Vísir - 19.06.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 19.06.1916, Blaðsíða 3
VlSlR Bókapakki Palsbeks, M 1. Meira en 4000 blaðsíður af skáldsögulesmáli, 9 heilar og ó- styttar skáldsögur fyrir aö eins kr. 2,20 + burðargjald. — Bækurnar eru þessar: F, Marryat: Den gullokkede Alda, 556 bls. I. Mary: Söstrene, 516 bls. Braddon: Honora Hamden, 336 bls. Krefzer: Med tilbundne Öjne, 391 bls. M. Fenn: Söster Elisa, 387 bls. Forthergill: Hans prövetid, 643 bls. Walford: Sösken- debörn, 575 bls. Marion Crawford : Carleone, 714 bls. Fergus Hume: En Hansom Cabs Hemlighed. — Þessar góðu bækur, eftir góða uppáhaldshöfunda, eiu seldar allar saman fyrir þetta frá- munalega Jága verð, kr. 2,20 + burðargj. Þessi afsláttur gildir að eins þangað til upplagið, sem er lítið, er uppselt. Bækurnar eru allar nýjar. Sendar gegn póstkröfu. PALSBEK BOGHANDEL, 45 Pilestrsede 45. Köbenhavn K. H erslunarstaða. Stúlka sem þekkir vel til vefnaðarvöru, og sem hefur áhuga fyrir verslun, getur fengið a t v i n n u við eina af stærstu verslun- um bæjarins. Hátt kaup. Eiginhandar umsókn merkt 119 sendist afgreiðslu þessa blaðs. Frá Landssímamiii]. Nokkrir duglegir menn geta enn fengið vinnu við símalagningu í sumar. Menn snúi sér sem fyrst tll símaverkstjóra BJÖRNES, Lindargötu 5. Til Austfjarða (Mjóafjarðar) vantar 1 bifvélarstjóra, 1 mann, sem kann alla vinnu á sjó og landi og 1 eldhússtúlku. feaup \ ^oB\. Verða að fara austur með fyrstu ferð sem fellur. Semja má við Matth. Ólafsson erindreka Fiskifélags íslands, Ingólfshúsinu í Reykjavík. Sími 548. 3-4 leröergja Mi Veiðiréttur í Þingvallavatni, ásamt bát og húsnæði, er til leigu frá miðjum júlí fram í september. Uppl. gefur Carl F. Barlels, óskast til leigu frá 1. okt. n. k. C. TH. BRAMM, á skrifstofu O. Gíslason & Hay, Ltd. Œ Vátryggiö tafarlaust gegc eldi vörur og húsmuni hjá The Brlt- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðstn. G. Gíslason Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gfslason yflrróttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálafiutnlngsmaOur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [uppij. S rifstofutími frákl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — / Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 59 ---- Frh. Hún hélt á blómvendi í hend- inni, og blóm lágu á borðinu hjá henni. — Hún leit til manns síns hálf undrandi. Það særði hana æfinlega að heyra Filipp viðhafa hörð orð um Ed- ward Antrobus, og sjaldan hafði hann verið harðorðari en í þetta skifti. — Ekki held eg nú að Teddy sé í raun og veru heimskur, sagöi hún blíðlega. Eg held, þvert á móti, að hann sé talsverðum gáf- um gæddur, ef hann aðeins vildi nota þær. — Og, því f ósköpunum notar hann þær þá ekki? spuröi Ches termere, nokkuð hvatskeytislega. Hann var að bíða eftir að hestur- inn hans væri leiddur fram, og hélt á dagblaði í hendinni, sem hann yfirfór lauslega. Katrín raðaði blómunum á borð- inu, hægtog stillilega. — Teddy er nú einn af þeim, sem' er svo gerður, að hann ætíð þarf að hafa einhvern til að leita trausts og ráöa hjá, sagði hún gætilega. Eg er viss um, að með góðri handleiðslu væri hægt að fá hann til að koma ýmsu góðu tit leiöar. Chestermere hummaði viö. Eg verð aö játa, að eg hefi ekki mikla meðaumkun með þess- um skepnum, sérstaklega þegar það nú eru karlmenn —, sem aitaf veröa að reiða sig á aðra til þess að komast áfram í lífinu, en eru gersneyddir öllu þreki og fram- kvæmdarlöngun. Karlmeun hafaalls engan rétt til þess að vera svo þreklausir. Hún kunni ekki vel við þenna tón, sem hann talaði í. Líka var hún hissa á því hvern- ig hann kom fram, því hún vissi ekki hina minstu áatæðu til að hann væri f slæmu skapi, og henni féll illa harkan og æsingin sem lýsti sér í málrómi hans. — Þú hefir nú ætíð verið dá- lítið óréttlátur gagnvart Teddy, sagði hún, nokkuð kuldalega, og var ekki laust við að hún væri nokkuð skjálfhent um leið og hún lagði blómin frá sér á borðiö. Chestermere fleygði frá sérblað- inu, sem hann var að lesa, og hló dálítið við. En sá hlátur hljóm- aði svo að Katrín fékk hjartslátt. Hún hafði aldrei fyr séö mann sinn í svona skapi, og aldrei í nærveru hans fundiö til þeirra til- finninga, sem nú hreyfðu sér í brjósti hennar. — Jæja, kæra mín, svaraði hann. Hafi eg verið óréttlátur, þá hefir þú fullkomlega bætt Antrobus upp þaö óréttlæti. Hann hefir enga ástæðu að minsta kosti til þess að kvarta undan að þú ekki sýnir hon- um nægilega umhyggju og vina- hót. Katrín Ieit upp snögglega. — Filipp! sagði hún, næstum því óafvitandi. En á sama augna- bliki vaknaði sómatilfinning hennar, og hún hætti við að segja meira. Chestermere var fokreiður sjálf- um sér, en hann var nú í því skapi, að reiðin knúði hann áfram gagnstætt vilja hans og betri vit- und. Hann hafði leynilega ástæðu til óánægju og var það örsókin til þess að hann nú misti valdið yfir sjálfum sér og gat ekk komið vina- Iega og kurteislega fram í nærveru konu sinnar. Þegar nú nafn Edwards Autro- bus bar á góma notaði hann það fyrir ástæðu til þess að svala óá- nægju skmi. Hann vissi vel að hann fór óþarflega hörðum orðum um Anrobus, og að hanu í fyrsta sinn á æfinni sýndi konu sinni rangindi, En í stað þess að láta þessa meðvituhd sefa sig, æsti hún hann þvert á móti enn meira gegn sjálfum sér, Katrínu og öllum og öllu. — Ó, trúðu mér, hélt hann áfram með kuldahlátri, eg hefi ekkert á móti þessari umhyggju þinni. Ef þú g e t u r gert eitthvað nýtilegt úr þessum dreng, þá er það ekki nema gott og efalaust verða bæöi Antrobus og frú hans þér .mjög þakklát fyrir. — Mér þykir að- eins leitt aö þú skulir eyða um- hyggju þinni, og ef til vill Ieið- beiningum, í þarfir manns, sem mér ekki getur annað en fundist að ekki sé verðugur slíks. Og svo bætist nu það við að þú veizt að Antrobus á nú konu til að styðj- ast við, svo hann ætti ekki að vera svo mjög þurfandi fyrir þesa að- stoð. Katrín var orðin náföl og leit út eins og hún alt í einu væri orðin dauð veik. Hún hvorki leit upp né reyndi að segja nokkurt orö, þegar Chestermere snéri sér við til þess að ganga út. » -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.