rö særðu Katrínu dálítið. Hún hafði aldrei alveg gleymt tungl- skinsuóttinni fögru á grasblettin- unt fyrir framan Castlebury-höllina, þegar hún h^Jði Eengið bréfið frá Filipp, er skýrði henni frá að hann væri korninn heim. Hún haföi bæöi orðiö hissa og glöð í einu þegar reiðin og ástin í sameiningu brutust út hjá Teddy alt í einu. Hún hafði oft síðan brosað að þessu, en viðkvæmni leyndi sér samt í umhugsuninni um það, og þessi viðkvæmni hafði síðan breyzt í sára kvöl, eftir að henni fóruað berast til eyrna ýmsar sögur um gálaust og heimskulegt framferði Edwards. Hún hafði taiað um þetta við hann, eins og sagt hefir verið frá, — og það hafði sært hana mjög, að orð hennar ekki skyldu hafa neinn árangur í þá átt að snúa honum af þeirri hálu braut, sem hann var kominn út á. Fréttirnar, sem Margot nú færði henni, um sundurþykkju ungu mannanna, særöu hana mjög svo mikið. Það var því ekki að undra þó hún væri í þungum hugsunum Iangt fram eftir nótinni. Hún var sér ekki þess meðvit- andi, að hún á neinn hátt gæli á* sakað sig fyrir að hafa gefið Ed- ward minstu ögn undir fótinn. Hún hafði ætíð skoðað hann eins og ungling, — kæran úhg- ling, sem henni þótti vænt um eins og bróður. Sú hugsun, að hún, óbeinlínis væri órsök í þessu breytta fram ferði hans var nóg til þess að kasta skugga á ánægju hennar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.