Vísir - 29.05.1916, Side 1

Vísir - 29.05.1916, Side 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG [ LBitstj. JAKOB MÖLLER SlMI 400 Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel íslanii SÍMI 400 6. árg. Mánudaginn 29, maf 1916. 146. tbl. Gatnla Bíó I meinutn. Ástarsjónleikur í 3 þáttum. Út- búinn á leiksvið af Einari Zangenberg, Aðal-hlutverkin eru leikin af þessum ágætu leikurum : ingeborg Schou. Edith Psilander. Ellen Rassow. Anton de Verdler. Verð hið venjulega. K. F.Ú.M Knattspyrnufél. »VALUR«. Æfing í kveld kl. 8Vf Mætiö stundvfslega. Bæjaríréttir Afmæli á morgun: Eiríkur Stefánsson prestur. Einar Hjaltested. Erlendur Petersen verzlunarm. Jón G. jónsson verkam. Kristján Jónsson afgr.m. Fermingar- og afmælis- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safna- húsinu. Erl. mynt. Kaupm.höfn 26. maf. Steriingspund kr. 16,00 100 frankar — - 57,00 100 mörk — - 62,35 R e y k j a v í k Bankar Pósthús Sterl.pd. 16,20 16,00 100 fr. 58,00 58,00 100 mr. 63,00 64,00 1 florin 1,48 1,42 Doll. 3,50 3,50 Gifting. Á laugardaginn var voru gefin saman af próf. Har. Níelssyni ekkju- frú Hólmfríður Þorláksdóttir og ís- leifur jónsson kennari. Botnía fór frá Þórshöfn í Færeyjum í gær. Væntanleg hingað á miðviku- dag. Vesta kom til Leith á laugardaginn. Gullfoss er á ísafirði. lega í dag. Símskeyti frá fréttaritara Vísis Fer þaðan væntan- Khöfn 28. maí. Bandamenn hafa loklð við flutning serbnesku hersveltanna tii vfgstöðvanna í Makedoniu. Þegar Serbaher varð að hörfa út úr Serbíu og var eltur inn Albaníu af óvinunum, tóku bandamenn það ráð að flytja hann út í grfsku eyna Korfu, til að hvíla hann og vígbúa á ný. Þegar hvíldinni var iokið, vildu bandamenn fá að flytja her þennan til Saloniki, eða vfgstöðvanna f Makedoníu og reis þá upp deila milli grísku stjórnar- innar og þeirra út af því. Miðveldin skoruðu allfast á Grikki að banna flutning hersins um Grikkland og kváðu svo ríkt að, að þau mundu telja það fjandskap við sig af Grikkja hendi, ef þeir létu »pappírs«-mót- mæli nægja gegn þeim aðförum bandamanna. Hefir veriö þrefað um þetta all-iengi, en því þrefi iokið á þann hátt, að Grikkir hafa orðið að láta undan og leyfa flutniuginn. — En hvað gera þá Miðveldin ? Mislingavamir í Vestmannaeyjum. Samkvæmt belðni sýslubúa og meö ráði land- læknis hefir Stjórnarráðið fyrirskipað að Iðgvðrnum gegn mislingum skull beitt f Vestmannaeyjum. Þess vegna tllkynnist hérmeð að e n g u m verður leyfð landganga f Vestmannaeyjum sem ekki getur fsert sönnur á að hann hafi haft mlslinga. S&sfatt\a<luv\t\t\ \ 4--5 stúlkur, vanar fiskvinnu, geta fengið atvinnu ca. 5 mánuði á Austurlandi. Agæt kjör í boði. Semja má við Pál Jónsson, yifirdómslögmann Kirkjustræti 8 B, Nýja Bfó Sonur fangans. Hrífandi sjónleikur í 4 þáttum eftir Dr. Hans Lenthal. Leikinn af ágætum dönskum leikendum, svo sem: Marie Dinesen. Else Frölich. Chr. Schröder. Y. Psilander. y. ?. ml yt. Væringjar I Vinna á melunum í kvöld kl. 6V2. Munið að hafa með hrífu, reku, hjólbörur, vagn eða eitthvert slíkt verkfæri. ^faWeau tuausat. Nýkomið er fallegt Kransaefni, blóm og Thuja í Bankastræti 14. Vaigerður Þórðardóttir. Hagtíðindi eru nýkomin út og í þeim ým- islegt fróðlegt eins og vant er. — Vínfanga- og gosdrykkjatollur hefir orðið 20 þúsund krónum hærri 1915 en árið áður (51 þús.). Tó- bakstollur 56 þúsundum hærri (285 þús.) Kaffi- og sykurtollur 89 þús. hærri (625 þús.). Te- og súkkulaði- tollur 10 þúsundum hærri (49 þús.). Þessir tollar allir 1010 þúsundir króna 1915 en 835 þús. 1914. Vörutollurinn hefir orðið 351 þús. kr., 3 þús, krónum lægri en 1914, en árið 1913 var hann 388 þús- undir króna. Útflutningsgjaldið af fiski og lýsi varð 259 þúsundir kr. 1915, það er 60 þús. kr. meira en 1914, og stafar sú hækkun nær eingöngu af auknum síldarútflutn- ingi. Tollurinn af henni 192 þús. 1915, en 139 þúsundir 1914. Loks hefir verðhækkunartollurinn, frá því lögin um hann gengu í gildi, 16. sept., til ársloka orðið 181688 kr., 131339 kr. af sjáfar- afurðum en 50349 kr. af landaf- urðum. — Allir tollar hafa þannig orðið fulium 400 þús. kr. hærri árið 1915 en undanfarin ár. frh. á 4. sfðu. V

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.