Vísir - 03.06.1916, Page 2

Vísir - 03.06.1916, Page 2
VlSIR VISI R A í g r e 1 ö s 1 a biaðsins á Hólel Island er opin frá kl. 8—8 á hver}- um degi, Inngangur írá Vallarstrætl. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 3—4. Sími 400.- P. O. Box 367. Ófriðurinn Verdun. Við og við hafa verið að koma fregnir um, aö Þjóðverjar væru hættir sókninni hjá Verdun. En sannleikurinn er sá, að heita má að þar hafi verið látlaus sókn af þeirra hendi, síðan síðusiu dagana í febr. ryrst framan af unnu þeir nokkuð á, en lengst af hefir þar verið hjakk- að í sama fariö. Orimm áhlaup og gagnáhlaup sólarhringum saman, dag og nótt, meö fárra daga hvíld- um á milli. Hjá Verdun hafa orusturnar að- allega staðið um Dauösmannshæð- ina og 304. hæðina. Einkum hafa blóöugar orustur stabið um 304. hæðina. Snemma í maí er skýrt frá því í þýzkum blöðum, að þýzki herinn hafi tekið þessa hæð og mikið látið af þeim sigri. En í frönskum til- kynningum er þess hvergi getið. í franskri tilkynningu frá 19. maí er komist svo að orði: Á vinstri bakka Meusefljótsins hófu ovinirnir ókafa stórskotahríð í, gærmorgun og seinna um daginn, um kl. 5, gerðu þeir ákaft fótgönguliðsáhlaup á stöðvar vorar í Avocourtskóginum og á 304. hæðínni, en voru stöðv aðir meö vélbyssnaskothríð. f þýzkri tilkynningu frá sama degi er sagt: Endurtekið áhlaup óvinanna á 304. hæðina var brotið á bak aftur og biðu þeir mikið manntjón. Hér veröur ekki skorið úr því, hvort Frakkar eða Þjóðverjar hafa hæð þessa á vaidi sínu. Vera má að Frakkar séu sunnan í hæðinni en Þjóðv. norðan í henni og að þeir hafi þá barist um toppinn í heilan mánuð. í ensku bl. 27. f. m. er sagt frá því að 19 járnbrautarlestir hlaönar af líkum þýzkra hermanna, sem faliið hafi í orustum í grend við 304, hæðina, hafi komið til borgarinnar Saraing og er fregn sú höfð eftir símskeytum frá HoIIandi. Herforingjaskiti hafa oröið hjá Frökkum viö Verd- un, eftir því sem þýzk blöð segja. Hefir Petain látið af herstjórn þar en við tekið Nivelle hershöfði; Nivelie þessi er að sögn náinn vinur Joffres, og er úr stórskotaliði Frakka, Gizka þýzk blöð á að Frakkar ætli að hefja sökn einhvers- staðar annarsstaðar, og að Petain eigi að stýra henni. Á ítölsku vígstöðvunum hófu Austurríkismenn ákafa sókn um miðjan rnaímánuði, Hafa þeir unnið þar allmikið á. Segja ítalir að þeir muni hafa ætlað sér að kljúfa fylkingar þeirra. en það hefir ekki tekist, ítalir hafa haidið und- an og er nú á köflum barist á þeirra landi, en áður voru vígstöðv- arnar alstaðar í landi Austurríkis- A Balkan hefir ekkert verið aöhafst um lang- an tíma, þangað til þessa síðustu daga, að Búlgarar óðu inn í Grikk- Iand. Én í þýzkum blööum er það talið víst, að bandamenn séu að undirbúa sókn frá Saloniki. Er sagt að Serbastjórn hóti aö fara að semja sérfrið, ef ekkert verði gert til að teka óvinina út úr landi þeirra. ,Sjötíu ár nægja*. Alþektur bóksali í Vien, Ig- nats Brand að nafni, forstöðu- maður »Pjóðbókaverslunar« jafn- aðarmanna, fyrirfór sér nýlega, á þann hátt, að hann kastaði sér í Gmundenvatnið. Daginn sem hann fyrirfór sér hafði hann skrif- að vini sínum bréf, þar sem hann gerir grein fyrir því hvers vegna hann hafi gert þetta. Bréfið er á þessa leið: »Pér munið það vafalaust að eg hefi fyrir mörgum árum kom- ist á þá skoðun, að menn ættu ekki að verða eldri en sjötíu ára, vegna þess að eftir það eru þeir til einskis nýtir. Með þetta fyrir augum hætti eg verslunar- störfum mínum, þegar eg var65 ára og ætlaði mér að lifa 5 ár í ró og næði. í októbermánuði 1909 siepti eg stöðu minni í Þjóð- bókaversluninni, og í okt. 1914 ætlaði eg að »lála það taka enda«. En þá kom ófriðurinn. Enginn vissi hvað verða mundi, hvort óvinirnir myndu ekki með ofur- efli liðs vaða inn í landið alla leið inn í okkar hérað. Umhyggja fyrir skylduliði mínu aftraði mér frá því að framkvæma fyrirætlun mína, og er eg líklega einn af sárfáum, ef ekki sá eini, sem gegn vilja sfnum hefir orðið langlífari vegna ófriðarins. Nú má gera ráð fyrir því, að ekki muni til þess koma, að Rússar brjótist inn í landið, og þegar eg nú kveð lífið, þá er eg mér þess meðvitandi að eg um leið losa heiminn við einn gagns- lausan matsvelg. Læknir einn, sem er góður vinur minn, hefir sagt mér að líkamlegt ástand mitt gefi allar vonir um að eg gæti náð hárri elli. En eg œtla að ganga úr vegi fyrir þessari háu elli, sem hefir í för með sér svo marg- vísleg óþægindi, sem þegar eru farin að gera vart við sig. Þess vegna fór eg hingað til þess í ró og næði að skrifa bréf þau sem eg varð að skrifa, og síðan | að sökkva mér í vatnið þar sem það er dýpst. Eg tek tvo fjórð- unga af járni með mér til þess að vera viss um að koma ekki * upp aftur. Nákvæmleg á sama tíma ársins urðum við samferða yfir vatnið fyrir mörgum árum; við komum frá Gmunden, fórum tii Ebenvatns og þaðan fórum ' við um Kreh við Langbathvatn- ið til Attervatnsins. Og lifið þér nú heilir. Skilið kveðju minni til félagsbræðranna og minnist með hlýleika yðar gamia Ignats Brand«. Jómsvíkingar Það var víðfrægt áður, er Jóms- víkingar herjuðu í Noreg, Biðu þeir þar hinn mesta ósigur. Nú mun íslendingum og þykja tíðind- um sæta, er landi vor einn hefir h erjað f Iandi Jómsvíkinga og hrós- ar fullum sigri. Þessi maður er Pétur Jónsson. Hann er einn hinn kunnasti íslenzkur víkingur í nýjum súl. Eggert söngmaður Stefánsson sagöi mér að hann hefði heyrt kennara Péturs miklast af því að hann hefði gert úr honum mesta »tenor« í Þýzkalandi. Og víst er um það, að Pétri hefir gengið mjög vel. Haun hefir nú veriö tvö ár í Kiel, og verður þar eitt ár enn. Fyrra árið var honum geröur ýmislegur tálmi, en þegar hann fékk ioks kost á að reyna sig, þá «kom hann, sá og sigraöi*. Og svo var sigur hans fullkominn, aö seinni veturinn hefir hann sungið 30 hlutverk, þar á meðal flest hin þektustu og erfiðustu. Og nú hefir hann fengiö mörg biðilsbréf frá leikhúsum í Þýzkalandi, þar á með- al frá Frankfurt am Main og frá Breslau, hvort öðru betra. Það má því veta Reykvíkingum óttalaust að T I L M I N N 1 S: Baðhúsið opið v. (i. 8-8, Id.kv. tii i! Borgarst.skrifii. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæiarfóg.skrifst, Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, l.nufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M, Aisn. sarnk. sunnd. 8'/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsb'anksnn 10-3, Bankastjórn tii við- tals 10-12 Landsbókasain 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssinifnn opinn v. d. daglangt (8-0) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrúgripasafnið opið P/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðln 12-2 og 4-6. Síjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v, d. VifilsstaðahæHð. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fnid. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætí 12 i Aim. iækningar á þriðjud. og föstnd. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2-3. L. audsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. viöurkenna söng Péturs, enda er nú þegar selt fyrir fram fult hús í tvö söngkvöld, Slíkir gestir etu góðir. B. J. f. V. JUUJ feævm. —o— Kaupmaður einn í Budapest átti allmikið af kventreyjum, sem ekki gengu út. Hann færði verðið nið- nr í 5 kr. úr 12, en það dugði ekkert, enginn viídi við þeím líta. Loks segir hann við ritara sinn: Skrifiö þér viðskiftavini okkar í Maramaros bréf og segið honum að við sendum honum eina tylft af kventreyjum á 6 kr. = sjötíu og tvær krónur. Við þykjumst vissir um að hann vilji halda þeim, Rit- ariun leit undrandi á húsbónda sinn. Verðiö hefir verið sett niður í 5 krónur, — Þér eruð dálítið tor- næmur, sagði húsbóndinn; þegar við búum um treyjurnar þá send- um við af vangá 14 í staöinn fyrir 12. Skiljið þér? — Nei. — Farið þér þá og kaupið yður meira vit. Eg hefi sagt yöur það hundrað S'nnum að beinasti vegurinn er bestur. Sjáiö þér nú til, ef eg sendi honura 12 Ireyjur á 5 kr. þásend- ir hann þær aftur, En ef eg reikna honum þær á 6 kr., en sendi »af vangá« 14, þá heldur hann að þar gefist sér lækifæri til að græða á klaufaskap þessa stóra verzlunar- húss og hann kaupir allar treyj- urnar. Takið þér nú ritblýið. 14 treyjur á 5 kr. = 70 kr., og það óvíst að hann taki þær. En við get- um fengið 72 kr. fyrir 12 treyjur á 6 kr. Og þá er áreiðanlegt að hann tekur þær. Skiljið þér það nú? Treyjurnar voru nú sendar 14, en í bréfinu sem sent var með þeitn voru þær taldar aðeins 12. Nokkr- um dögum síöar fekk kaupm. 12 treyjur endursendar (2 höföu oröið eftir) og mjög vinsamlegt bréf á þessa leið : Eg hefi meðtekið heiðrað bréf yðar, en geri ekki ráö fyrir að geta selt treyjurnar hér og endur- sendi þær allar tólf og vænti að fá að njóta vinsamlegrar ásjár yðar framvegis--------«.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.