Vísir - 05.06.1916, Page 2

Vísir - 05.06.1916, Page 2
VfSlR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá VaflarstrætJ. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórfnn tll viðtals frá kl. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 367. Minningarorð um Skúla Thoroddsers er Bjarni Jónssoti frá Vogi flutti á heimili hans, er hann var jarðaður. Skúli heitinn mæltist til þess, að einhver samverkamanna sinna taiaði hér nokkur orð. Þess vegna hefi eg orðið til þess, að fiytja honum hér stutta kveðju, en ekki á það að vera nein ræða, er fullnægi minn- ing svo merkilegs manns. Fyrst vil eg minna á það, að rétturinn er hið eina vopn lítil- magnans. Svo er innaniands um hinar fátækari stéttir og konuna fram til síðustu tíma. Svo er og um þjóðina í viðskiftum hennar við aðrar þjóðar, — hún er lítiimagni og rétturinn hennar eina vopn. Þess ber því jafnan að gæta um stjórnmálatnenn, hversu fast þeir halda á réttinum. Skúli heitinn hélt allra manna fastast á honum. Hann var sjálf- sagöur talsmaður þeirra stétta, sem lotið hafa í lægra haldi, því að honum var réttlæfiskendin ríkust í skapi og hann var auk þess brjóst- góður maður. — Eins og menn vifa, höfðu hér í landi viðgengist þau rangindi, að mæður vorar máttu ekkert atkvæði eiga um þau i mál, er vér karlmenn þóttumst sjálfkjörnir herrar yfir. Frá því er Skúli hóf stjórnmálastarf sitt fyrir meira en 20 árum, barðist hann fyrir þvi, aö fá slík rangindi af- nurnin, og lét ekki af fyrr en fram gekk málið. Munu konur viöur- kenna það í dag og þó meirsíðar. Sömu lyndiseinkunnir skipuðuhon- um og í fremstu röð þeirra manna, er heimta fullan rétt landsins. Hélt og þar til að frelsisást var mjög rík f huga hans og vildi hann sjálf- ur vera frjáls maður og vildi þjóð sína frjálsa fremur öllu. Kom þar fram forníslenzk höfðingjalund, sem vonandi verður hér almenn er þjóö- in réttir betur viö eftir þær sorta- aldir, sem yfir hana hafa gengið. Hugsjónir æskunnar, áhugi og atorka þroskaaldursins og seigla og staðfesta fullorðinsáranna og öll löngun mannsins hneig aö þessu. Hann hóf stjórnmálastarf sitt meö miklum vonum íslandi til handa og kröfum um viðurkenning á rétti þess og hin síðustu ár voru von- irnar eigi minni og atgangur hans jafnharður. »Hans hið síðsta högg- ið var hinu fyrsta ei minna«. En allir vita að Skúli heitinn átti við mikla mótstöðu að stríöa og margskonar erfiðleika. Er öll- um stjórnmálamönnum þeim, er í þungti stríði standa, nauösynlegt að eiga einhvern friðaðan blett á jarðríki, og Skúli átti hann hér á heimili sínu. Þvi að konan var honum eigi síður trúr samverka- maður og skjaldberi, en húsfreyja. Hér gat hann hvílst eftir stríðið og safnað nýjum þrótti. Eg fiyt Skúla nú kveðju vora, samverkamanna hans, með þakk- læti fyrir starf hans og eigi síður • óhvikulan vilja hans til að ná því, ! sem eigi átti fram að ganga um I hans daga, og fyrir samvinnuna. j Og eg treysti því, að þessa kveðju megi eg flytja í nafni allra sam- verkamanna hans, hvort sem þeir voru mótstöðumenn hans eða sam- herjar. Þótt eg hefði þann málsins mátt, sem með þarf, mundi eg þó eigi freista að lýsa því, hvernig um- horfs er í hug hinna nánustu ást- vina hins látna, því að eg vil einskis manns harma ýfa með orðum min- um. En eins verður þó að geta, sem eg veit að er rétt. Við hlið- ina á eðlilegum söknuöi eftir ná- kominn ástvin og mikinn mann, munu þar vaka margar fagrar end- urminningar frá liðnum tímum, því að Skúli heitinn var ástríkur eigin- maður og faðir. Og það veit eg, aö þakklætiö mun vera jafnríkt í hug þeirra sem sorgin. Mun það fylgja sögu Skúla, að á heimilinu hafi allir verið samhentir, húsfreyj- an og bóndinn, börnin og faðirinn. Að síðustu flyt eg Skúla, hinum merkasta stjórnmálamanni á síðari árum, kveöju og þakklæti íslands Hefi eg sett þá kveðju í ferskeytl- ur: Vorið bjart er brosti storð, bjóstu þig til ferða. Má nú ei þitt máttarorð mér að liöi veröa. Bergmál hugum ungum í eldinn mun þó glæða, svo að kynslóð síðar ný sárin megi græöa. Þegar sólin lýsir lönd lifnar vorsins kliöur, stirðnuð er þín hrausta hönd, hjörinn faliinn niöur. Sjónin hvassa sofnuð er, sú er glegst mér þótti. Grípur hvast um huga mér harmur sár og ótti. Horfi eg yfir hópinn minn hræöslu og vonar milli, hver skal sitja sessinn þinn sá er skarðið fylli. Vonaprúður, viljaskír vanstu að frelsi mínu, þakkar ylur er því hlýr yfir kumli þínu. Bretar á vígveiiinum ---- Frh. Það hefir verið sagt, að her- mönnum sé gefið áfengi á und- an byssustingjabardögum. Eng- lendingar fái romm og Frakkar absinth. En í því er engin hæfa. Absinth er algerlega bannað, og Bretarnir fá að eins einn pela af rommi, þegar þeir hafa staðið heila nótt á verði, í vatni og for upp að knjám. Sá skamtur er þeim veittur að ráði mikilsmet- inna lækna. Og eg legg heldur ekki mikinn trúnað á það, að Þjóðverjar gefi sínum hermönn- um áfengi áður en þeir gera á- hlaup. í bardögum er mest um vert að vera kaldur og rólegur en áfengið mundi verka öfugt. Breskum hermönnum er bann- að að drekka ósoðið eða ósíjað vatn. Hvert herfylki hefir tvo vatnsvagna sem útbúnir eru með tækjum til að hreinsa vatnið. — Versti óvinur hersveitanna frá fornu fari, blóðkreppusóttin, er horfin og sömuleis taugaveikin- Þá eru hinar stóru karból- og kalkdælur samdælt er meðrotn- unarverjandi efnum yfir líkin á milli skotgrafanna, ekki þýðing- ar minni fyrir heilbrigðisástandið. Þær eru látnar starfa á nóttunni. Biddaraliðið héfir minna gildi í þessum ófriði en áður. Skot- fœrin eru flutt á bifreiðum á víg- völlinn, sjúkravögnum er ekið með bensíni og flugmennirnir njósna. — En hestarnir eru nú samt ómissandi, því að án þeirra væri ómögulegt að flytja fallbyss- urnar fram og aftur á vígvellin- um, enn hefir ekki sú bifreið verið búin til, sem ekið verður um holt og móa. — Það er er- fitt að afla hestanna, en altaf verður að fá nýja og nýja. Að meðaliali lifa hestarnir ekki leng- ur en 10 til lödaga á vígvellin- um. Þess vegna er nú í fyrsta sinni í sögu (styrjaldanna farið eins vel með hestana eins og mennina. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 1! Borgarst.skriföt. t brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. A!m. samk, sunnd. 8‘/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tfmi kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminp opinn v. d, daglangt (8-0) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, stmnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjómarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætf 12: • Ahn. lækningar á þriðjud. og fðstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á tr.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Fatabúði n í Hafnarstræli 18. Sími 269. Nýkomnar Regnkápur og Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn. Einnig margt fleira. ? Svo segir gömul þula: Af því að fjöðrina vantaði, fór skeifan undan, af því að skeifan fór undan féil hesturinn, af því að hesturinn féll, var riddarinn tek- inn til fanga og af því að riddarinn var tekinn tii fanga tapaðist orustan. Dýralækna- deildin brezka sér um að engin orusta tapist vegna þess að hesta vanti eða skeifur undir þá. í dýralæknadeildinni eru 700 for- ingjar og 8000 hermenn og hafa þeir ekkert annað að gera en að annast um hestana. Fyrsta mán- uð ófriðaríns voru 81 þúsund hestar undir læknishendi og af þeim urðu 47 þúsund albata og voru sendir aftur til vígvallarins. Hestaspítalar eru margir með- fram herstöðvunum og eru þeir undir yfirumsjón hertogans frá Portlandi og jarlsins frá Lons- dale. En þeir eru faldir beztir hestamenn á öllu Englandi. Svo sem sjá má, hafa Þjóðverjar ekki neinn einkarétt á því að fram- fylgja fast föstum reglum. Hag- sýni Breta hefir í ófriði þessum, eins og svo off áður, getið sér : ódauðlegan orðstýr. Og fyr eða síðar verður það hún, sem ber j sigur af hólmi. Frh.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.