Vísir - 15.06.1916, Síða 2

Vísir - 15.06.1916, Síða 2
VISIR VISIR Afgrelðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórlnn til viðtals frá kl. 3-4. Sími 400.- P. O. Box 367, Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Tværmeinlokur , —o— Oss er skylt aö kannast viö yfirsjónir vorár, en vér höfum óskoraöan rétt til að andmæla hæversk- lega skoöunum þeim, er vér getum eigi fallist á. Þaö er meinloka kölluö, ef ein- hver gleymir því í svip, sem hon- um ella er fjölkunna, eða bendir óvart á dæmi máli sínu til stuön- ings, ér sannar skoðun andmælenda hans hve glöggvast þeim, er hlusta á mál hans eöa Iesa rit hans. — Hvorttveggja varö á safnaöarfund- I inum í fyrrakvöld. Geröum við hr. eand. theol. S. Á. Gíslason okkur seka sinn í hvorri meinlokunni, og hygg eg því að við þurfum hvor- ugur annan aö öfunda. Eg gleymdi alkunnri ritningargrein, sem eg ætl- aöi að vitna í, svari Jesú, er læri- sveinar hans spuröu hann, fyrir hverja sök hann kendi fólkinu i dæmisögum. »Af því að yöur er gefiö að skilja leyndardóma guðs ríkis, en hinum er það eigi gefið«. Mér kom sú meinloka að vísu illa, I rétt eins og þegar meðhjálparar ! ruglast í »faöirvor« f kirkjunni, og biö eg góðgjarna áheyrendur aö af- saka, að mál mitt varð eigi skipu- Iegt af þeim sökum og fyrir því, aö eg haföi eigi hugsað mér aö taka til máts á fundinum, fyrr en eg sá, að engi var þar lengur við- staddur.er líklegur væri til að hefja máls til varnar þeirri stefnu, er eg er sannfærður um, að ber höfuð og heröar yfir eldri stefnuna í kenslu i kristinna fræða, sögulegu kenslunni. , Hinir lái mér, er vilja, þótt eg hefði eigi að þessu sinni hin heppileg- ustu svör til reiðu gegn innskotum hr. Sigurbjamar, og að þau rugl- uðu nokkuð framsetningu mína. Eg hafði nefnilega búist við, að hann væri karteisari maður en svo, að gera sig sekan í slíku. Málefnið er mér meira viröi en hvor okkar hr. Sigurbjarnar varö orðfimari að þessu sinni, og sný eg mér þá að því. Tilgangur kristindómskenslunnar er fyrst og fremst sá, að betra og göfga börnin, og »Ieiða þau til Krists«, eins og borgarstjóri sagði. Deilan er um, hver aöferöin sé heppilegust að því takmarki. Þar finst mér sjálfsagðast að taka þann til fyrirmyndar, er óneitanlega hefir bezt kent kristnina, bæöi að fornu og nýju, sjálfan Krist. Hann byrj- aði jafnan aö kenna óþroskuðu fólki sögulega. Og svo Ieiddi hann oft með fáum orðum fegurstu gull- kornin í sögunni í ljós. Orð hans náöu innilega til hjartans.. Kerfi- kenningar og ályktanir eru sjald- gæfar hjá honum, einkum þegar hann talar viö lýðinn, sem var á byrjunarstigi kristindómsins, llkt og skðlabörnin. Þá notar hann sög- urnar sínar fögru, lifandi myndir, er mótast djúpt í sálirnar ungu. Hr. Sigurbjörn dró dæmi af reikningskenslu, til samanburðar við kenslu kristinna fræða. Reikningur hefði áður verið mjög illa kendur víða, og þó þætti eigi ráð að leggja kenslu niður í stærðfræði. Þessu dæmi var ætlað að hrekja þá skoðun, aö heppilegast myndi að hætta að nota kvcrið sem barna- lærdómsbók. Öllum, er tekið höfðu til má!s á fundinum, var brennandi áhugamál, aö kristin fræði séu kend sem allra bezt og innilegast í skól- unum. Hvers vegna fann herra Sigurbjörn köllun hjá sér til að semja nýja reikningsbók, þar sem hann hafði miklu meira af Iéttum æfingum og dæmum úr dag- lega lífinu, heldur en áður var títt í íslenzkura reikningsbókum, en minna af þurrum óhlutkendum töl- um ? Var það ekki einmitt til þess að gera námið «Iétt og skemti- legt», og skiljanlegra börnunum en þurrar «formúIur?« Eða var það til að minka eða deyöa áhuga barnanna á reikningi ? Hvað h'zt yður? Eg fyrir mitt leyti held, að hann hafi samið bókina í góöum til- gangi, til þess að laða börnin að reikningsnámi og festa þaö f hug- um þeirra á hlutkendan hátt — alveg eins og safnendur Barnabiblí- unnar, og margir af oss, sem höf- um notaö hana viö kenslu, erum sannfærðir um, að söguleg kenslu- bók í kristnum fræðum laöar böin betur aö þeim og hefir meiri áhrif á trú þeirra og siðgæði en óhlut- kent guðfræöisrit, eins og «kverið» sem hr. Sigurbjörn játaði sjálfur 9 að hann hafi eigi skilið sumt í, fyrr en ári síðar en hann lauk prests- námi. Það er eigi ætlun vor að beitast gegn kenslu kristinna fræða í skól- unum. Þvert á móti. Ekkert er oss fjær, vinum barnabibiíunnar. Eg vil gjarnan auka hana að mun, en fyrst og fremst sögur og sam- tal við börnin, en orðrétt nám að eins nokkurra fegurstu kaflanna og valinria sálma, er bezt kunna tök á tilfinningum barnanna og hafa afl til aö lyfta sálum vorum í æöra veldi, svo sem hin gullfagra kvöld- bæn Mattíasar : «Nú Iegg eg aftur ljósin augna minna«. Reikningsdæmi hr. Sigurbjarnar er að eins sönnun vors máls, vina sögulegs kristindóms barna. Þar í lá meinloka hans. Hafi hann þakkir fyrir hana, eins og hiö bezta, er eg hefi heyrt í kristnikenslustundunum hans í sunnudagaskólanum, smd- sögurnar inndælu úr nútíð og for- tíð. 14. júní 1916. Guðm. R. Ólafsson úr Grindavik. Bretar á yígYeilinum ----- Nl. Eg heíi heyrt það fundiö að enska hernum, að hejmennirnir séu of ungir, eingöngu unglingar. Það er rétt. En eg fæ ekki séð aö þaö sé mikill galli, Einn af hershöfö- ingjum Wellinglons sagöi eitt sinn, að hann vildi heidur unga menn en gamla. »Gömlu hermennirnir eru of kunnugir«, sagði haun. — »Þessi börn«, sagði Ney marskálk- ur, er yngsta herdeildin frá 1913 gekk framhjá honum — »ganga út í hvað sem er«. Brezkir hermenn á vígvellinum eru ekki í neinni æfintýraleit. Þeir ern þar sem krossfarendur og eru sér þess meövitandi, þó að þeir séu ungir. Þeir gengu í herþjón- ustuna af því rödd samvizkunnar sagði þeim að þeir ceitu að fara. Þeir vita, að frásagnir enskra blaða af »nýjum sigurvinningum Eng- lendinga* eru orðagjálfur eitt. Þeir visa, að sem stendur verða þeir af öllu megni — ekki að sækja fram, heldur að standa fastir fyrir. — Þeir vita, að allir Englendingar muni klæddir sorgarbúningi áður en Þjóðverjar verði reknir út úr Frakklandi og Belgíu hvaö þá yfir Rín. Þeir vita, að ófriöur þessi verður mjög langvinnur. En þeir gefast aldrei upp. Enski bolbítur- inn hefir náð föstu taki og hann sleppir aldrei takinu. Hugsunarháttur brezkra hermanna kemur berlega fram í orðum, sem eg sá letruð á trékross á nýlegri gröf: «Vegfarandi I Segðu Englandi, T I L M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. f brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugrlpasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðln 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12 t Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. Id. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. laudsféhirðir kl. 10-2 og 5—6. að sá, sem hvílir undir þessum krossi, hafi dáið glaður*. A. P. _____________ (Þýtt). Gvendur á Sandi í nauðaómerkilegu ritdeilumáli milli Gvendar á Sandi og Jóns ó- lafssonar, hefir Gvendur gerst til þess að slelta slöfum í J. A. Hjalta- lín skólameistara okkar og fræðara. Er þann pistil að lesa í Lögréttu 31. f. m. — Hann ber þar á Hjaltalín það, aö hann hafi kent okkur rangan framburð á íslenzkri tungu, og miðar við Þingeyjarsýslu- framburö. en ekki færir hann til nokkurt orð eður nokkra setningu úr málfræði Hjaltalíns, til þess að r e y n a að sanna þetta fleipur sitt. Ætla eg að Gvendi mundi verða þetta örðugt. Eg hygg, að það sem um framburð stendur í mál- fræði Hjaltalíns — eg á hana enn — sé réttara en «ÞingeyjarsýsIu- framburður* og górt Guðmundar á Sandi út af honum. Þykir mér allhart að þola að Guömundur á Sandi eða hverann- ar sem væri okkar lærisveina Hjalta- líns, skuli verða til þess að kasta hnjóði að honum, slíkur kennari og stjórnari sem hann var. Og þó held eg aö slíkt sitji ekki verr á nokkrum manni en Guðmundi frá Sandi, því eg þykist mega fullyröa það, að Guðm. á Hjaltalín alt það að þakka, er hann kann til þe3sað fara með íslenzkt mál. En svo eg slái varnagla við því, að Gvendur fari að glæpast tii þess að bretta granir að mér fyrir þessar línur, ætla eg að láta hann vita það að um þessa hluti tala egviö hann sem sá er valdið hefir. 14. júní 1916. Árni Árnason (frá Höfðahólum).

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.