Vísir - 03.06.1916, Page 3

Vísir - 03.06.1916, Page 3
VfSIR Drengir á fermingar- aldri og sttílkur óskasi iil Siglufjarðar í sumar. Agæi kjör. — Ferðakostnaður bórgaður. — Su5\otissotv. Bergstaðastræti 9. Heima 6—9 næstu daga. Stúlkur sem hafa ráðið sig, og talað við mig um sfldarvinnu ó Siglufirði geri svo vel að koma í kveld kl. 8—10 til þess að gera fullnaðarsamninga. Ef iil vill geta nokkrar fleiri komist að. SIGURÐUR ÞORSTEINSSON, Bókhlöðustíg 7. 4 duglegir sjómeim og 2 stúlkur geta fengið ágæta atvinnu við fisk- og síldarveiðar á Austfjörðum. Hátt kaup og ennfremur prócentur af hverri tunnu síldar sem afiast. Verða aö fara með Gullfossi 3. þ. m. Upplýsingar hjá H.f. Timbur & Eolaversluninni Reykjavík Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz. 1916. CAIEIE PEKFECTION eru bestu, léttustu, einföldustu og ódýrustu báta- og verksmiðju mótorar sem hingað flytjast. Vanalegar stærðir frá 2—30 hk. Verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2—2V2 hk. • vi Mótorarnir eru knúðir með steinolíu, q JllPSMn! settir á stað með bensíni, kveikt með ‘WmW I m öruggri rafmagnskveikju, sem þolir vatn. | Verksmiðjan smíðar einnig Ijósgasmótora ff Aðalumboðsmaður á íslandi: O. Eliingsen. IBffÐ. 5 — 6 herbergi, helst nálœgt miðbænum, óskast til leigu 1. október n. k. R. P. Leví Sendisveinn óskast nú þegarí Nýhofn. | LÖGMENN J | VATRYGG8MGAR j Pétur Magnússon, yflrdómstögmaOur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Vátryggið tafarlaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboösm. G. Gfslason Oddur Qíslason yflrréttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegf 22. Venjulega heima k). 11-12 og4- Sími 26 Det kgl. octr, Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nlelsen. Bogl Brynjólfsson yflrróttarmálaflutnlngsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Siifslofutími frákl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 47 ---- Frh. Hann fann til — og þó ekki eins sárt og átakanlega eins og síö- ar átti fram aö koma — þeirra kvala, sem Rupert hlaut að hafa fengið að finna til í útlegðinni þegar fréttin um giftingu Rósabellu hafði borist honum. Maður Rósabellu var hvorki gamall né reyndur, en þó var hann nú viss um að Katrfn Forber hafði aldrei boriö annað en systurlegt vinarþel til hans, og að hún hafði ekki gifzt Chestermere í hagnaðar- skyni, eins og hann hafði fyrst ímyndað sér, heldur af sannri ást. Rósabella hafði á einu auga- bragði orðið vör við hvaða álit Edward Antrobus haföi á þessu hjónabandi, og ráðið við sig hvern- ig hún skyldi hagnýta sér kringum- stæðurnar. Og um leiö og hún varð þess ðskynja að Edward ekki aðeins unni Katrfnu, heldur jafnframt að hún hafði hann í miklu afhaldi, varð hann, í augum Rósabellu, enn nauð- synlegra verkfæri fyrir hana til þess aö nota viö íramkvæmdir fyriræti- ana sinna. Hún brosti meö sjálfri sér þegar hún hugleiddi þetta og fastréð að láta ekki tækifærið ganga sér úr greipum. — Það verður hægt að hafa not af honum, sagði hún, og svo bætti hún við, með vanalegri skarpskygni: Ást unglinganna á sér sjaldan djúp- ar rætur. Það er oftast hægt að fá hana öðruin í hendur. { fyrstu hafði hún nú ekki nein- ar fastákveðnar fyrirætlanir houum viðvíkjandi. Það myndi lagast í hendi, smám saman. Það er naumast þörf á að taka það fram, að meðvitundin um að það væri Katrín, sem hinn ungi maður var ástfanginn af, var nægi- legt til að margfalda gremju Rósa- bellu gagnvart henni, og styrkja öll þau áform sem hún nú hafði á prjónunum og ætlaði sér að koma í framkvæmd. í höndum hennar var hinn ungi maður vel meöfærilegt verkfæri, sem hún hafði hina mestu skömm á. Rósabella þekti vald sittyfirhon- um til fullnustu, og vissi hversu auðveldlega hún gæti leitt hann hvert sem hún óskaöi. — Hann elskar hana, sagöi hún. Hann skal tilbiðja mig! Eg skal láta hann gleyma henni fyrir fult og alt. Og þessi spádómur hennar rætt- ist bráðum. En það kom ekki til af þvf að Edward væri ótryggur að náttúru- fari, eða svo breytingagjarn, heidur af því að hann var ungur og hé- gómagjarn. Hann var þar aðauki mjög trúgjarn, eins og ógáfuðum mönnum er títt, og mjög við- kvæmur í lund. Umhyggja Rósabellu fyrir hon- uro varð honum ekki eingöngu til hugahægðar, heldur endurvakti hún hinar sælustu vonir í hjarta hans, sém hann gaf sig algerlegaá vald. Smátt og smát jukust áhrifin og mynd Katrínar varð daufari og dauf- ari í huga hans. Áhrif Rósabellu létu sér ekki til skammar verða og fegurð hennar og töfravald fékk al- gerlega yfirhöndina, svo að á gift- ingardegi þeirra játaði Edward það hreinskilnislega fyrir sjálfum sér að hann elskaði hana á þann hátt, sem hann aldrei hefði getað elskað Katrínu. Rósabella hafði séð þetta íhendi sér, og henni féll það vel í geð. Hégómagirni hennar var fullnægt. Hún hafði ætlað sér að slíta hann, þennan ungling, frá Katrínu, og henni hafði tekist það. En hún hafði áunnið meira en þetta. Hún haföi ásett sér að skaða og skaprauna Chestermere, og hún vissi að í hinni nýju stöðu sinni fengi hún mikiu betra tækifæri til að koma þeim fyrirætlunum sfnum í framkvæmd. Mann sinn ætlaði hún að nota i því augnamiði. — Þetta byrjar nú ákjósanlega, hugsaði hún með sjálfri sér, þegar hún frétti að Rupert væri farinn til Indlands. Það mun hryggja hann, sagði hún, mjög ánægð, við sjálfa sig, og átti hún þar við Chester- mere lávarð. Hún þekti karlmennina svo vel. Þegar þeir elskuðu alvarlega, ann- aðhvort vini eða vandamenn, þá tók það þá jafnan sárt ef ástvinir þeirra urðu fyrir einhverri ógæfu. Chestermere hafði einiæglega elskað Rupert, og þess vegna myndi hann nú finna sárt til hans vegna. Á hana sjálfa höfðu tilfinningar Ruperts engin áhrif. Hún hafði verið ákaflega Ieið á honum. M

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.