Vísir


Vísir - 02.06.1916, Qupperneq 2

Vísir - 02.06.1916, Qupperneq 2
VlSlR VISIR A f g r e 1 ö s 1 a blaðsins á Hótei Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn tll viðtals frá kl. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Kolaeklan í Danmörku. Kolaeklan sverfir nú meir og meir að Dönum. Er það mjög ein- dregið brýnt fyrir mönnum, aö fara sparlega með alt elds- og ljósmeti. Götulýsingin hefir veriö minkuð að mun, og allar skrautlýsingar harð- iega bannaðar, einnig í Tivoli, svo að þar er nú dimt og dauft. Bannlögin Og löggæzlan. Bannlagabrotin virðast nú keyra svo úr hófi, að ekki er lengur unt að láta það með öllu liggja í þagn- argildi. Nærri daglega sjást metin meira og minna ölvaöir og jafnvel dauða- drukknir á gangi um götur bæjar- ins. stundum í hópum. Ber eink- um mikið á þessu þegar millilanda- skipin eru hér á ferð, eins og t. d. nú í síðustu viku. Það ber jafn- vel við aö ölvaöir menn sjást á gangi um göturnar með vínflöskur í hendinni. Virðast þeir ekki hafa mikinn beyg af lögreglunni, þvíað þeir sneiða alls ekki hjá fjölfarnari götum bæjarins, þar sem lögreglan er helzt á verði. En að ástandið skuli vera því- likt í sjálfum höfuðstaðnum, þrátt fyrir banniö, er ekki einungis Reykja- vík heldur landinu í heild sinni til hinnar mest vanvirðu, því að það sýnir hvorttveggja í senn, að Iands- menn viröa sín eigin lög að vett- ugi og að lögreglan hefir ekki mátt til að halda lögunum uppi. En þótt það sé illa fariö að bannlögin hafa ekki náð þeim til- gangi sínum að frelsa landið und- an áfengisbölinu, þá er hitt þó enn verra, aö óhlutvöndum mönnum, er virða iandslög að vettugi, skuli haldast uppi eö raka saman fé með vínsölu í trássi við lögin. En hvað á að gera ? Þaö verður að reyna að hindra að vínið sé flutt á land með því að i annsá||pkip, sem koma frá út- Iöndum eða setja vörð á þau. Því næst er að reyna að hafa hendur í hári þeirra manna, sem gera sér það aö atvinnu að selja vín. Ann- ars er það mikill galli á banniög- unum að þau leggja ekki þyngri refsingu við innflutningi áfengis, þegar lögbrjóturinn ætlar að selja það öðrum, heldur en þegar hann æilar að neyta þess sjálfur. Það ætti að varöa betrunarhúsvinnu að gera sér vínsölu að atvinnu. Og það þarf að leiða í lög þegar á næsta þingi. Fyr en það er gert verður ekki hægt að stemma stigu fyrir innfiutningi áfengis. En fyrst og fremst þarf að skerpa löggæzluna, ekki aðeins á þessu sviði heldur yfirleitt. Hægast mundi að vernda bannlögin í sambandi við tollgæzlu, og væntanlega verður þess ekkí langt að bíða að hún komist hér á. En þessar breytingar geta ekki komist á fyrri en á næsta þingi. Þangað til verður að bjargast við lögin, eins og þau eru úr garði gerð ,og þá iöggæzlu, sem við höf- um nú á að skipa. En mundi iögreglan ekki geta aðhafst meira en hún gerir nú, til | að vernda bannlögin ? Eg veit það vel að hún er fáliðuð og liefir í mörg horn að Iíta. En í vetur var samt nokkrum sinnum farið út í millilandaskipin og flutningaskip, er þau komu frá útlöndum og þau rannsökuð og fanst þá stundum ekki all-Iítið af víni, sem gert var uppfækt. En nú um hríð hefir þessa ekki heyrst getið, Og ekki verður maður þess var að iögregl- an skeyti því neitt þó að hún sjái I menn ölvaða á götum bæjarins, ef j þeir hafa ekki óspektir í frammi. Þó er hverjum manni, sem hittist ölvaöur skylt aö gera grein fyrir því fyrir dómara, hvernig hann hafi fengiö áfengið. Enda má ekki minna vera en að reynt sé að kom- ast fyrir, hvort þeir hafi fengiö vínið á lögmætan hátt. Eg komst áðan svo að orði að það yröi að bíða þings að fá lög- gæzlunni kipt í betra horf. En það er ekki alls kostar rétt. Það er á valdi bæjarstjórnarinnar að auka lögregluliöið og skerpa með því löggæzluna innanbæjar. En áður en eg lýk við þessar fáu línur verð eg enn að bera fram eina spurningu. Hvað gera templ- arar til aö vernda bannlögin? Af því fara litlar sögur, en samt getur vel verið að þeir séu ekki með öllu athafnalausir. Og þeim ætti að standa næst, auk lögreglunnar að stuöla að verndun bannlaganna, því f að þau eru þeirra verk. Gætu þeir I ekki gert meira í þessu efni en þeir gera nú? Að þessu sinni ætla eg ekki að fjölyrða frekar um þetta mál, en ef til vill gefst tækifæri til þess síðar. Jón Ásbjörnsson. Bretar á Yígveilinum ---- Frh. Eg þykist vita, að mér mundi verða hælt í Englandi, ef eg segði að enski herinn væri bezta orustu- vél í heimi, og að ekki geti hjá því farið að hann vinni algerðan og greypilegan sigur innan stundar. En þegar gagnrína á ástand hans verða menn að minnast þess, að enski herinn er til oröinn e f t i r að ófriðurinn hófst, en Þjóðverjar hafa haft fimtíu ár til undirbúnings. Það sem Englendingar hafa afrekað á þessum stutta tíma, það er aðdá- anlegt. Kitchener lávarður tók viö hermálaráðuneyti, sem lögmenn og stjórnmálamenn höfðu ráskað með til þess tíma, Og þaö var ekki að eins það, aö hann yrði að um mynda stofnun, sem hálft um hálft var orðin til almenns athiægis, hann varð að búa til risavaxinn her án annarar aðstoöar en frívilja þjóðar- innar. Til þess að koma því í framkvæmd, neytti hann amerískrar auglýsingaaðferðar. Hann þakti allar auglýsingatöflur í hinum sam- einuðu konungsríkjum með ráðn- ingaávörpum, ógnandi, biðjandi og grátbænandi. ÞaÖ var ekki gott til afspurnar mikillæti Breta — en hann gat þó á þennan hátt hóað samaii nógu mörgum mönnum í bráðina. Að áliðnu vori 1915 voru þessir uýju hermenn fluttir yfir sundið til vígvallarins, eftir sex mánaða æfingar, sem er viðlíka langur timi og ökumenn Svertingja þurfa til að temja múlasnana sfna. Flotastjórnin hafði búiö svo vel undir flutninginn, að sprengidufl eða kafbátar urðu ekki einu manns- lífi að grandi. ( nóvember 1915 var her Englendinga i Frakklandi orðinn talsvert á aðra miljón manna. En það var nýr her, sem átti enga reynslu að baki sér, engin gömul herfylkjanöfn til að tengja grindina saman. Allur sá her, sem England átti í upphafi ófriðarins, er nú horfinn. Nöfnum herfylkjanna hefir verið haldið, en liðsforingjarnir og her- mennirnir liggja á spítölunum eða í kirkjugörðunum. Tjón Englend- inga var afskaplegt í fyrstu. Her- fylki því, er kent er við Vestur-Kent hefir þannig þrisvar sinnum veriö gereytt. Af »Svörtu sveitinni* (Black watch) og mörgum öðrum her- fylkjum er ekki einn maður á Hfi. Og af fyrstu Canada-herfylkjun- T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifat. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. L.iufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. A!m. samk, sunnd. 8‘/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbanktnn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafii 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Sarnábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaöahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. find. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12 ; Ahn. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tanulækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. I audsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. 1. október vantar mig 4 herbergi ásamt eld- húsi. Tilboð sendist undirrituð- um hið bráðasta. Kjartan Thors. Þingholtsstr. 24. um er ekki annað eftir en nöfnin, / The Princess Patricias Light In- fantery, voru 1400 menn, þegar það kom til Frakklands — eftir eru einir 140. Ofurstinn, sem núna er, var óbreyttur hermaöur, þegar her- fylkið lagði af stað frá Quebec. Vélin, sem Englendingar hafa sett þarna saman, er þung í vöfum og hryktir í öllum samskeytura; en sá dagur mun koma, að hún heldur velli. Á brezku herstöðv- unum er meira unnið en nokkurs- staðar annarsstaðar í heiminum. Þær minna á landið umhverfis Panamaskuröinn, þegar þar var mest um að vera. Á öllum vegum þjóta Lundúnaflutningavagnar fram og aftur, stór, grá ferlíki þeysa til skotgrafanna með veöurbarða og hraustlega hermenn, en ekki föla skrifstofuþjóna innanborðs. Vistir eru fluttar á bifreiöum frá sjónum til vígstöðvanna, á járnbrautum eru að eins fiuttir menn og skotfæri. En mörg hundruð sjúkrabifreiðir flytja bióði drifinn farangur frá vígvellinum. [Framh.]

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.