Vísir - 17.06.1916, Síða 1

Vísir - 17.06.1916, Síða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Rltstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400 VESiR Skrifstofa og afgreiðsla í Hótol fsland SfMl 400 6. árg. Laugardaginn 17. júnf 1916. 162. tbl. Gamla Bfó Hin ágæta gamanmynd verð- ur sýnd í Gamla Bíó 17. júnf kl, 8 og 9 í sfðasta sinn. Afmœli á morguti: Lilja Hjartardóttir ungfrú. Ástríður Hannesdóttir ekkja. Ólavia A. Thorarensen ungfrú. Sigríður Gfsladóttir ekkja. Þóra Gísladóttir ekkja. Þórh. Jóhannesson læknir. Fermingar- og afmaelis- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Arnasyni í Safna- húsinu. Erlend mynt. Kaupmhöfn 16. júnf. Sterlingspund kr. 16,10 100 frankar — 57,75 100 mörk — 62,25 Reykjavík Bankar Pósthús Sterl.pd 16,20 16,00 100 fr. 58,00 58,00 100 mr. 63.00 64,00 1 florin 1,42 1,42 Dollar 3,50 3,50 Síra Asgeir Asgeirsson frá Hvammi f Dölum kom til bæjarins á Ingólfi f gær. Messað á morgun í Fríkirkjunni í Rvík kl. 12 á hád. síra Ól. Ól. Aðgöngumiða að Eimskipafélagsfundinum ættu hluthafar að sækja sem fyrst, því eftir því sem nær dregur fundinum verður aðsóknin meiri, og getur þá oröið ta'.sverð bið eftir afgreiðslu. Hans, Breiðafjarðarbáturinn, á að fara héðan i dag vestur. laiand fór frá Khöfn í gær. H. f. Eimskipaíélag Islands. Aðalfundur. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, föstudaginn 23. júní 1916, og hefst kl. 12 á hádegi. Dagskrá I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfs- ! ári og frá starfstilhöguninni á yfirstandrndi ári, og ástæður fyrir henni og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstrarreikninga til 31. desember og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoð- enda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoð- endum. ' V 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Tillögur um lagabreytingar. ] 4. Kosning 3 manna í stjórn félagsins í stað þeirra, er úr ganga sam- ! kvæmt hlutkesti. 5. Kosinn endurskoðandi í stað þess er frá fer, samkvæmt hlutkesti, og einn vara endurskoðandi. 6. Tillögur um aukning hlutafjárins. 7. Heimild til að láta byggja eða kaupa skip. 8. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngu- miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönn- um hiuthafa í Báruhúsinu (niðri) dagana 15—17. og 19,—21. þ. m. kl. 1—3 og 5—7 síðdegis. Rétt til að sækja fundi félagsins hafa þeir einir, sem staðiö hafa sem hluthafar á hluthafaskrá 10 daga næstu áður en fundurinn er haldinn (sbr. 10. gr. félagslaganna). Reykjavík 9. júní 1916. Piski og Síldarkútter (skotsk byggður) er til sölu. Kúttarinn er til sýnis í dag. Snúið yður til O. EII i n gse n. Sfml 697. Hjónaband. • Síra Jósef Jónsson frá Barði í Fljótum og ungfrú Hólmfríður Halldórsdóttir (Jónssonar banka- gjaldkera voru gefin saman í fyrra- kvöld. Söngfél. 17. júní ætiar að syngja f kvöld kl. 9 við Mentaskólann. Hefir það sungið úti þennan dag og venjul. á svöl- um Hótel Rvíkur, en nú á það engan samastað. Nýja Bíó Kraftaverkið Ljómandi falleg mynd guð- rækilegs efnis, leikin af ágætum frönskum leikendum. Efni hennar er tekið úr þýskri helgisögu. Kirkjuhljómlelka ætla þeir Páll ísólfsson og Egg- ert og Þórarinn Guðmundssynir að halda í Dómkirkjunni annað kvöld. AUur ágóöi rennur í landsspítala- sjóð kvenna. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó í dag eftir kl. 3. Messað á morgun í Dómkirkjunni kl. 12 síra Jóhann Þorkelsson, kl. 5 síra Bjarni Jónsson (altarisganga). Vöruhúslð hefir skreytt einn búðarglugga sinn veglega með íslenzkum fánum og íslenzkum blómum umhverfis mynd Jóns Sigurðssonar. Minningarspjöld af Jóni Sigurðssyni verður selt á götunum í dag. Pað selujfá- tækur verkamaður hér í bænum, sem varð fyrir því slysi í vor, að missa handlegginn, og hefur ekki getað unnið fyrir sér síðan Sonur hans hjálpar honum tii að selja spjöldin og allur ágóðinn rennur til hans. Ættu menn að minnast afmælisbarnsins með því að kaupa spjald þetta — allir sem í það ná. Floti Tyrkja. Þýzk blöö segja, aö Rússar sjálfir hafi orðiö aö viöurkenna, aö floti Tyrkja í Svartahafinu hafi unnið rússneska flotanum töluvert tjón. Sé þetta leíðiniegt fyrir Rússa, því þeir hafi trúað eins og nýju neti full- yrðingum flotastjórnar sinnar, um að floti Tyrkja væri ekki lengurtil. Rússneski flotinn hafi verið búinn að ganga svo frá honum, að ekki hafi verið eftir einn einasti björg- unarbátur, hvað þá meira.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.