Vísir - 10.06.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 10.06.1916, Blaðsíða 3
V I SHiR hypjiö ykkur ekki héðan hið bráð- asta, þá skuluð þið fá að kenna á því. Kongurinn I — Þér! Það er sú mesta, ósvífnasta frekja, sem eg hefi heyrt! Eg myndi skammast mín niður fyrir allar hellur, ef eg ætti að hafa svona flæking fyrir kong. Eftir þessa ádrepu langaði kon- ung ekki til að reyna að sannfæra manninn. Og hann fór upp í bif- reiöina og af stað í skyndi. Preðýsuna ættu allir að reyna úr Versl. VÍSIR Duglegur matsveinn getur fengið pláss á trollara nú þegar. Menn sem vilja sinna þessu eru beðnir að snúa sér til ^ótvs yuatvúss°tvav, Holtsgötu 16. Nýkomnar afarstórar birgðir af 3&asfe\t\u?a?pu --- Shv^apappu í Bankastræti 7. ÞORVALDUR & KRISTINN. Vindlar. G. K. — Lopez y Lopez — Duka Flor de Dindigul. Smávindlar og vindlingar. Ætíð best kaup í Nýhöfn* Drekkið CARLSBERG Porter Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan $ Olsen *}Caupví *^D\5U c VATRYQQINGAR LOGMENN Pétur Magrtússon, yfirdómslögmaöur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gíslason yflrréttarmálaflutnlngsmaBur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. ll-12og4- Simi 26 Bogi Bryniólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaBur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [tippi]. Srifstofutími frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit■ ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason Det kgi. ocir* Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nlelsen. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916. Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 52 ---- Frh. — Ertu þetta sjálf, frú Antrobus, eða svipur þinn aðeins? Eg heyrði ekkert fótatak til þín. Hvaðan komstu? Eg vona að þú hafirekkí vaðið hér þvert yfir döggvott gras- ið. — Eg gekk yfir döggvott grasið, sagði Rósabella og Ieit niður á fætur sína og fínu skóna. Það var gróflega vott, bætti hún við bros- andi. Þú sérð nú, Chestermere iá- varður, hvað eg voga miklu, þín vegna. Þú ert afar ókurteis maður. Þú hleypur altaf undan mér. — Geri eg þaö? sagði Chester- mere, og fann að hann roðnaði um leið. Eg bið auðmjúklega fyrir- gefningar, ef svo er. En eg vissi ekki til þess. Rósabella horfði f augu honum, sem snöggvast, og brosti. — Ekki að hafa undanbrögð, sagði hún léttlega. Þú veizt vel aö eg hefi rétt fyrir mér. Þú gerðir alt sem þú gazt til þess að forðast mig í Lundúnum, og þér iíka tókst það. En nú tekst þér það ekki. Komdu nú með mér yfir að vagn- inum mínum. Eg vil vera góður nágranni, skal eg segja þér. Eg er búin að segja frú Chestermere að hún muni verða leið á mér, því eg ætla mér að koma hér svo oft. Teddy er farið að þykja svo vænt um þenna litla, ljóta kofa, sem við búum í núna, en eg er ekki sama sinnis. — Hér getur maður þó dregið andann. Og Rósabella leit grandgæfilega alt í kringum sig um leið og hún þagnaði. Chestermere lávarður var alveg í vandræöum. Hvernig átti hann að láta í ljósi reiöina, sem hann hafði borið í brjásti, og bar enn, til hennar, þegar hún tók hann tali á þenna hátt? Hann var reiður viö sjálfan sig yfír þessu einurðar- leysi, og hann fann að hún myndi alveg geta misskilð framkomu sína, — og það þótti honum ílt. Hún truflaði hann, og hafði al- veg sérstakt Iag á því að gera hann órólegan og óánægðan,j bæði með sjálfan sig og hana. Rósabellu líkaði þetta mæta vel. Hana langaði einmitt til að erta hann*og skaprauna honum. — Eg elska þenna bústað þinn, Chestermere lávarður, sagði hún. Hún hélt áfram að tala, meö þessum sama lokkandi málrómi: — Eg elska þenna bústað, hann er yndislegur. — Húsið er Ijótt, en þaö er gamalt og Ióðin er góð, sagði hann, þó hann ætti erfitt með að halda við samtaiinu. Endurminningarnar frá síðast- liðnu sumri vöknuðu í huga hans, endurminningarnar um þegar þau mættust í blómgarðinum, og augu hennar höfðu eins greinilega dreg- ið hann að sér og hún hefði kall- að á hann með nafni. Einhverjir svipaðir töfrar voru nú að ná valdi yfir honum, en það var aðeins dauft bergmál frá liðn- um tímum, og endnrminningin um rangiætið, sem hún hafði haft í frammi, logaði upp í hjarta hans, og sá logi eyddi jafuvel seiömagn- inu, sem stóð af fegurð hennar. Þegar hann mintist Ruperts vakn- aði og tendraðist reiðin við Rósa- bellu á ný. Rósabella snéri sér við og Ieit á hann. Hún þagnaði um stund. — Eg veit að þú ert mjög reið- ur við mig, sagði hún raunalega, og í lægri róm. En það er ekki fallegt af þér. Hann leit við henni, um leiö og hann sagði: — Það væri betra að minnast ekki neitt á þær sakir, frú Antro- bus, sagði hann kuldalega, ef nokk- ur yfirskins vinátta á að vera okkar á milli. Hún svaraði honum ekki undir eins, en horfði aðeins á hann. Og á þeim augnablikum varð henni það ljóst, sem aldrei hafði komið fyrir haqa í lífinu áður. Henni varð það ljóst að hér var maður, sá einasti maður, sem gat vakið hjá henni tiokkra aðdáun, sem gat í hjarta hennar vakið til Iífsins örlít- inn neista, veikt endurskin, af öllu því báli, sem hún svo oft, og skaö- samlega, hafði kveikt í hjörtum annara. Hún gerði sér Tljótt grein fyrir þessu, og skammaðist sín, með sjálfri sér, fyrir þenna veikleika, og kappkostaði að telja sér trú um að hún h a t a ð i þenna mann. Og á þessu augnabliki hataði hún hann, ekki einungis af því að hann skyldi hafa þetta vald yfir henni, heldur af því að með því móti bygði hann sér örugt varnarvirki gegn áform— um hennar, og vegna þessaðhann skyldi voga að fyrirlíta hana og gera sér grein fyrir að hún væri honum hættuleg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.