Vísir - 06.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 06.06.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR Afgrelðsla blaðsíns á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrætl. Skrífstofa á sarna stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 3-4. Simi 400.— P. O. Box 367. Þjóðarskömm. —o— Það er undarlegt, en það er samt satt, að áfengisnautnin er nú að gera íslendinga að skrælingjum i augum annara þjóða manna, sem hingað koma. Það er undarlegt, vegna þess aö hér er bannaður innflutningur á víni, en stafar af því, eða þeim örðugleikum, sem orðnir eru á því að fá vín í landi. Það fyrsta þjóðareinkenni, sem ókunnugir menn, sem hingað koma á skiputn, verða varir við hjá ís- lendingum, er áfengisgrœðgin. Strax á fyrstu höfninni, sem skipið kemur á, drífur bátana að skipinu, tugum saman, og upp úr þeim koma mentiirnir á handahlaupum upp stigann, augun standa á stilkum af áfergi, og þeii ganga á milli far- þeganna, þó að þeir þekki þá ekki í sjón og biðja þá og grátbæna að vera sér hjálplegir með að fá vín hjá brytanum. Því að brytarnir selja ekki hverjum sem hafa vill — þora það ekki. En varan er æði mikið ódýrari um borð ískipunum en hjá »stórkaupmönnunum« í landi. En svo tekur ekki betra viö. — Á hverri höfn, sem skipið kemur á, bætist 'fjöldi farþega við til næstu hafnar. Og skipið er ekki fyrkom- ið út úr höfninni, en fylliríið byrj- ar. — Nótt og dag eru ólætin svo mikil, að enginn getur notið næðis í farrýmunum. Heilar nætur líða svo að enginn getur sofið. Þetta ástand er alveg óþolandi. Og ef ekki er hægt að bæta úr því á annan hátt, þá ættu heiðarlegir menn, sem á ferð eru meö skip- unum, að gera sér það að skyldu, að birta nöfn þeirra manna, sem , þannig haga sér. — Annars furðar rriig mjög á því, ef skipstjórar eru ekki skyldugir til að halda uppi betri reglu á skipum sínum en svo að þetta geti átt sér stað. Eg veit ekki hvort menn gera sér þaö ljóst, hverja þýðingu þetta geti haft fyrir þjóðina út á við — Það er óhjákvæmilegt, að skrælingja- orð Ieggist á þjóðina, og af því leiðir að hún tapar öllu trausti annara þjóða. Og — því miður — þetta á ÓDÍR STEINOLÍ fæst • hvergi, en ódýrust þó, sem ávalt fyr í Versl. VON Send kaupendum heiml Limonade & Sódavatn frá Gosdrykkjaverksmiðju Seyðisfjarðar er best. Fæst í versl. VON. sér ekki stað aðeins hér heima á milli hafna. Á ferðunum milli landakveður einnig mikið að drykkju- skapnum oft og einatf. Sannleikurinn er sá, að það á- stand sem nú er getur orðið þjóð- inni afarhættulegt ef ekkert er að gert. En svo virðist sem árar hafi verið lagðar í bát um alt eftirlit með þessu. — En . svo búið má ekki sfanda. Þetta mál þolir enga bið. Það má breyta bannlögunum á næsta þingi og skerpa hegningarákvæðin, en svo búið má ekki standa til þess tíma. Og fyrst og fremst verða menn að gera sér ljóst, að ástandið er sannkölluð þjóðarskömm, eins og það er nú. B. D. Bretar á vígvellmum ------ Frh. Oft er spurt um það, hvernig á því geti staöið, að herlína Breta sé svo stutt, í samanburði við herlfnu Frakka og Belga, þarsem Bretar hafi þó eina miljón hermanna á víg- vellinum. En menn veröa aö gæta þess, að í enska hernum eru ný- liðar einir. Frönsku hermennirnir hafa allir haft þriggja ára undir- búning. í öðru lagi verða menn að minnast þess, að svæði það sem Bretar eiga að verja* er ein flat- neskja, og því miklu verra aðstöðu þar. Loks eru skotgrafir Breta í leiðinni þegar halda á til borganna við sundið, en það er alkunnugt, aö ákvörðunarstaöur Þjóðverja á vesturvígstöðvunum er Calais. Þó að brezku vígstöðvarnar séu stuttar þá hafa þar staðið tryltustu orust- urnar, sem háðar hafa verið í ó- friðnum, og þegar Þjóðverjar hafa fundið upp einhverja nýlundu — eins og t. d. eiturgasið — þá meiga i. menn eiga það víst, að það verða Bretar, sem fyrstir fá að finna smjör- þefinn af henni. Fyrsta orustan, þar sem eiturgas var notað og sem máli skifti, var orustan hjá Ypres, sem stóð yfir frá 20. apríl til 13. maí 1915. Með hjálp eiturgasins lá við sjálft að Þjóðverjum tækist að brjótast í gegn um herlfnu bandamanna, og þeim hefði tekist það, ef hersveitirnar frá Kanada hefðu ekki barist þar eins og hetjur. Stórskotahríð Þjóðverja á Ypres byrjaði 20. apríl, og sprengikúlun- um rigndi svo þétt yfir þennan gamla, fagra bæ, að eftir 2 daga stóð þar ekki steinn yfir steini. — Á sjö rasta svæði, norðan við borg- ina, voru þá nýlendumenn Frakka frá Algier og Senagatl og nokkur herfylki úr her Frakka. Síðla dags hinn 22. apríl sáii framverðirnir, er gægðust upp úr skotgröfunum undarlega sýn. Langt úti á slétt- unni sást stór gulgrænn þokumökk- ur, sem vindurinn flutti óðfluga nær. Hann nálgaðist skotgrafirnar með líkum hraða og hestur á brokki. Mökkurinn geysaði yfir sléttuna óviðráðanlega eins og forlögin væru T I L M I N N IS: Baðhúsið opiö v. d. 8-8. ld.kv. til 11 Borgarst.sknt.ii. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. A'm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúragripasafniö opið l1/."21/. siöd. Pósthúsið opiö v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2-3. nch'é'irVr kl. 10—2 og 5—6. ' }tÆ\tfs<Æ\ft í fiöskum og dósum, besta teg., í "vetst "0 6 JL. Hafratnjölið besta fœst í Versl. VON á férðinni. Það sem gerðist á bak við hann var hulið sjónum fram- varðanna. En þar sem mökkurinn fór yfir, sviðnaði aliur gróður, eins og sina í eldi. Hönd dauðans var í för- inni. Enginn af framvörðunum hafði hugmynd um hvað þetta var eða hvaðan það kom. Brátt var það aðeins í hundraö metra fjar- lægö frá frönsku stöðvunum . . . þá fimtíu . . . þrjátíu . . . tíu . . og alt í einu lagðist mökkurinn yfir alt. Frh. Prentvilla hefir slæðst inn í greinina «Bygging borgarinnar*. Á 4. síðu 1. d. stendur að Tryggvi Gunnarsson sé hinn eini smekk- maður «sem lifað hefir hér í bæ og skift sér af byggingum bæjarins, en á að vera: »skift sér af bygg- ingu bæjarins. Hitt getur mis- skilist, því auðvitað hafa einstakir menn reist hér laglegar byggingar, sem prýða bæinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.