Vísir


Vísir - 29.05.1916, Qupperneq 2

Vísir - 29.05.1916, Qupperneq 2
VlSlR V! SI R A f g r e l ð s I a blaösins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifslofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 3-4. Sími 400,— P. O. Box 3ö7. Skátahreiflngin Eftir A. Bonde. Skátahreyfingin er eins rík að 'fyrirheitum og vorið sjálft. Selma Lagerlöf. Nl. Mikilsmetnir uppeldisfræðingar hafa sagt, að Baden-Powell hafi af mikílli uppeldisþekkingu lagt grundvöllin undir þessa nýju uppeldisstefnu. Sjálfur hefir hann sagt, „að flokkurinn sé nú ein- ing, sem öll deildin standi og falli með“. í Skáta-„flokki“ eru 6—8 dreng- ir, sem lúta stjórn eins jafnaldra síns, eða lítið eitt eldri félaga, flokksforingjans, sem einning er kennari þeirra. — þetta er eitt af aðalatriðunum í fræðum B.-P. og þeir sem ætla sér að hafa fult gagn af, verða að haga sér sam- kvæmt þessu. í hverri Skátadeild eru margir flokkar, en deildinni stýrir ung- ur maður, sem helzt má ekki vera undir tvítugu, og ekki eldri en 40—45 ára. Hlutverk deild- arforingjans er nánast að leið- beina, gefa góð ráð. Hann kem- ur á fundi með flokksforingjun- um og ræðir við þá um störf þeirra, en hann tekur ekki fram fyrir hendur þeirra, nema óhjá- kvæmilegt sé. — Á þenna hátt eflist félagslyndi drengjanna, á- byrgðartilfinning, sjálfstæði, snar- ræði o. m. fl. Flokksforingi er framkvæmar-afl hreyfingarinnar sá sem innir vinnuna af hendi, en fær þó minst af heiðrinum, en allar vandlætingarnar, ef eitthvað bjátar á. En reynslan hefir sýnt að gömlu flokksforingjarnir okkar komast ágætlega áfram í lífinu. Eg ræð því hverjum þeim, sem ætlar að gerast brautryðjandi þessa velferðamáls æskulýðsins í sveit sinni, til þess fýrst og fremst, að vanda sem bezt val flokksforingjanna. Veljið vand- lega í samráði við kennarann 4—8 drengi á 13—16 ára aldrin- um. Myndið með þeim „flokk“ sem þér stýrið sjálfur og kostið kapps um að fá þá til að skoða yður sem jafninga sinn. Notið danska leiðarvísinn Spejderbogen , eða þann enska (Scouting for boys), en beztur er Jjó sá amer- iski (í 2 hlutum, fyrir foringja og fyrir drengi). Farið hægt af stað, leggið vel niður fyrir yður fyrirfram, hvað þér ætlið að fara yfir, og verið sem mest úti undir beru lofti. — Ef vel er að verið, er hægt að æfa flokkinn til fullnustu á 4—5 mánuðum, en því næst á að leyfa drengjunum að vinna upp á eig- in spýtur. Og hleypið svo hin- um drengjunum að í hópum, ; fáir þeirra munu verða fyrir von- brigðum. — Látið svo hvern foringja koma á fund með flokk sinn, eitt kvöld í viku, heima hjá sér eða í einhverju hentugu hús- næði, þar sem þér getið sjálfir verið viðstaddur stutta stund, til að sjá, hvernig foringinn leysir starf sitt af hendi. Varist að ávíta hann í návist hinna drengj- anna, því það spillir aganum, sem þér einmitt verðið að hjálpa honum að halda uppi. Haldið fund með foringjunum nokkrum sinnum á mánuði. Ræðið við þá um starfið, látið drengina koma fram með nýjar uppástung- ur, ræðið þau ávalt í fullri alvöru, sýnið þeim fult traust, þá munið þér á skömmum tíma uppskera ágætan ávöxt. Skátaforinginn verður að hafa ást á málefninu, allnæman skiln- ing á tilfinningum dréngjanna og að taka þátt í starfinu af eldmóði og svo miklu æskufjöri sem unt er. Tómstundir sínar verða menn að mestu að leggja í sölurnar og talsverða þolinmæði. Og von- brigðum verða menn ávalt að vera viðbúnir. En þegar starfið er komið á góðan rekspöl, þá kemur ánægjan. því eru nær engin takmörk sett, sem maður getur kent skátunum sínum og þeir geta unnið hlut- verk sitt þó við mikla örðugleika sé að stríða. Óræka sönnun þess hafa menn fengið nú á ófriðar- tímunum. Eg hefi sjálfur §éð ungu dönsku félagana mína, úr öllum stéttum, frá syni erfiðismannsins til kongssonarins, inna af hendi margskonar skylduverk og ekki ætíð í sem þægilegustum kring- umstæðum; og það verk, sem þeir voru gersamlega óvanir; en áhuginn og skylduræknin bættu fullkomlega það upp, sem þá brast í æfingu. Um leið og skátahreyfingin breiðist út yfir ísland, eignast land- ið nýtt velferðarmál. Og henni eiga að fylgja beztu óskir allra kærleiksríkra karla og kvenna. Hún geymir í skauti sínu fram- tíð föðurlandsins. — Danski skát- inn, sem þetta ritar, árnar „Skáta- sambandi íslands“ allra heilla á lífsleið þess. Sýslumaður segir af sér. Guðmundur Eggerz, sýslumaður í Suðurmúlasúslu hefir sagl af sér embætti. Tildrög til þess eru all- óvenjuleg, og ber hann því við, að Stjórnarráðið hafi móögað sig. Svo er mál með vexti, að Guðm, Ásbjörnsson, fiíkirkjuprestur þar eystra, hafði verið kosinn sýslu- nefndarmaður fyrir Eskifjarðarhrepp á mannlalsþingi er haldið var sfðari hluta júnímánaðar 1010. Kjör- tímabil sýslunefndarmanna er 6 ár og skuJu þeir kosnir á manntals- þingum. — í vor var þing haldið hér um bil mánuði fyr en gert haföi verið árið 1910 og sýsln- fundur ákveðinn 2 dögum síðar. Á þinginu vai kosinn sýslunefndar- maður í staö Guðmundar, svo sem vera ber, en er á sýslufund kom ieis upp ágreiningur um það, hvor tulltrúinn ætti að sitja hann fyrir Eskifjarðarhrepp, sá nýkosni eða Guðmundur. Gerði hinn síöar- nefndi kröfu til þess að fá að sitja fundinn, vegna þess að kjörtíma- bil hans væri ekki úlrunnið, enda hafði hann setiö að eins á 5 sýslu- fundum. Var máliö lagt undir at- kvæði fundarins og fundarseta Guö- mundar samþykt með 6 atkvæðum gegn 5 (sýslumanus og fjögra ann- ara). Frestaði sýslumaður þá fundi til næsta dags. En er á fund var komiö daginn eftir, las sýslumaður npp úrskurð, þar sem hann feldi úr gildi samþykt fundarins og úr- skuröaöi að hinn nýkosni fulltrúi skyldi taka sæti á fundinum. Þessum úrskurði sýslumanns á- frýjaði Guðmundur til stjórnarráðs ins, en það feldi hann úi gildi og símaði sýslumanni þau úrslit máls- ins á þá leið, að úrskurður hans mundi vera lögum andstæöur. — En þá símsvaraði sýslumaður um hæl á þá leið, að hann ætlaði ekki að gefa stjórnarráðinu fleiri tæki- færi til að móðga sig, og segði því af sér embættinu frá 1. okt n. k. í sambandi við þetta munu menn minnast þess, að fyrir skömmu síð- an (1911) var mikið deilt um það, hvort skipa ætti nýja konungkjörna þingmenn fyrir þingið það ár. — Lauk því máli svo, að þáverandi ráðherra lét gömlu þingmennina sitja, vegna þess að kjörtímabil þeirra var ekki útrunniö er þing T I L M I N H i S: Baðhiisið opið >■. il. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifit. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspil. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugrlpasafnið opið F/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hciinsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 12 t Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2—3. Tannlækuingar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á tnið- vikud. kl. 2—3. Landsfélúrðir kl. 10—2 og 5—6. Fatabúðin iHafnarstræíi 18. Sími 269. Nýkomnar Regnkápur og Rykfrak ka fyrir herra, dömur og börn. Einnig margt fleira. var sett, og var það þó 4. reglu- !ega þingiö, sem þeir sátu og þeir andsfæöingar hans. En þingtiminn hafði verið fluttur til, annars hefði ekki komið til mála að þeir sæti fleiri regluleg þing en þrjú, — Þá mun sýslum. Sunnmýlinga hafa fylt flokk þeirra manna, sem héldu því fram, að þingmennirnir ættu rétt- mæta kröfu til þingsetu meðan kjörtímabil þeirra, 6 ár, entist. Líklegt er því aö sýslumaður átti sig á málinu og taki aftur þessa »ras«gerð sína. Og tíma fær hann fil umhugs- unar, því að óformleg hafði lausn- arbeiðnin verið — átti að stílast »undirdánugast« til konungs, en var alt annað en »undirdánug« og stíluð til stjórnarráðsins. "Utati ajj tatvdx. Símfrétt. Haganesvík í gær. Ágætt veður í hálfa aöra viku og hlákur. í Vestur-Fljótum er snjólítið, en í Austur-Fljótum mikill gaddur, þó nokkur kinda snöp. Hákarlaskipin eru að koma og er aflinn ágætur. Lifrattunnan er 50 kr. og hlut- urinn 500 kr.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.