Vísir - 31.05.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 31.05.1916, Blaðsíða 3
V ISI R 4-5 stúlkur, vanar fiskvinnu, geta fengið atvinnu ca. 5 mánuði á Austurlandi. Agæt kjör í boði. Semja má við Pál Jónsson, yfirdómslögmann Kirkjustræti 8 B. Heima 4—5 e. m. Drekkið CARLSBERG Porter Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstafiar Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olsen. 4 duglegir sjómenn og 2 stúlkur geta fengið ágæta atvinnu við fisk- og síldarveiðar á Austfjörðum. Hátt kaup og ennfremur prócentur af hverri tunnu síldar sem aflast. Verða að fara með Gullfossi 3. n. m. * Upplýsingar hjá H.f. Timbur & Kokversluninni Reykjavík Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz. 1916. Uppboðið , í Engey 5. júní, hefst kl. 11 árd., þá birtir söluskilmálar. JJHgT Gjaldfrestur til hausts. Selja á: 9 kýr, 1 dráttarhest — til brúkunar í sumar og afsláttar f haust —, 42 hœnur, hey — nokkra hestb. — timbur, skæðaskinn, verkfæri margskonar og ílát [t. d. 30 tn.], bát, tjald, reipi (yfir 100 h.), rúmfþt og marga muni nauðsynlega hverju búi. — Ekkert selt utan uppboðsins. Væntanlegir kaupendur (ekki unglingar) verða ferjaðir ókeypis báðar leiðir — frá bæjarbryggjunni kl. 10, 11, 12 og 5 (gripir þá óseldir). Fluttir verða menn í land aftur með keypta muni, eftir því sem skipsrúm leyfir og dagur endist. Vótrygglö tafarlaust gegn eldi- vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason Det kgl. octr> Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Send\% avx<^s\t\$a\ ttmante&a S t ú 1 k a óskast sumarlangt á heimili ná- Iægt Reykjavík. Upplýsingar á Frakkastíg 6 a uppi. Pétur Magnússon, yfírdómslögmaOur, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gfslason yflrrðttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og4- Simi 26 Bogl Brynjólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaOur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [uppil- Srifstofniími írá kl. 12— og 4—6 e. - Talsími 250 — Barátta hjartnanna Eftír E. A. Rowlands. 45 ---- Frh. Þeir höfðu ekki hizt eða kvaðzt, vinirnir, áður en Rupert fór. Þegar Chestermere lávarður og konahans komu tii Lundúna, frá Southamp- ton, urðu þau of sein til að ná í Featheistone. Hann var þá lagður af stað til Frakklands, áleiðis til Indlands. Og þeim hafði ekki auðnast að láta veslings móöur hans aðra hugg- un f té en að hvetja hana til aö vona og treysta því, að Rupert myndi koma heim aftur, miklu fyr en hún bjóst viö, — Já, en mun hann nokkurn tíma verða samur og jafn, og eins og hann áður var, hafði aumingja móðir hans sagt, kjökrandi. Móöir Filipps tók mjög vel á móti gömlu konunni, og var hún hjá henni í Chestermere-höllinni þegar Katrín og maður hennar komu þangað. •— Það er ekki þetta ferðalag soh- ar míns eingöngu, sem hryggir mig, þó hann hafi aldrei fyr verið . svona lengi í burtu frá mér, sagði hún enn fremur. En það er endur- minningin um hvað hann v a r, og hvað hann e r n ú. Ó, eg full- vissa yður um það, kæra frú Ches- termere, að mig grunaöi það altaf aö þessi viðbjóðslegi kvenmaður myndi eyðileggja alt líf Ruperts. Hún er alls ekki mensk manneskja. Eg hræöist hana. Hún var vön að hræða mig þegar hún var lítil telpa. Hún var svo undarleg, grimmúð- ug og — villimannaleg. Egreyndi alt, sem eg gat til aö fÖrða Rupert frá þessari óhamingju. Eg sagöi honum hver hún væri, lýsti henni fyrir honum áftur og aftur. En það stoðaði ekki neitt. Hanti vildi ekki heyra neitt misjafnt um hana. Og nú hefir hún gert útaf við hann, og eins mun hún gera við mig, að eg held, ef Rupert verður lengi að heiman, því eg er nú farin að eldast, og hann er eini sonurinn minn. Ó, kæri Chestermere lávarð- url Haldið þér að hann muni nokkurn tíma koma aftur? Þaö Ienti að síðustu algert á Katrínu að hugga gömlu konuna. Og svo vel tókst henni það, að þegar frú Featherstone fór aftur af stað heim til sín, voru tárin þorn- uð og hún farin að vona eftirsyni sínum heim aftur bráðlega. — Filipp skal skrifa honum, og fá hann til að koma heim til yðar aftur, hafði yngri frú Chestermere sagt við hana aö skilnaði, og maö- ur hennar lofaöi að hann skyldi ekki láta þaö bregðast aö skrifa Rupert. Hann hafði nú reyndar skrifaö þessum vini sfnum mörg bréf, að undanförnu, en þetta bréf, nú um jólin, var fyrsfa bréfið, sem hann hafði fengið frá Rupert, stðan hann lagði af stað. Það var hálf undarleg tilviljun, hugsaði Katrín roeð sjálfri sér, þegar hún opnaði umslagið utan um bréfið frá Edward Antrobus, að sami pósturinn, sem færði henni þaö, skyldi einnig koma með bréf frá Rupert. Og henni þótti vænt um að drengurinn skyldi hugsa til hennar, jafnt á sorgarstundum henn- ar og gleðistundum. Bréfið hljóðaði þannig: „Við erum nýkomin aftur til Englands, og eg er nýbúinn að frétta um missir þinn, og veikindi þin. Eg verð aö skrifa þér þessar línur, kæra Katrín, til þess að láta þig vita hvað mér feliur þetta þungt. Það hrygði mig að frétta lát móö- ur þinnar, hún var mér ætíð svo góð. En hvaö eg óska, að eg mætti koma og finna þig. Vilt þú lofa mér aö koma með konuna mína? Hana langar til að kynnast þér. Eg hefi sagt henni hversu miklir vinir mínir þú og móðir þín ætfö hafiö verið, og hana langar til að hún einnig mætti kalla þig vin- konu sína. Við eigum heima rétt hjá ykkur hér í Midiandshéraöinu. Eg hefi leigt mér hérbústað. Fðð- ur mínum Iíður miklu betur en eg bjóst við. Eg held honum þyki mjög vænt um Rósabellú. Hún er svo yndisleg, eins og þú veiit Leyfðu okkur að koma og heim- .sækja þig. Okkur þætti mjögmik- iö í þaö varið að ná vinfengi ykkar. Eg þarf að afljúka starfi, sem eg hefi með höndum, og þarf hjálp þína. Segðu Chestermere frá þessu, og þá vona eg að hann máske ieyfi okkur aö koma. Eg sendi þér bók í jólagjöf, og beztu óskir til ykkar allra. Eg er ávalt, kæra Katrín, þinn einlægur vinur. T e d d y.“ P. s. „Eg er mjög hamingju- samur.“ Katrín braut saman bréfið og lagði það frá sér. Hún lokaði aug- unum og hendur hennar titruðu. Henni fanst bréfið vera stílað í svo auðmjúkum bænarróm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.