Vísir - 20.06.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 20.06.1916, Blaðsíða 4
VÍSI'R muni bætast við þessa upphæð úr þessu. Hér er ekki verið að biðja um gjafir í gustukaskini-, heldur er farið fram á það, að menn leggi fé í arðvænlegt fyrir- tceki, sem þar að auki er eitt- hvert stærsta nauðsynjamál þess- arar þjóðar og sem er beinn hagnaður fyrir hvern einstakling, alstaðar á öllu landinu, að geti tekið sem skjótustum og mest- um þrifum. Þetta tómlæti manna, að kaupa hluti í félaginu, er sorg- legt og ekki með öllu vansalaust því, eins og áður er vikið að, þá er ekki féleysi um að kenna. í fljótu bragði virðist því rétt að mönnum kæmi þetta áhugaleysi sitt í koll með því að farmgjöld væru hækkuð, en þeirri hefnd mundi rigna jafnt yfir réttláta sem rangláta, þar sem allir mundu líöa við það, bæði þeir sem styrkt hafa félagið og eins þeir sem ekki hafa gert það — og því œttu að verða fyrir hefndinni einir.— Hœkkun flutningsgjalda er því örþrifaráð, bæði af þessum sök- um og ýmsum öðrum, ætti því ekki að taka til þess nemabrýn- asta nauðsyn krefði, sem sé sú að ekki væri hægt með öðru betra móticað fá fé til aukningar skipastól félagsins. Ekki er það alveg óhugsandi að þegar menn sjá að félagið hefir grætt á þessum stutta og erfiða byrjunartíma sem það hef- ir starfað að þeir rumski og taki að kaupa hluti í félaginu, svo um muni, og væri því ef til vill rétt- ast að aðalfundur sá er haldinn verður 23.^þ.m. ákveði ekki hækk- un farmgjalda, heldur að eins veiti stjórn félagsins heimild til að hœkka þau eftir einhvern á- kveðinn tíma — segjum 1. nóv. — ef ekki verður með öðru betra móti hægt að fá nœgilegt fé til aukningar skipastól félagsins. Ekki mun neitt blaðanna hafa lagt ílt til félagsins né hlutafjár- söfnunarinnar, enda var þeim það og sjálfum fyrir bestu, en hinu er heldur ekki að leyna að sum þeirra, hefðu getað, sér alveg að bagalausu, stutt þetta mál stór- um betur en þau hafa gert, en betra er seint en aldrei og væri nú vel ef þau legðust öll á eitt og brýndu sem best fyrir þjóð- inni nauðsyn þessa máls., Sama máli er að gegna með einstaka menn; ýmsir þeir er hæst gala um föðurlaudsást, frelsi og fé- lagsskap í hvívetna, hafa lítið sem ekkert látið til sín heyra í þessu máli, en það, hve tregt gengur að safna hluta fénu sýnir Ijóslega að þjóðin þarf hvatningar Simskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 19. júní. Moltke hershöfðingi er látinn, bar dauða hans tnjög brátt að. f Rúmenfu er barist ákaft fyrir þvf að ríkið gangi f banda- lag með bandamönnum og segi Miðveldunum stríð á hendur. Moltke var yfirhershöfðingi Þjóðverja í upphafi ófriðarins, en varö að iáta af herstjórninni vegna veikinda og tók þá Falkenhayn við henni. DRENG vantar til að bera Yísi út um bœinn. við-og »svo mábrýna deigt járn að það bíti um síðir*. í Reykjavík eru ýmsir þeir menn er best hafa stutt félagið, og við fyrri hlutafjársöfnunina var Rvik hæst, eins og vera bar, en nú leggur hún fram kr. 1,35 fyrir nef hvert en Akureyri og Odd- eyri kr. 6,44 og N. Pingeyjarsýsla kr. 6,29. Frh. BÆJARFRÉTTIR Frh. Hátfðahðld kvenna fóru öll mjög vel úr hendi í gær, þó að veöur bagaði mikið, þokusúld og regn, nær all- an daginn og myndu vafalaust miklu fleiri hafa tekið þátt í þeim en raun varð á ef gott hefði verið veðrið. Þó var allmargt manna saman komið á Austurvelli til að hlusta á ræöur þeirra Ingibjargar Bjarnason og sira Matthíasar. Á fþróttavellinum voru viðlika margir áhorfendur. Knattnpyrnulög heitir bók sem f. S. I. hefir -ný- lega gefið út. Knattspyrna hefir eignast hér marga vini og bók þessi mun þeim öllum kærkominn gestur, því að margt er það í knattspyrnunni sem ólærðir menn í þeim efnum skilja ekki. Ættu allir, sem knattspyrnu unna, að kaupa bókina, því það er áreiðan- legt, að þeir njóta leÍKSins miklu betur er þeir hafa lesið hana og hún kosta'r aðeins 50 aura. Mynd- ir eru margar í bókinni til útskýr- ingar og létta þær mikið fyrir mönnum. — Rétt til að takadæmi má minna menn á »of side« (rang- stöðu) reglurnar. Hve margir eru þeir af knattspyrnuáho.-fendum sem þekkja þær? Um þær gefa lögin allar upplýsingar. — Knattspyrnu- mótið hefst á sunnudaginn, fyrir þann tíma þurfa allir áhorfendur að hafa fengið og lesið bókþessa. Arekstur varð á milli tveggja bifreiða á horninu á Austurstræti og Lækjar- götu í gær. Kaslaöist ein kona út úr annari bifreiðinni, en meiddist lítið. Ouðmundur Magnússon prófessor er nú á heimleið með e/s íslandi, sem fór fra Khöfn 16. þ. m. Fermingar- og afmæíís- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Arnasyni í Safna- húsinu. [ HÚSNÆÐI ] Góð íbúð óskast frá 1. október — helzt í Austurbænum. — Viss borgun mánaðarlega fyrirfram. — Uppl. í prentsm. Þ. Þ. Clementz. _______________________[186 f vesturbænum óskast frá 1. okt. 2 berbergi og eldhús fyrir barnlaust fólk. Uppl. hjá Þorsteini Sigur- geirssyni. Sími 238 og 58. [187 Stór stofa er til leigu með for- stofuinngangi og öllu tilheyrandi fyrir óákveðinn tíma. A. v. á. [188 I KAUPSKAPUR 1 Morgunkjólar ódýrir og vandaðir fást í Lækjargötu 12 a. [435 Morgunkjólar vænstir og ódýrast- á Nýlendugötu 11 B. áöur á Vesturgötu 38. [447 ír a Langsjöl og þrfhyrnur fást alt af í Garöarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumavél, nýleg og óslitin, er af sérstökum ástæðum til sölu á Lindargötu 36, [165 Þrir lystivagnar til sölu, bæði fyrir einn og tvo hesta. Afgr. v. á. [180 Rónlr sjóvetlingar til sölu. A. v. á. . [181 r TAPAfl—FUNDlfl ] Tapast hvfir úr milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur. Skilist á Sköla- vörðustíg 33. ' [176 Lítil brjóstnál með grænum steini tapaðist frá Klapparstíg 8. [182 -----------------------------------------------------------------!-----------------------------------------------------------------------------------------,-------------------------------------------------------.-----------------¦ Tapast hefir Peningabudda á leið frá Bröttugötu á Túngötu 50. Skii- vís finnandi skili henni á Afgreiðslu Vísis. [183 Brjósfnæla íýnd. Silfurnæla með nisti og slípuðu rafi, bæöi i nisti og nælu, týndist 17. júní að kvöldi á leið frá Hóla- velli að húsi Halldórs heitins jóns- sonar eða þaöan ao Hðlavelli. Finn- andi skili gegn fundarlaunum til frú Þórunnar Vigfúsdóttur á Hóla- velli. • [184 Tapast hefir peningabudda á gðt- uiium. Skilvfs finnandi skilrhenni á Vatnsstíg 16 gegn góðum fund- arlaunum. [189 I — VINNA Stúlka óskast á fáment heimlli á Norðurlandi, getur stundað sildar- vinnu í frístundum sínum. Frekari upplýsingar í Ási. Sími 236. [172 Stiílka tíl innihúsverka óskast á fáment heimili. Upplýsingar í Bergstaðastræti 4 (uppi.) [171 Dugieg kaupakona óskast. Há.t kaup. Uppl. á Vitastíg 8. [185 r TILKYNNINGAR ] Ljómandi fallegur keltingur fæst gefins í góðu húsi. A. v. á. [189 l FÆÐI I Fæði fæst f Ingólfsstræti 4. Prentsmiðja Þ, Þ, Cleinenlz. 1916

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.