Vísir - 29.05.1916, Síða 3

Vísir - 29.05.1916, Síða 3
VISI R Til ágóða fyrir £atvAssp\Utas\oS 3sta?i&s verður haldinn ^ ,2>asat á hátíðisdegi kvenna 19. júní n. k. (að eins þann eina dag). Þeir karlar eða konur, sem vilja styðja þessa tilraun til eflingar sjóðn- um með gjöfum, innlendum eða útlendum munum, smáum eða stórum, sendi gjafir til undirskrifaðra, sem þakklátlega veita þeim móttöku. Rvík 26. maí 1916. Elín Jónatansdóttir, Templarasundi 5. Inga L. Lárusdóttir. Bröttugötu 6. Guðríður Guðmundsdóttir, Guðrún Árnason, Miðstræti 8. Vesturgötu 45. Ingibjörg H. Bjarnason. Ingibjörg Johnson. Kvennaskólinn. Lækjargötu 4. Magnea Þorgrímsson, Þórunn Jónassen, Kirkjustræti 10. Lækjargötu 8. Drekkið CARLSBERG Porter Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboö fyrlr ísland Nathan & Olsen. Umboðssala mín á Sfld, Lýsi, Fiski, Hrognum og öðrum íslenskum afurðum mælir með sér sjálf. Áreiðanleg og fljót reikningsskil. asssKsa INGVALD BERG Bergen, Norge. LeitiO upplýsinga hjá: Útlbúi Landsbankans á IsafirOI, Bergens Privatbank, Begen.r Símnefni: Bergg, Bergen. Vökukonu vaníar aö Vifi Isstöðum. Nánari upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. LÖGMENN ► ◄ Pétur Magnússon, yfirdómslögmaOur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gíslason yflrréttarmálaflutnlngsmaSur Laufásvegi 22. Venjuitga leiira kl. 11-12 og 4- Simi 26 Bogi Brynjólfsscn yflrréttarmálaflutnlngsmaOur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [uppij. Siifslofutími iiákl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Prentsmiöja Þ. Þ. Clemenlz. 1916. Nýreykt ýsa — flött og óflött — fæst í dag f reykingarhúsinu Asheimur. Sími 598 eða 507. Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vðru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Barátta hjartnanna Eftir C. A. Rowlands. 43 ---- Frh. Rógur lét illa í eyrum hennar og var, að hennar áliti, öllum heið- virðum mönnum ósamboöinn. — Viö skulum ekki minnast á þetta meira, Filipp, sagði hún. Það er komið sem komið er. Hún er gift og við getum ekkert við því gert. En viö gætum máske gert eitthvað fyrir manninn, sem hún hefir brugðist, — eða að minsta kosti fyrir hana móður hans. Held- urðu ekki að við ættum að fara undir eins til borgarinnar? Chestermere kysti hana blíðlega um ieiö og hann samsinti þessu. — Bréf mömmu er nú ekki vel greinilegt, sagöi hann, en eg vona að eg fái þó, sem snöggvast að sjá Rupert, áður en hann leggur af stað, veslings drengurinn. Reyndar býst eg ekki við að eg geti orðið honum að miklu liði. Hvað getum við gert, Katrín, þegar svona stend- «r á? Tárin komu fram f augun á Katrfnu. — Ó! Þetta og þvílíkt er það, sem tekur mann sárast. Það verður svo lítið úr hjáipinni oft, einmitt þegar hennar er mest þörf. En þó megum við ekki láta þetta aftra okkur. Við getum þó altaf reynt eitthvað að gera. Eg ætla nú að fara og láta taka saman farangur- inn. Við getum lesið bréfin okkar á leiðinni. Á eg aö taka alt dótiö með mér, Filipp? Hann neitaði því svo skýrt og ákveðið, að Katrín gat ekki að sér gert að brosa. — Það verður ávalt eins okkar á milli, kæri minn, hvert sem viö förum, og hvar sem við verðum, sagði hún við hann. Það hefir ver- ið svo yndislegt, ákaflega yndis- legt aö vera hér í einverunni á skipinu, og samveran mun halda áfrám að vera yndisleg þó við för- um í land. Ef — ef það hryggir þig svo mjög að fara héðan, þá verð eg Hka hrygg í huga af kvfða yfir því hvað framtíðin kunni aö bera i skauti sínu. Hún þrýsti sér snöggvast að brjósti hans, en sleit sig svo lausa, kafrjóð og brosandi. — Eg veit ekki hvað þú hefir ásett þér, Chestermere lávarður, sagði hún með uppgeröar þóttaog óskamfeilni, en eg ætla mér að halda óslitna hveitibrauðsdaga, alla mína æfi, og ekki gera mig ánægða með neitt minna. Nú hefi eg aö- varað þig um þetta. Gerðu svo vel að muna eftir aðvörun minni. Hún kysti hann um leiö og hún fór frá honum til herbergis sfns. Hann horfði á eftir henni og tár komu nú ósjálfrátt fram í augu hans. — Enginn skal láta sér annara um það að uppfylla óskir þínaren eg, hjartað mitt! sagöi hann viö sjálfan sig, með viökvæmni. Svo snéri hann sér viö, til þess að svipast aö pjóninum sínum, og til þess aö gera skipstjóranum á skipinu sínu aðvart um fyrirætlanir sínar. — Þú liggur kyr hér með skip- ið, þangað til eg geri þér aðvart. Frúin og eg verðuro að dvelja dag- langt í borginni, og kanske meira en einn dag. En áreiðanlega mun- um við koma um borð í Magnolin aftur og dvelja þar enn um nokk- urn tíma. XI. Það var hásumar þegar Ches- termere lávarður hafði gefið skip- stjóra sínum þessar umgetnu fyrir- skipanir. En nú var orðið áliöið hausts, næstum því kominn vetur. Hinu ákaflega heita og þurviðra- sama sumri hafði fyigt yndislegt haustveður, en margt benti á að veturinn myndi verða strangari og kaldari venju fremur. Allir þeir, sem ríkir voru og ráö höfðu til þess, voru ýmist í undirbúningi með að fara, eða voru þegar farnir af stað til þeirra landa, þar sem vetrarfrost og kuldi þekkj- ast ekki. Á meöal þessara farfugla hafði verið vonað og búist við aö frú Forber myndi verða. Móðir Katrínar hafði jafuan hing- að til komið sér hjá þeirri áreynzlu og erfiði sem ferðin til Suðurlanda hetir í för með sér. Þrátt fyrir austannæðingana og frostin heima á Englandi haföi hún sagt að hún yndi sér bezt á heimilinu sínu í Castlebury. — Hún dóttir mín er sumarsói- in mín, hafði hún jafnan sagt. Hún annast svo vel um mig. Það er engin betri né nákvæmari hjúkr- unarkona til en hún Katrín min. Eg ímynda mér að veturinn geti verið bæði harður og þreytandi, en Katrín sér um að eg finni ekki til þess.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.