Vísir - 10.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 10.06.1916, Blaðsíða 2
V ISI R VISIR Afgreíðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrætf. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórlnn tll viðtals frá Id. 3—4. Síml 400,— P. O. Box 367. Best að versla í FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Skörin færist upp í bekkinn Eg las fyrir nokkru síðan gtein í Vísi um »Einokun steinolíufélags- ins«, og þótti hún vera orð í tíma talað. — En það bólar lítt á því, að kaupmenn ætli að hrista aí sér okið, þó ekkert skuli fullyrt, um aögerðir þeirra í þessu efni hér. Það sem kom mér til þess að taka mér penna í hönd er það, að eg hefi komist að því, að það eru ekki að eins kaupmenn, sem steiu- olíufélagið ætlar að binda á klaf- ann, heldur hefir það sent opin- berum stofnurium samskonar skrif og þeim. Vilja menn aðeins athuga ósvífn- ina. Aö setja opinberum stofnun- um stólinn fyrir dyrnar og ógna þeim með því að þær skuli enga steinolíu fá, ef þær skuldbinda sig ekki til að verzla við steinoiíufélag- ið í fimm ár — og 500 kr. sekt lögö við, ef þessar stofnanir, opin- berar stofnanir, rjúfa samninginn ! Eg veit ekki hvort félagið hefir sent landsstjórninni sjálfri slík til- boö. En hver er munurinn á að senda þau opinberum stofnunum, sem landiö kostar, eða landstjórn- inni sjálfri ? En þar sem lög eru til um það, að ef kaupmenn eða aðrir (og þá einnig Steinolíufél.) neita að selja vöru, sem annars er ekki fáanleg, þá má taka hana af þeim, þá er það furðu djarft tiltæki að segja sem svo við Iandstjórnina, að hún fái alls ekki þessa vörutegund nema hún geri 5 ára kaupsamning. Svo stendur í bréfi félagsins. »Samkvæmt þessu munum vér frá 1. júní þ. á. aö telja, aðeins selja steinolfu, ef vér höfum slíkan kaupgjörning í höndum vorum.« Ef allir kaupmenn tækju sig sam- an og neituðu að Iáta þenna samn- ing af hendi, mundi félagið því líklega neita að selja olíu, eti þá er hœgt að taka olíbirgðir þœr sem það hefir fyrirliggjaudi af feiaginu og selja kaupmönnum, hvort sem félaginu líkar betur eða ver. I fyrnefndri Vísisgrein var skýrt nákvæmlega frá innihaldi þessara samninga, og einnig vakin athygli á því, að þegar er steinolíubirgðir Fiskifélagsins voru uppseldar, hafi Steinolíufélagið hækkaö verðið um helming. — Þarf eg því hvorugt að endurtaka hér. Þó er það eitt f samningnum, sem eg skil ekki, og vil eg því vekja athygli á því hér. Það er þessi klausa: »Ef sijórnarvöld íslands eða félög, eða einstakir menn, með beinum eða óbeinum tilstyrk frá stjórnarvöldunum fara að flytja til landsins vörur þær, sem ræðir um í samningi þessum, getur H. í s* sagt samningnum upp fyrirvaralaust ? Mér er alveg óskiljanlegt hvað þetta ákvæði á að þýða, ef það er ekki ógnun um að hætta algerlega allri steinolíusölu ef landsstjórnin gerist svo djörf að styrkja einhvern til að hefja samkepni við félagið, — Annars er það dálítið spaugilegt áð félagið skuli vera að hafa fyrir því, að tryggja sér þenna uppsagn- arrétt, því að með samningnum tekst það enga aðra skuldbindingu á hendur, en að greiða kaupmann- inum ákveðna uppbót fyrir hverja keypta og borgaða olíutunnu, og engin sekt er lögð við brofúm á samningnum af félagsins hálfu. Yfirleitt verður ekki annað séð, en að félagið geti þegjandi hætt að selja olíu strax á morgun þrátt fyrír alla þessa samninga. Orein þessi er skrifnð tii að vekja athygli á því, að félag þetta setur sig með þessu yfir landsins lög, og til þess að brýna það fyiír kaupmönnum og öörum, sem skifta við félagið, að þeir eru ails ekki til neyddir að ganga að þessum kjörum. — Miklu fremur ættu þeir að snúa sér til Iandstjórnarinnar og biðja hana að athuga þessi skrif Steinolíufélagsins, ef hún gerir það ekki ótilkvödd í tilefni af kúgunar- tilraunum þess við opinberar stofn- anir. Bœjarmaður. Verkfallið. — :o:— Frh. í annan stað liggur það í aug- um uppi, að deilumálið er ákaf- lega hættulegt verkfallsefni. Það sem um var deilt, eignarrétturinn á lifrinni, er aðallega formsatriði. Pað mátti leiða rök að því, að gróðurinn yrði enginn þó að verkfallið ynnist. Hásetar áttu að fá gangverð fyrir lifrina, meira gátu þeir ekki fengið þó að eign- arrétturinn væri viðurkendur. Einstakir menn eru oft fúsir til að leggja mikið í sölurnar fyr- ir formsatriði — af metnaðí, en allur fjöldinn sáralítið. Allur fjöldi manna gengst meira fyrir tekjum en viðurkenningu á rétti, ef sá réttur gefur ekki meiri tekjur. Það lá því nœrri fyrir útgerðarmenn, að bjóða hás. svo háa premíu af lifrinni að lítil von væri til að þeir hefðu meira upp úr henni þó að eignarréttur þeirra væri viðurkendur, enda gerðu þeir það og þá þurfti ekki meira. Og ef Hásetafélagið hefði ekki látið undan hefðu flestir meðlimir þess að Iíkindum sagt sig úr því. Meðan á verkfallinu stóð, héldu forgöngumenn þess því fram, að hásetar mundu ekki fá hið sanna gangverð fyrir lifrina, þó að svo væri um samið. Með þeirri stað- hœfingu gátu þeir haldið verk- fallinu áfram, vegna þess að þá leit svo út sem barist væri um meira en formið tómt og um fjár- spursmál væri að ræða. — Þeir töldu hásetunum trú um að þeir mundu aldrei fá meira en 35 kr. fyrir lifrartunnuna, miklu fremur myndu útgerðarm. Iœkka verðið. Og til þess að slá það vopn úr höndum þeirra gerðu útg.m. 60 kr. boðið. En hvað gerðu leiðtogar verk- fallsmanna til þess að tryggja hásetum gangverð samkvæmt fe- brúarsamningnum?— Ekkineitt! — En einmitt af því sést, að staðhœfing þeirra hefir bara verið vopn, því það var einstaklega auðvelt að tryggja sér gangverð- verðið. — Útgerðarmenn hefðu getað gert samtök um lifrarverð- ið, en það verð sem þannig hefði orðið til, hefði aldrei náð viður- kenningu dómstóla sem gang- verð meðan lýsisverðið á erlenda markaðinum sýndi að lifrin væri meira virði. — Á hverjum tíma sem vera skal er því afarauðvelt að sýna hvert gangverð lifrarinnar er að réttu lagi og hásetar hefðu getað fengið skipaðan gerðardóm til að skera úr því í hvert sinn. Leiðtoga verkamanna, einkum þá, »sem að eins hafa orðið við tilmælum —--------o. s. frv.«, langar til þess að fá menn til að líta á þá sem píslarvotta góðs málefnis. Þeir hafi séð aumurá vesalings alþýðunni sem »yfir- stéttin (!)« þrælkaði og féflétti, þeir séu einskonar postular, sem fæddir séu til þess að bjarga landinu og málefnum þess úr höndum þeirramanna, »sem hafa hagnað af að alt gangi á tréfót- T I L M I N N I S: Baðhúsiö opið v. d. 8-8, Id.kv. til II Borgarst.skrifjt. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl, 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, suntid. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbanktnn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafu 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimfnn opinn v. d, daglangt (8-9) Heiga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 121 Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriöjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. ndsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. urn fyrir vinnancfi stéttum lands- ins«. Já, ef þeir hæla sér ekki sjálf- ir — hver gerir það þá? Fróðlegt væri nú að vita hverj- ir það eru, sern hafa hagnað af því, að alt gangi tréfótum fyrir vinnandi stéttum landsins og í hverju sá hagnaður(I) er fóiginn. — Það mun ekki þurfa minni fnann en spekinginn frá Hriflu til að fá vit út úr slíkri lokleysu. Frh. öt^ \>etta. —o— Einu sinni sem oftar fóru þau tvö ein í bifreiöarferð, kongurinn og drottningin í Ítalíu og kom þá fyrir þau atvik það, sem hér skal skýrt frá: Þau voru stödd í fjalllendi norð- ur á Ítalíu og komu þar að kast- alavígi einu. Konungur stöðvaði bifreiöina hjá hermanni, sem stóð á veröi fyrir utan vígið, og spurði hann ýmsra spurninga og Ioks spurði hann um hvort hann gæti fengið að skoða vígið. — Nei, sagði varðmaðurinn, hann var farinn að fá illan grun á manninum af því .hve mikið hann spurði. Það getið þér ekki. Hér fær enginn að koma inn. Og þaö vottaði Iítið fyrir Iofningu í rödd- inni, þegar hann sagði þetta. — Nú, en kongurinn fær þó líklega að skjótast þar inn? — Kongurinn? Já, auövitað. — Eg er kongurinn! — Þér! Nei,’ en sú ósvífni! grenjaði varömaðurinn, Þér eruð víst öllu heldur njósnarmaður, og ef þér og þessi kvensnift þarna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.