Vísir


Vísir - 10.06.1916, Qupperneq 1

Vísir - 10.06.1916, Qupperneq 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. iAKOB MÖLLHR SÍMI 400 VISIR Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel ísland SÍMI 400 6. árg. Laugardaginn lO.júní 1916, 157. tbl. Garnia Bíó Jaröræktarféiag Reykjavíkur. Nýja Bíó Nýtt prógram á annan í Hvítasunnu. Aðalfundur félagsins verður haldinn í kveld í Búnáðarfélagshúsinu og hefst kl. 7. 1. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar. 2. Rædd venjuleg félagsmál. 3. Kosin stjórn. Reykjavík, Iaugardaginn 10. júní 1916. Stjórnin. í auYiatv Sl Bæjaríróttir Afmæli í dag: Carl Chr. Níelsen ljósmyndari. Afmæli á morgun: Albert Jónsson frá Stóruvöllum. Ása Noröfjörö húsfrú. Arthúr C. Cook trúboði. Einar Þorkelsson skrifari. Ouðr. S. Oddgeirsdóttir. Svavar Svavars kaupm. Fermingar- og afmælis- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safna- húsinu. Hvítasunnumessur: í Fríkirkj. í Rvík á hutasunnud. á hád. (sr. ÓI. Ól.) Sama d. kl. 5 síöd. (próf. Har. N.). . . í Fríkirkj. í Hafnarf, kl. 6 síðd. (sr. Ól. Ól.). Annan hvítasunnudag á hádegi (sr. Öl. Ól.) í Frík. í Rvík. I Dómkirkj. (Rvík) á hvítasunnu- dag á hád. (sr, Jóh. Þorkelsson). Og kl. 5 síðd. (sr. Bj. Jónsson). Á Annan hvítasunnud. á hádeg (sr. Bj. Jónsson). — Sama dag kl. 5 síöd. (sr. Jóh. Þorkelsson). • Söngkonungur Islands«. Þaö nafn var Pétri Jónssyni gefið að skilnaði, hann beðinn lengi að lifa og hrópað ferfalt húrra. Eng- um kemur til hugar að Péturmuni kafna undir þessu nafni, en skyld- ugur er liann til þess að koma hingað á hverju ári, ef hann vill halda því, og það er spá vor, að hann vilji ekki sleppa nafninu, þó hann yrði sæmdur slíku nafni af öðrum stærri þjóðum. Um leið og Vísir óskar Pétri góðrar feröar og þakkar honum fyrir komuna, skorar hann á hann, í nafni allra bæjar- búa, að koma aftur aö sumri. — Söngkonungur íslands lengi lifi! Björn Sigurðsson bankastjóri fer utan í dag á Botníu. Er ferðinni heitið til Lundúna í þeim erindum að greiða sem bezt fyrir íslenzkri verzlun meðan á ófriðnum stendur. Frh, á 4. bls. I. S. I. Iþróttafélag Reykjavíkur heldur fimleikasýningu 12. júní (annan hvítasunnudag) kl. 2 e. h. á íþróttaveliinum. Hefst með skrúðgöngu frá Mentaskólahúsinu kl. 145. H Ijóðfærasláttur. Bezta skemtun sumarsins. S t j ó r n i n . <r Reknetasíld af mótorskipum kaupi eg á Siglufirði í sumar. Gustav Grönvold Grettisgötu 20 A. Sími 408. í. S. f. Knaítspyrnumót Islands hefst þann 25. júní þ. á. á íþróttavellinum í Reykjavík. Pátttakendur gefi sig fram við form. Knattspyrnufélagsins FRAM, f síðasta lagi 20. þ. m. Knaitspyrnufélagið Fram. Söfnunarsjóður íslands verður opinn þriðjudaginn 13. júní og næstu daga kl. 5—6 síðdegis, og verður þá tekið á móti vöxtum af lánum. Málarar, sem vilja mála þakið á barnaskólahús- inu, finni undirritaðan og sendi tilboð sín fyrir föstudag 16. þ. m. Morten Hansen. Pétur Jónsson. Eins dæmi er það að nokkur lista- maður hafi getað safnað hér fullu húsi svo oft í röð sem Pétri Jóns- syni óperusöngvara hefir tekist nú á þessum tíma, sem hann stendur við hér í fæðingarbæ sfnum. Enda er hann orðinn sönghetja af fyrsta flokki, og' einmitt af þeirri tegund sem mest er sótt eftir , sem sé hár tenór. Röddin orðin sterk, hefluð og viss í rásinni, og auk þess er hún hrein og falleg einmitt á háu tónunum, þar sem mest ríður á. — Það mátti þegar ráða af fyrri söngskránni að hér væri maður sem ekki réðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Erfið og löng lög úr söngleikjunum Aida, Zauber- flöte, Lohengrin og Meistersinger ráku þar hvert annað, og svo þeg- ar hann var búinn að syngja alt þetta og sumt tvisvar, þá virtist hann jafn upplagður til þess að geta sungið alla söngskrána upp aftur. Á siðari skránni voru Iög úr fleiri óperum, svo sem Carmen, Bajadser, Rigoletto og Troubadour. Var alt sungið af meiri Ieikni og lærdómi en heyrst hefir hér á söng- palli fyr. Af þeim lögum, sem bezt féllu í eyru má nefna hið gullfallega lag Verdi «Holde Aida«, Gralsöng- inn úr Lohengrin, lögin úr Rigo* letto o. fl. Auk óperulaganna söng Pétur ýms Ónnur lög og þar á meðal nokkur íslenzk, sem var tekið nieð miklum fögnuði. Þar munu bezt hafa tekist «Hvar eru fuglar* eftir Sveinbjörn og »Augun bláu» eftir Sigfús. — Sem aukalag aö lokum gaf Pétur síðari kvöldin Iag- ið «Die zwei Grenadieren* og tókst þaö afbrigðavel, og var líka metið eftir því hjá áheyrendunum. Pétur er nú á förum aftur héðan, og ætlar hann að stunda söngæf- ingu af kappi hjá beztu kennurnm á Þýzkalandi. Er líklegt að áöur en langt um líður muni hann geta valið um störf við beztu leikhúsin þar syðra. Fylgja honum héðan átnaðaróskir allra söngvina og ann- ara sem óska að Landinn hefjist í áliti úti um heiminn. H. Harðfiskur og reykfur Rauðmagi fæsthjá l0m 0g Pétn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.