Vísir - 08.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 08.06.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e 1 ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á iiverj- urn degi. Inngangur frá Vallarstrætl. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 3-4. Síml 400.— P. O. Box 367. Vísir hefir orðiö fyrir illyrðum miklum frá nokkrum mönnum út af hásetaverkfallinu. Hann kippir sér Iftt upp við það. Hann hefir flutt hógvært skrifaða grein um af- leiðingar verkfallsins (eftir »Kunu uganne), sem að vísu bar það með sér að höfundurinn var andvígur verkfallsmönnum. En blaðið íluíti einnig greinar frá vinum verkfalls- manna og hefði fúslega flutí fleiri hógværar greinar um málið frá þeirra sjónarmiði, ef þess hefði veriö leitað. Það hefir því alls enga hlutdrægni sýnt í því efni. Á einni grein, Fyrstu greininni, sem um málið kom, verður blaðið sjálfsagt að taka alia ábyrgð. í þeirri grein var því haldið fram að gá- lauslega hefði verið af stað farið með verkfallið og það hafið að öþörfu, að því er virtist. Leiðtogar verkamanna verða, hvort sem þeim líkar það betur eöa ver, að taka á sig bróðurpartinn af á- byrgðinni á verkfallinu, einnig þeir, sem aðeíns hafa orðið við t i I m æ 1 u m umað leiðbeinaþeim. — Það var því eðlilegt, að þeir sem álitu að hér væri gálauslega aðfarið og 'góðu m á 1 i s'to f n- a ð í v o ð a, beindu ekki sízt ásök- unum til leiðtoganna. En á því þarf engan að furða, þó að þeir bregðist illa við, að minsta kosti þeir af leiðtogunum, sem hafa ætl- aö að nota verkamannahreyfinguna sem lyftistöng fyrir sjálfa sig. Nú skal reynt að leiða rök að því, að gálauslega hafi verið af stað farið með verkfallið, þó að saga þess ætti rannar að vera fullkomin sönnun fyrir því. Það hefir viðgengist æöi lengi, að hásetar hafa fengið lifur sem uppbót á kaupi| — Sumir útgerð- armenn segja að þeir hafi fengið lifrarveröiö sem »premíu«, en há- setar segjast hafa fengið lifrina til eignar. — Hvort réttara er skiftir ekki máli. Þegar um slíka ráðningasamninga er að ræða, geturhvor aðilinn sem er heimfað breytingar, og þó að útgerðarmenn hafi áöur Iátið háseta fá lifrina til eignar, þá liggur í Drekkið CARLSBERG Porter Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fás alstaðar Aðaiumboð fyrir ísland Nathan & Olsen ÍÍÍB iviORIt CAR15BERC StWE augum uppi að þeir eru ekki bundnir við það um aldur og æfi. Þeir hafa altaf rétt til að breyta ráðn- ingakjörunum, og hásetarnir hafa þá auðvitað líka rétt til að hafna þeim kjörum, sem f boði eru. Meöan eignarrétturinn er viður- kendur, eins og verkfallsmenn ó- neitanlega halda fram eignarrétti há- seta á lifrinni, þá liggur í augum uppi, að útgerðarmenn hafa fullan siðferðislegan rétt, eins og þeir hafa lagalegan rétt, til að ráöstafa skip- um sínum og til að ákveða með hvaöa kjörum þeir vilja ráða há- seta. — Þegar verkfallsmenn tala um aö útgerðarmenn »steli« lifrinni af hásetunum, þá eru þaö þvívan- hugsuð reiðiorð. Þegar iifrin hækk- aði í verði, hðfðu útgerðarmenn að sjálfsögöu rétt til aö draga hana undir sig, en þá var líka sjálfsagt að hásetar heimtuðu hærra kaup, eða fengju þann skaða bættan á einhvern hátt. Þessi deila úm eignarréttinn á lifrinni mun fyrst hafa risið upp, er botnvörpungarnir áttu að fara að byrja vetrarvertíðina. Eftir þvfsem Vísi hefir verið skýrt frá varð þaö að samkomulagi, að skipin legðu út, áður en málið var endanlega útkljáð. En um miðjan febrúar- mámið gerði stjórn Hásetafélagsins samning þann við útgerðarmenn, sem nú er alkunnur orðinn. Sam- kvæmt þeim samningi áttu hásetar að fá 35 kr. fyrir hverja lifrartunnu, sem flutt væri á land úr skipi, til mánaðarmóta aprfl og maí, en frá þeim tíma til síldarvertíðar áttu þeir að fá gangverö. Deilunni var því alls ekki lokið að því er eignar- réttinn snerti. Þar sat hver fastur við sinn keip. Samningur þeási var, eftir því sem Vísir hefir heyrf, heldur illa þokkaöur af mörgum hásetum. Þeir vildu fá eignarrétt sinn viðurkendan fyrst og fremst. En óanægjan magn- aðist þó um allan helming við það, að einn útgerðarmaður galt háset- um hærra verð fyrir lifrina en 35 krónur.1) Þess vegna gerðu hásetar verkfall í byrjun maímánaðar, og tóku ekkert tillit til þess, að ein- mitt frá þeim tíma áttu þeir að fá gangverð fyrir Iifrina. Frh. *) Dagsbrún segir ?ð þessi út- gerðarmaður sé nú farinn að stela lifur af hásetum. Bretar á vígvellinum ------ Frh. Bresku hermennirnir eru látnir vera 3 vikur í skotgröfunum í I senn — >í eldinum«. Að þeim tíma liðnum fá þeir viku frí og eru sendir aftur fyrir vígvöllinn til að hvíla sig, helst svo langt, að þeir heyri ekki fallbyssuþrum- urnar. En í þessar þrjár vikur má segja að liðið hafist að öllu leyti við í skotgröfunum, þó að það sé látið skreppa upp úr þeim þriðja hvern dag, að eins til að anda. Þrjár vikur í skotgröfun- um! Eg efast um að menn geri sér ljósa grein fyrir því, hvernig það líf er í raun og veru. Hugs- ið yður, herra lögmaður, herra læknir, herra kaupmaður, að þér œttuð ag eyða sumarfríinu yðar í gryfju, fjögra feta breiðri, átta fetra djúpri, stundum standandi í vatni upp að knjám, Ioftræsing er engin, óg rotnandi lík Hggja þar í hrúgum í fárra faðma fjar- lægð og eitra andrúmsloftið, og og kúlurnar þjóta jafnt og "þétt uppi yfir höfðum hermannanna. Um svefn er ekki aö ræða, nema hlé verði á stórskotahríðinni og þá ekki nema stutta stund, og þér yrðuð að leggjast á rakan hálm, sem villidýrin myndu blygð- ast sín fyrir. Geta menn gert sér grein fyrir því, hve óþægilegt er að vera í einkennisbúningi, sem getur staðið sjálfur af skít og svita, eða í nærfötum er grotna í sundur utan á manni og með hárið kvikt af lús! — Það er ó- mögulegt að fá tækifæri tij að Tl L M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8. Id.kv. til 11 Borgarst.skrif.st. í brunastöð opin v. ií Jl-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siöd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 1V.-21/, siöd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífílsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, ucf- og hálslækningar á föstttd. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargðtu 2 á mið- vikud, kK 2—3. ndsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. baða sig, menn mega þakkafor- sjóninni ef þeim auðnast að fá að þvo sér einu sinni á viku um andlit og hehdur. En þetta eru smámunir einir. Þar við boet- ist kvíðinn fyrir því að vindstað- an breytist svo að óvinirnir fái tækifæri til að veita eiturgasi gegn stöðvunum, óttinn við að / eitthv, sprengikúluferlíkið springi uppi yfir gryfjunni, að neðan- jarðarsprengja þeiti manni í loft upp, eða einhver »dúfan« (Taube = þýsk flugvél) hafi komið auga á gryfjuna og sendi þá og þeg- ar kveðju sína. — Er það furða þó að liðsforingjar og hermenn hafi hundruðum saman orðið brjálaðir í þessu Helvíti. Menn geta enga hugmynd gert sér um það, með hvílíkum krafti stœrstu sprengikúlur óvinanna springa. 42. cm. sprengjur Þjóð- verja eru víðfrægar, en þó eru verkanir kúlnanna úr Skoda-fall- byssum Austurríkismanna enn þá voðalegri. Þær kúlur eru kall- aðar »Pilsnararc í daglegu tali. »Pilsnarinn« er 2800 pd. á þyngd, fer 8 kílómetra í loft upp og þegar hann fellur niður á vana- legan moldar jarðveg, grefur hann sig tuttugu fét í jíjrð niður. — Sprengingin verður 2 sek. eftir að kúlan kemur við og hún drep- ur alt sem kvikt er í kring í 100 faðma fjarlægð. Alt stál sem í nánd er, t.d. byssuhlaup, bráðn- ar eins og eldingu hefði lostið niður. Af sprengingunni verður svo mikil gasþrýsting að hún brennir og eyðir öllu a einni sekúndu. Þar sem »Pilsnarinn« hefir komið niður, éraldrei neitt sem þarf að jarðá. Hanngengur hreinlega frá. Frh. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.