Vísir - 29.05.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 29.05.1916, Blaðsíða 4
v í s;i r / Bæjarfréttir. (Frh. frá 1. síöu.) Bannlagabrot. Sögur ganga um það í Hafnar- firði, að tveir heldri menn úr Reykjavík muni hafa gert sig seka um bannlagabrot þar í Firð- inum, daginn sem Flóra var þar Sagt að annar þeirra hafi mist niður flösku og þeir báðir hand- leikið flöskur. En enginn veit hvað í flöskunum var, nema hvað þeir fullyrða sjálfir, að »Hansabrugg« (meinlaust öl) hafi verið á þeim. Og það standa þeir sjálfsagt við. — Kæra hefir engin komið fram gegn þeim, en þó mun málið verða rannsakað. Veðrið f dag: Vm. loftv.760 a. regn a 6,9 Rv. “ 750 a. skýjað u 8,5 íf. “ 763 logn u 5,7 Ak. “ 762 logn a 8,5 Gr. « 730 logn « 6,0 Sf. “ 762 logn « 3,0 Þh. “ 760 iogn « 9,6 Alrnenn varnarskylda samþykt í neðri málstsofu brezka þingsins. Þann 16. þ. m.' voru lögin um almenna varnarskyldu á Bretlandi samþykt viö þriöju umræöu neöri málstofunnar. Greiddu 250 þing- menn atkv. með lögunum en 35 á móti. — Áöur höfðu aliir ókvæntir menn veriö skyldaðir til herþjón- ustu. Brezka þingiö hefir samþykt lög um aö flýta klukkunni um eiua stund. Gengu lögin í gildi kl. 2 f. h. fyrra sunnudag (21. maí) og eiga aö gilda til 30. sept. n. k. að þeim degi meðtöldum. Vegna þess að lögin eiga ekki aö gilda lengur kalla Bretar þetta «sumarklukku«. Er þetta gert til að spara Ijós- meti á kvöldin sumartímann. Að vetrinum til væri þýöingarlaust að brúka þessa sumarklukku, vegna þess að þá yrði bara að kveikja fyr á morgnana. Ekki gekk þessi lagasmíð orða- laust af á þingi Breta. f efri málstofunni gerði Balfour lávarður frá Burleigh mikið veður út af því, aö hvíldartími verka- kvenna yrði einum klukkutíma styttri. Og margar aðrar afleiðing- ar taldi hann upp, sem engum hafði dottið í hug. vatvtav M fceta ^3\s\ >tt um fc»w\t\. Aðalsafnaðarfundur dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður haldinn í dómkirkjunni mánudaginn 12. júní næstk. (annan dag hvítasunnu) — klukkan 8 síðdegis.— D AGSKRÁ: 1. Kosinn einn maður í sóknarnefnd til eins árs (í stað Kristjáns sák Þorgrfmssonar). 2. Kristindómsfræðslan. 3. Önnur mál, sem fundarmenn kunna að hafa fram að bera. Rvík 28. maí 1916. Sóknarnefndin. Asg, G, Gunnlaugsson & Co. * <yL Austursíræti I. Nýkomið stórkostlegt úrval af Karlmanna-, Unglinga- og Drengja- Fatnaði, ^ einst. jökkum og buxum, allar stærðir. M Olíuíöt ensk og’ noisk. Glanskápur aiiar stœrð.-r. M Sökum stórkostlegra innkaupa á þessum vörum getum við boðið okkar viðskiftavinum á I í k a verð og áður, S* Sutwtt&ugsson & Co. ¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥X T. d. gæti komiö fyrir, að kona eignaðisl tvíbura nótt þá í október- mánuði sem seinka ætti klukkunni aftur. Ef fyrra barnið fæddist 10 mínútum áður en klukkan yrði færð aftur, en seinna barnið fæddisl eftir að búið væri að seinka klukkunni, þá yrði yngra barnið talið fælt 50 mínútum áður en eldra barnið. Ef ekki yrðu fundin einhver ráð gegn því, myndi tímabreytingin einnig hafa ýms ófyrirsjáanleg á- hrif á eignir manna og jafnvel á oröur og titla. Varö að þessu hlátur mikill. Tímabreyting þessi á að ná til allrar starfsemi, opinberrar og ein- stakra manna, aö undanteknum: - stjörnu- og veðurrannsóknum og : siglingum. y.\tt o$ \>etta í indversku keisarakórónu Breta- konunga eru 600 demantar. Eldflugurnar á Jamaica gefa frá sér svo sterkt ljós, aö efsex þeirra eru látnar í glas. er hægt að lesa viö Ijósið af því. Kransa hefir verið og verður best að kaupa hjá GUÐRÚNU CLAUSEN, Tjarnarg. 8. NB. Avalt nýjar blrgölr. Reikningar til Leikfélagsins afhendist for- manni tfl áritunar fyrir næstu helgi. Hittist dagiega kl. 3—4 e. h. á skrifstofu Vísis. TAPAÐ — FUNDH3 Fundist hefir tau í þvottalaugun- um. Vitjist á Hverfisgötu 32. [446 KAUPSKAPUR Brúkaðar sögu- og fræðibækur tást með miklum afsiætti í bóka- búöinni á Laugavegi 4. [296 Nýmjólk óokast tii kaups í bak- aríið á Hverfisgötu 72. [423 Morgunkjóiar ódýrir og vandaðir fást í Lækjargötu 12 a. [435 Hæna og hani fást til kaups. A. v. á. [446 i HÚSNÆÐI Stofa meö húsgögnum og sér- inngangi óskast til leigu 1. septem- ber. Uppl. í verzl. Ásbyrgi á Hverfisgötn 71. Sími 161. [437 Tvær samanliggjandi stofur með forstofuinngangi í miðbænum til leigu 1. júní. A. v. á. [438 1 hergbergi til leigu. Uppl. á Veslurgötu 22 uppi. [443 íbúö með aðgangi að eldhúsi eöa gasi óskast nú þegar, helzt í Vesturbænum. Uppi. í síma 358. _____________ [444 Til leigu nú þegar stofa með förstofuinngangi á Vitastíg 7 fyrir einhleypa. [445 — VINNA — Kaupakona óskast á gott sveita- ‘ m heimili. Uppl. á Hverfisgötu 83 suðurenda niðri. [439 Unglings stúlku óska eg að fá frá 1. júní til síldartíma. Ingibjörg Halldórsdóttir Bergstaðastaöaslræti 9 (Litla húsið). [440 Dugieg kaupakona óskast á golt heimili norðanlands. Hátt kaup í boði og ókeypis fiutningur landveg báðar leiðir. Uppiýsingar gefur Anna Magnúsdóttir, Laufásveg 35. [441 Tvær kaupakonur óskast á góð heimili í Borgarfirði. — Semjiö við Óiaf Guðnason á Laugavegi 79 uppi. Sími. 454. Heima 9—10 síödegis. [442 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.