Vísir - 26.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 26.05.1916, Blaðsíða 2
VfSlR 1 vantar í kaupavinnu á g cð heimili á Austurlandi Hátt kaup, Góð kjör. Upplýsingar á Grjótagötu 14 (uppi). VISIR A f g r e i ö s I a blaðsins á Hóiel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur Irá Vallarstræti. Skrífstofa á sama siað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn tll viðtals frá U. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Si r Roger Casement sakaður um landráð. Enska stjórnin hefir nú látið höfða mál gegn Sir Roger Case- ment. Var málið tekið fyrir 15. þ. m. í Lundúnum. Er honum gefiö að sök aö hann hafi gert sig sekan í margskonar Iandráðum síð- an 1. nóvbr. 1914 til 21. apríl síðastliðinn. Fylgdarmaður Case- ment, Bailey að nafni, er og sak- aöur um landráð. Var hann áður í her Breta, en Þjóðverjar tóku hann höndum snemma í sepíem- bermánuði 1914. Gekk hann síðan í írska hersveit, sem Casement ætl- aði að mynda á Þýzkalandi meðal hertekinna íra. í þá hersveit gengu aldrei nema 52 manns. Var mála- leitan Casement hvarvslna illa tekið meöal hinna herteknu manna. Bailey hefir gefið skýrslu um þaö sem á daga hans hefir drifið í Þýzkalandi og ferð þeirra Casement og hans til Iriands. Var sú skýrsla lesin upp í réttinum. ^ Casement Jagði af stað frá Ber- lín 11. apríl við 3. mann, og lögðu þeir út frá Wilhelmshafen á kaf- bátnum U 20. Sá bátur varð að leita hafnar aftur vegna einhverra óhappa og voru þeir þá flutlir yfir f U 19. Sigldu þeir síðan norður fyrir Hjaltland og til vesturstrandar Irlands. Gengu Irarnir þrfr þar í bát og héldu til lands skamt trá Tralee. Bátnum hvolfdi í Iending- unni. Gátu þeir bjargað nokkru af skotvopnum, sem þeir höfðu með sér, og grófu í sandinn, og gengu síöan á land. Lögregluliðið varð brátt vart við að ókunnir menn voru komnir í héraöið. Var þá hafin leit og þeir Casement og Bailey handteknir um kvöldið. — Casement fleygöi frá sér blaða- stranga, skömmu eftir að hann var handtekinn, og var það lykill að dulmáli. Sömu nóttina og Casement lenti á frlandi hitti enskt varðskip skip með norsku flaggi fyrir utan Tralee. Var norska skipinu gefið merki um að halda til Queenstown, en er skipin áttu skamt eftir ófarið þang- að, nam norska skipið staðar. Gekk skipshöfnin í bátana, en skipið sökk iitlu síöar. Hafa Bretar komist að raun um það síðan, að þetta var þýzkt skip, hlaðið vopnum og skot- færum, sem áttu að fara til upp- reisnarmanna á írlandi. Kafmagn á Austurlandi. —o---- Bændurnir á Karlsskála í Reyðar- firði, Guðni og Björn Eiríkssynir, létu raflýsa bæ sinn á síðastl. sumri. Indriði Helgason rafmagnsfræð- ingur á Seyðisfirði útvegaði vélarnar og framkvæmdi verkið. — Vatnsaflið er tekið úr læk, sem rennur um túnið. Hagar þannig tii að fallhæðin fékst með stuttri pípuleiðslu og er milli 40—50 metra, pípuvíddín er nál. 12 cm. Sérstakt hús var bygt fyrir vél- arnar skamt frá bænum. Vélin hefir 9 hestöfl og frarnleíðir nægi- Iegt straummagn til ljósa og suðu, og að nokkru leyti til hitunar handa heimilinu. — Vélarnar uppsettar, með pípu- leiöslu og vírleiðslu frá vélahúsinu heim að bænum, kostuðu tæpar 3000 kr. Suðuáhöld, ofnar, innleiðsla og ljósáhöld um 1000 kr., þannig að allur kostnaðurinn, að undanteklnni vélahússbyggingunni og jarðvinnu, varö um 4000 kr. Byrjað var að nota rafstöðina í júlí síðastl, til ljósa, síöar var bætt viö suöu og hitunaráhöldunum. Hefir hún reynst ágætlega og eru bændurnir hæstánægðir með að hafa kostað þessu til. Töldu þeir sig, nú á miöjum vetri þegar hafa sparað 3—400 kr. í kolum og olíu. Þetta er fyrsta sveitaheimiliö á Austurlandi sem kostað hefir til raf- lýsingar, en fyrsta sveitaheimilið á landinu, sem hefir fengið sér svo fullkomin tæki að notað verði bæði til suðu og hitunar auk Ijósa. Á flestum fjörðum (nema Eski- firöi, sem þegar er raflýstur) er mikið hugsað um að koma á raf- lýsingu, einnig á Fáskrúðsfirði, og kemur sennilega til framkvæmdanna á næstu árum, ef stríðið ekki hami- ar öllu þessháttar. [Eftir AustraJ. Skátahreiíingiii Eftir A. Bonde. Skátahreyfingin er eins rík að fyrírheitum og vorið sjálft. Selma Lageriöf. Frh. Fyrst og fremst á hreyfingin auðvitað erindi til æskulýðsins í stórborgumheimsins.til þeirra fjöl- mörgu unglinga, sem verða að hafast við í loftillum húsakynn- um við þröngar götur, sem sól- in nœr ekki til botns í, en frjó- angar alskonar skaðsemda þró- ast þeim mun betur. — Hún á erindi til allra þeirra, sem upp- dráttarsýki nútíðaimenningarinn- ar hefir náð tökum á og týnt hafa þ«im eiginleikum mannlegs eðlis, sem gerðu forfeður vora og enn gera villimennina, þraut- seiga í Iífsbaráttunni. — Hún er svarið við hvatningu Roussau’s. »Hverfið aftur til náttúrunnar*. En hreyfingin á einnig erindi til þeirra sem lifa eðlilegu lífi í hreinu lofti. Hún kennir mönn- um að nota alla hæfileika, kenn- ir mönnum að vera fljótir í ráð- um, sjálfstæðir o. s.frv. og mörg hyggindi sem í hag koma í iíf- inu. — Skátaheitið: Eg Iofa því, og og legg þar við drengskap minn, að vera trúr og auðsveipinn ætt- jörðinni, hjálpfús við náungann og hlýðinn við skátalögin, er sönnun þess að drengirnir verða að leggja nokkuð í sölurnar, er þeir verða skátar, verðaað »sigra sjálfa sig«, en það hnoss, sem náð hefir verið með baráttu, láta menn sér ekki fúslega úr greip- um ganga. Skátalögin skýra gjör frá því í 10 boðorðum, hvernig sannur skáti á að hegða sér: »Skátinn er sannorður, hlýðinn, hreinn í hugsunum sínum, orðum og gerð- um, altaf í góðu skapi, hjálpfús, sparsamur, góður við dýrin, góð- ur félagi, tryggur og gerir sér ekki mannamun«. Með skynsamlegum æfingum, sem komið er fyrir í ýmsum T I’L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Rorgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. satnk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssímfnn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vifilsstaðaliælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafniö opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3; Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. í y hefir altaf starfsfólk á boðstóium — óskar líka eftir margs konar fólki leikjum við drengjanna hæfi, er í samræmi við skátalögin kostað kapps um að efla alla góða eig- inleika sem drengirnir eru gædd- ir að eðlisfari og að gera þá leikna í ýmsum nytsarnlegum störfum. Allar skátaíþróttir eru leikir, og eiga ekki að vera annað, á þann hátt er barninu auðveldast og eðlilegast að afla sér þekkingar og reynslu. Það liggur í augum uppi, að lífsskilyrði skátahreyfingarinn- ar eru alt önnur t. d. í Danmörku en hér, þó að hér sé einr.ig jarð- vegur fyrir hana. Það hefir ný- lega komið til tals að stofna »Skátasamband íslands«, er það var komið í Ijós, að hreyfingin átti einnig erindi til íslenskra drengja. — Vegna þess að eg er gamall skáti, og hefi átt kost á að athuga hreyfinguna í ýmsum löndum, leyfist mér e. t. v. að leggja nokkur leiðbeinandi orð í belg. — Allar þjóðernis-, stjórnmála- og trúardeilur eru skátahreyfingunni óviðkomandi. Hún er hlutlaus í öllu slíku, og einmitt í því er styrkleikur hennar fólginn. Bæði í Danmörku og öðrum löndum hefi eg komist að raun um það, hvað af því leiðir, ef skátaflokkur tekur eitthvert ann- að mál á stefnuskrá sína, svo sem t. d. trúmál eða bindindis- baráttuna. Skátamálin verða þá altaf látin sitja á hakanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.