Vísir - 26.05.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 26.05.1916, Blaðsíða 4
VlSlR Símskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 25. maí. Austurríkismenn vinna á og sækja fram á leið til Vetasta og Posina (í Ítalíu, skamt frá landamærum Tyrols). Hjá \/erdun er enn barist af jafnmiklum ákafa nætur og daga. Háseta og kyndara vantar á e.s. Mjölnir nú þegar. Upplýsingar gefnar á skrifstofu H.f. Kveldúlfur. MAÐUR, sem eitthvað er vanur bókfærslu, getur nú þegar fengið ab\nt\u í sluvjsfoju SUpp$4fo$s\ns. Tilboð merkt >BÓKHALDARI« leggist nú þegar inn á skrifstofu félagsins. Nýía verslunin Sími 525. Hverfisgötu 34. hefir tengið mikið af nýjum vörum, t. d. Káputau, Morgunkjólatau, Krep Mússulfn í blússur og Vasakiútar ....og margt fleira. . ungfrú Rósabella Grant hafði nú gert. — Þú verður eitthvað að ráða fram úr þessu, Filipp. Við verð- um undir eins að fara til borgar- innar. Chestermere stóð á fælur, áður en hann svaraði. — Eg skal gera alt, sem í mínu valdi stendur, sagði hann mjög áhyggjufullur. En hvað get eg að gert? Veslings drengurinn! Þetta gerir út af við hann að vissu leyti. Þú hefir enga hugmynd um, hve ákaflega hann unni þessari stúlku. Það var meira en ást. Það var til- beiösla, ástríða, skilyrðislaus og takmarkalaus. Hann þagnaði um stund, en hélt svo áfram: — Eg vissi aö hún myndi verða honum þyrnirós, sagði hann þung- búinn á svip. Hann gekk fram og aftur, óþol- inmóðlega, um leið og hann talaði, Og hann gat ekki að því gert, aö jafnvel þó ekki væri meira en nefnt nafn Rósabellu, þá gerði hið forna töfravald, sem fegurð hennar hafði haft yfir honum, vart við sig enn i ný. — Hún var sá kvenmaður, sem sízt af öllutn hefði átt aö veröa á vegi Ruperts, sagði hann með á- kafa í röddinni. Og þegar hann mintist á Edward varð málrómurinn harður og óþýður. — Af henni bjóst eg ekki við neinu góðu. Hún er ekki móttæki- leg fyrir nokkra sómasamlega til- finningu. En eg héit að Antrobus væri ekki gersneyddur öllum heiðar- leik. Hann vissi fullvel að hún í raun og veru heyrði Rupert til, og hann hefir breytt eins og bófi. Katrín hrökk við. Henni sárnaði að heyra mann sinn úthúða Teddy úthúða svona biturlega og stranglega. — Hann er ungur kjáni, sagði hún, Eg — eg held, Filipp, að viljandi hefði hann ekki viljaö að- hafast neitt óheiðarlegt. Heldurðu áreiðanlega að hann hafi vitað að Feátherstone og ungfrú Grant voru trúlofuð? Það var ekki opinber trúlofun, eöa hvað? Aldrei hafði eg heyrt þess getið. Reiðisvipurinn sást enn glögg- lega á andliti Chestermeres. — Trúlofunin var ekki opinber. Þaö er alveg rétt, sagöi hann, og hélt áfram að ganga fram og aftur um gólfið. Samt sem áður var það nokkuö sem margir vissu um, og eg veit vel að Antrobus vissi það. Að minsta kosti var honum full- kunnugt um ástarhug Featherstones til ungfrú Grant og um framtíðar- vonir hans. Dugl. matsveinn getur komist að á Braga. ^isfemÆaMutaJétagÆ JEva^i, fei&amer §oud& og &*ta §cf\we\teeir IMýkomið í Verslun Helga Zoega. Mótorbátur til sölu, að stærð, ÍO'A tonn, með netum og lóðum ef óskað er. Upplýsingar gefur J. B. Pétursson. I FÆBI I Fæði fæst í Ingólfsstræti 4. [33 1 herbergi með húsgögnum ósk- ast fyrir einhleypa. Uppl. á Lauga- vegi 42. (bakaríinu) [370 Barnlaus íjölskylda óskar eftir 3— 4 herbergja íbúð með eldhúsi og geymslu frá 1. okt. Uppi. á Laugaveg 19. B. [416 1 herbergi tii leigu. Upplýsing- ar á Vesturgötu 22 uppi. [417 ■ Brúkaöar sögu- og fræðibækur tást meö miklum afslætti í bóka- búðinni á Laugavegi 4. [296 Lítið brúkuð blá cheviotdragt ti sölu með tækifærisveröi. A. v. á. [391 Heybandsreipi, hænsn og kofi, kryddsíld fæst keypt á Frakkastíg 24. [411 Stúlka óskastívist. A. v. á. [371 Stúlka óskast í vor og sumar á gott sveitaheimili. Afgr. v. á. [306 Stúlka óskar eftir vinnu í sveit. Uppl. á Hverfisgötu 91 nppi. [414 Duglegur maður óskast til sjó- róðra á Austfjörðum á gott heimili, Menn snúi sér til Finns Jónssonar á Vesturgötu 5 í kjallaranum. [415 BankaseðiII fundinn. Má vitja á Suðurgötu 6. [412 Fundist hefir vasahnífur á íþrótta- vellinum, Vitjist í Timbur & kola- verzlunina. [413 Divanteppi Gott úrval nýkomið í Hafnarstræti 16 og knollar á dyratjöld (Portir Fryndser). Inngangur um PORTIÐ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.