Vísir - 16.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e 1 ö s I a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstraetl. Skrifstofa á sama stað, fnng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til vlðtals frá kl. 3-4. Síml 400.— P. O. Box 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þarfást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dðmur og börn, og allur fatn- aðar á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Eimskipafélagið. —o— Eitt af þeim málum sem víst má telja að rædd verði á aöalfundi fé- lagsins, og það ef til vill af nokkru kappi, er farmgjaldshækkunin. Hafa raddir heyrst um það, aö sjálfsagt sé að hækka þau, og þykir sum- um mönnum þaö laklega að verið, að gróði félagsins skuli ekki hafa orðiö meiri en raun varð á — um 10*/0 af öllu stofnfénu — þegar gufuskipaféiög í öðrum löndura hafa tí- og tvítugfaldan ágóða. — Aðrir líta meira á hitf, hve gróð- urinn hefir orðið mikill, þrátt fyrir alla örðugleika og dýrtíð, án þess að farmgjöldin væru hækkuð, og þykir það góðs viti. En víst má telja að þeir verði margir sem vilja láta hækka flutn- ingsgjöldin, og nota þannig tæki- færiö til að afla félagjnu fjár, til að færa út kvíarnar. — Verður því ekki neitað, að þeir menn hafa mikið til síns máls. Nauðsynin er mikil á því, að félagið færi út kvíarnar og veröi sem fyrst þess megnugt að taka að sér alla flutninga til landsins, og vitanlega æskilegt að það græði sera mest. Fjár til að kaupa fyrir ný skip, má safna með nýjum hluta- . útboðum, en bæði er það, að hætt j er við að hlutafjársöfnun fari að i ganga tregar, og auk þess væri þar j með bætt skuldum á félagiö. Að vísu verður gróðinn jafnóöum eign hluthafanna og þannig skuld til þeirra, og því í raun og veru nýtt hlutafé. Hlutirnir vaxa eftir þvj sem gróðinn vex. Það mætti vafalaust hækka farm- gjöldin svo mikið, að töluverður munur yrði á gróðanum, án þess að það yrði landsmönnum tilfinn- anlegur baggi, og féð sem greitt er til Eimskipafélagsins er í raun og veru aðeins tekið úr öðrum vasa landsmanna og látið í hinn. En ef félagið hækkar farmgjöld sín, má gera ráð fyrir því að Samein- aða félagiö teldi sér ekki skylt að halda gömlu flutningsgjöldunum, en hækkaði þau að sama skapi. — Og nú er það vitanlegt að það fé- lag flytur líklega alt að því helmingi meira a' vörum að og frá landinu, en Eimskipafélagið, og yrði því það fé, sem vegna hækk- aðra farmgjalda færi út úr land- inu ah að því helmingi meira en gróði Eimskipafélagsins af hækk- uninni. Þannig löguö aukning á höfuð- stól félagsins yrði því óviökunnan- léga dýr. Æskilegast væri að ís- iendingar þyrftu ekki að borga út- lendingum neinn skatt af vexti fé- lagsins. En með þessu móti greiddu þeir til Sameinaða félagsins beinan skatt af vexti þess er næmi honum alt að þvf tvöföldum. Það er ekkert efamál, að landinu í heild sinni væri það miklu betra að auka styrkinn til félagsins, segj- um um 100 þús. kr. á ári, en að farmgjöldin yrðu hækkuö um þá upphæð. Gróöi landsins á þeírri gjöf yrði alt að þvl 200 þúsund krónui. Eimskipafélagið var stofnað á heiilastund. Ef það heföi ekki verið, værum við nú algerlega of- urseldir gróðafýkn útlendra skipa- eigenda. í því skyni var það stofn- að, að það yrði þröskuldur í vegi þeirra, sem vildu nota sér af því að íslendingar réðu ekki sjáifir yfir aðflutningum sinum og hafa landið að féþúfu. — Það væri því leitt ef félagiö yrði þegar á fyrstu starfs- árum sínum til þess að vinna þvert á móti tilgangi sínum. Eimskipafélagið er þjóðareign. Það fé sem félagið græðir á því að hækka farmgjöldin er því í raun og veru enginn gróði, en aftur tapast það fé sem út úr land- inu fer við það að Sameinaða fé- lagið hækkar farmgjöldin. Að því að hækka farmgjöldin yrði þvf t a p en ekki gróði. Annað mál sem lagt veröur undir úrskurð aðalfundar er það, hvernig ráðstafa eigi arðinum. Tillögur þar að Iútandi eiga að koma fram frá stjórninni, en hverjar þær eru er Vísi ókunnugt um. En æskilegt væri að sem mest af arðinum yrði Iagt í sjóð. Og ekki ætti aö koma til mála að greiöa hluthöfum meira en sparisjóðsvextl. Enda mun af- gangurinn ekki mikill er það er gert og greidd umsamin afborgun af áhvílandl skuld. Dánarfregn. Jósef á Hjallalandi, alkunnur maður í Húnavatussýslu og víöar, er nýlátinn. Undrasögur frá vígvellinum* (S. G.) Ýms ensk blöð hafa að und- anförnu flutt margar undrasögur frá vígvöllunum. Samkvæmt þeim hafa hermenn bandamanna séð engla við og við, stundum eru þeir í loftinu og stundum birtast þeir sem riddarasveitir er verða þreyttum hersveitum nærri sam- ferða í næturmyrkrinu. Sérstaklega geta hermennirnir um riddara á hvítum hesti, sem birtist þéim og eggji þá til fram- göngu, þykjast Englendingar þekkja þar Georg hinn helga, en Frakkar sjá ýmist Mikael höfuð- engil eða Jóhönnu, mærina frá Orleans. Þessar englasýnir eiga að hafa áft sér stað sérstaklega um það leyti sem bandamenn stöðvuðu framsókn Þjóðverja haustið 1914. Þær hafa oftar en einu sinni fylt hersveitirnar fram- úrskarandi hugrekki, en komið beyg að Þjóðverjum, enda hafi stundum heilar riddaraliössveitir Þjóðverja orðið að nema staðar af því að hestar þeirra hafi orð- ið staðir eða jafnvel fælst. Hafi Þjóðverjum þá þótt greinilegtað Satan og árar hans væru komnir til liðs við bandamenn. Fyrstu sögurnar eru kendar við Mons, »englarnir við Mons«, og eiga þær að hafa bjargað enska hernum um 26.-28. sept. 1914. Tilraun hefir verið gerð til að telja sögur þessar tóman hé- góma og misskilning, sbr. grein- i inni: »Hvernig helgisögur mynd- ast*, er birtist í nokkrum íslensk- um biöðum í vetur sem leið. En samkvæmt bókinni »On theside of the angels*, eftir Harold Beg- bie, er sú »útskýring« gripin úr lausu lofti, því að í bókinni eru birtir vitnisburðir margra manna, er ýmist segjast sjálfir hafa séð þessar sýnir eða talað við deyj- andi hermenn, sem höfðu séð þær. Hitt er annað mái að þá, sem heima sitja, eða ekkert sáu þessu lfkt greinir á um það, hvort þetta séu englar í raun og veru, eða svipir fallinna félaga, — eða mis- sýningar örþreyttra manna. Ennfremur eru margar sögur um »manninn hvítklædda*, sem bandamenn sjá stundum á víg- vellinum. Síra Guttormur Guttormsson skrifar í marsblað Sameiningar- innar grein um þær sögur sem birtar verða f Vísi næstu daga. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimlnn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið F/,-21/, siöd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðln 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknarb'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12 r Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækuingar á fðstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á tr.ið- vikud. kl. 2—3. landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. aj lauA\ Eyrarbakka í fyrrad. Hiti afskaplegur, 19 gr, í for- sælu, og sandurinn svo heitur að nær er óþolandi. Álandseyjamáliö. Sagt er í þýskum blöðum, að Bretum og Frökkum hafi tekist að miðla svo málum í Álands- eyjadeilunni niiili Svía og Rússa, að Svíar láti sér það lynda. Hafi Rússar lofað að rífa niður allar víggirðingar á eyjunum að ófriðn- um loknum. Rússar og Bretar f Mesopotamiu. í þýzkum blöðum er sagt frá því að allmiklar orustur hafi staðið við Tigris, og að Tyrkir hafi oröið að hörfa úr stöðvum sfnum við Bet- haicsza þ, 19. f. m. Rússnesk ridd- araliðsdeild var þar komin til liðs við Gorringe hershöföingja. Haida Bretar enn öllum stöðvum sfnum. Það merkilegasta í frétt þessari er það, að Rússar hafa náð þarna höndum saman viö Breta. En Þjóð- verjar halda að þessi rússneska riddarasveit hafi komiö austan úr Persíu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.