Vísir - 22.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 22.06.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISl R Afgreiðsla blaösins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á bverj- um degi, Inngangur Irá Vailarstrætí. Skrifstofa á sama staö, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn tll vlðtals frá td. 3—4. Sími 400.- P. O. Bos 367. Best að versla í FATABÚÐINNI! Þarfást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Hr. yfirdómslögmaður Gísli Sveinsson ber fram á næsta að- alfundi Eimskipafélags íslands rnjög svo varhugaverða tillögu um hækkun á flutningsgjöldum félagsins, og rökstyður hana með því, að önnur félög á Norður- löndum hafi gert hið sama síðan ófriðurinn hófst. En það er ekki nema hálfur sannleikur, þar sem verulegri hækkun á flutnings- gjöldum hefir vitanlega að eins orðið komið fram við ósamnings- bundnar siglingar, og nægir íþví efni væntanlega að benda á hin- j ar samningsbundnu siglinga'r hins sameinaða hér við land, og á milli Danmerkur og ísiands með viðkomu í Leith, en félagið hefír ekki og getur ekki sett upp farm- gjöld sín fyrr en 1. jan. 1920. Eimskipafélagið ísl., var mér vit- anlega aðallega, ef ekki einvörð- ungu stofnað sökum óánægju þeirrar, sem varð hér á landi út í úr aukasamningi þeim dags. 26. nóvember 1912, sem þáverandi ráðherra H. Hafstein gerði við hið sameinaða gufuskipafélag um nokkrar breytingar á samningi um póstgufuskipaferðir milli Danm., Færeyja og íslands, sem dags. er 7. ágúst 1909; en samkvæmt þeim samningi er félagið skuld- bundið til að halda flutningsgjöld- um óbreyttum til og frá íslandi til 1. janúar^l920. Fæ eg því ekki betur séð en að það væri næsta óviðfeldið og jafnvel mjög hættulegt fyrir framtíðargengi Eim- skipafélagsins ísl., ef það á fyrsta aðalfundi sínum færi að samþykkja jafn varhugaverða íillögu einsog mér finst tillaga hr. G. Sv. vera ef rétt er á hana litið. Frá al- mennu sjónarmiði séð myndi slík tillaga, ef samþykt væri, brjóta í bág við hina fyrstu hugsjón lands- manna við stofnun Eimskipafé- lagsins, þ. e. þá að félag það yrði til að létta undir með flutningum og flutningsgjöldum a milli ís- lands og umheimsins, því yrði sú tillaga samþykt, þá yrði hún ekki til þess að létta ósanngjörnum flutningsgjöldum af þjóðinni, held- ur til að auka flutningsgjaldakostn- aðinn að miklum mun, sem þrengja ! mundi mjög mikið að hinum bág- , bornu kjörum almennings. j i Með hœkkun þeirri sem stjórn I Eimskipafélagsins hefir þegar lát- ið koma til framkvæmdar, við að nema í burtu hinn samnings- bundna afslátt, sem það að dæmi hins sameinaða gaf á flutnings- j gjöldum til 1. jan. þ. á. þ. e. 2 j X 10 prós. og einusinni 5% af- - i slátt, ef flutningsgjöldin á einu j ári nema 5000 kr. til sama manns, , eru flutningsgjöldin hjá Eim- skipafélaginu ísl. þegar orðin ■ 30 °/o hœrri en hjá hinu samein- aða, og finst mér að hluthafar j ættu að láta sér nægja þessa aukningu, eður réttara framfærslu j á gildandi samningsbundnum farmgjöldum, og gæta þess að félag vort sem nýtur stórkostlegs styrks af almanna fé, œtti að hafa aðrar háleitari skyldur við þing og þjóð, en að vilja nota yfir- standandi vandræði og böl til 1 þess að græða óhóflega fé á þjóð j sinni. Bresti því aðalfund fé- lags vors vit, eða framsýni til þess að fella tillögu hr. G. S., þá efast eg ekki um, að Stjórnarráð íslands myndi þar láta til sín taka, þar sem tillaga sú, er ekki síður hœttuleg fyrir sjálft félagið en landsmenn yfideytt, ef skoðuð er frá alm. viðskiftalegu sjónar- miði. Eg hefi þegar bent á það, að Eimskipafélagið hefir þegar hækk- að flutningsgjöld sín um nær30 prós. með því að fella niðurall- an afslátt sinn á flutningsgjöld- um. — Á einum poka rúgmjöls verður flutningsgjaldið fyrir hver 100 kg. þar við 53 aurum hærra en nú er hjá hinu sameinaða. Menn ættu því ekki að þurfa að vera verslunajmenn til þess að sjá fyrir, hverjar afleiðingar það myndi hafa fyrir kaupmenn þá, sem fremur vilja nota Eimskipa- félagið en hið sameinaða, ef flutn- ingsgjöld hins fyrtalda enn yrðu færð fram úr því sem nú eru. Frá mínu sjónarmiði séð, hlyti afleiðingín að verða sú, að kaup- menn þeir sem skifta við Eim- skipafélagið, neyddust til þess að leyta samninga við keppinaut- inn, þar sem þeir að öðrum kosti hlytu að fara á höfuðið í sam- keppninni við þá sem betur væri settir. En hver myndi þá enda- lok Eimskipafélagsins verða? Ætli þau yrði ekki eitthvað lík því sem verða vill hjá þeim, sem hyggja sig geta lifað fyrir sig, án þess að taka sjálfsagt tillit til krafa viðskiftalífsins. Að því er þessa íyrirhuguðu framfærslu á flutningsgjöldum snertir, finst mér rétt vera að geta þess, að á friðartímum, en sá tími, verður væntanlega í framtíð sem umliðinni tíð iengri en ó- friðartíminn, eru fastákveðnar og af ríkjum styrktar ferðir taldar vera langtum ábatavænlegri en tœkifærissiglingar. Að svo sé, bera hinar tíðu ferðir hins sam- einaða ljósan vott um, því væri það ekki, þá hefði það félag vel getað fullnægt samningi sínum við Danmörku og ísland um póst- flutning — þvf aðrar skyldur hefir það felag nú ekki — með færri ferðum og minni skipum. Sú aðferð, sem hið sameinaða hefir kosið sér, að því er samgöngur þess við ísland snertir, er því áreiðanlega viðskiftalega séð hin eina rétta með tilliti til framtíð- arhagsmuna félagsins af sigling- um þess til landsins. ' Ef eg hefði verið í stjórn Eim- skipafélagsins ísl. þá myndi eg J hafa róið öllum árum að því að j kaupa nothæft flutningaskip og haldið því fyrir utan hinar samn- ingsbundnu ferðir félagsins, strax um vorið 1915, því þá sá mað- ur það glögt í hendi sinni hvernig fara myndi um íullnæging al- mennrar flutningsþarfar. Nú ber stjórn Eimskipafélagsins fram til- lögu í þá átt, að kaupa eður byggja og er það vel farið, sér- staklega ef félagsstjórnin vildi falla frá byggingarhugsjóninni, því litlar líkur munu vera til þess í bráðina, að hægt verði að fá bygt skip á næstu árum. B. H. Bjarnason. Ofriðurinn. ---- Nl. Engum efa er það undirorpið hvað Austurríkismenn hafa ætlast fyrir. Ef þeir hefðu komist uiður á Pólsléttuna, voru miklar líkur til þess að þeir gætu heft aðflutninga til Isonzohersins, og svo heföi get- að farið, að sá her hefði orðið að gefast upp. Um norður-ítalíu liggja 2 stórar járnbrautir, frá vestri til austurs. Önnur frá Veróna um Vizenza— Treviso—Udine til Triest. Hin er T I L M I N N I S: Baðhúsið opið d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Nátiúrugripasafnið opið 1V.-21/, siðd. Pósthúsíð opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-ö. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12 i Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3, Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. sunnar, og liggur um Padua Veni- zia ti! Triest. Austurríkismenn senda her frá Trentino niður Addigedalinn til Verona. Annan her senda þeir niður Luganodalinn. Sá her á að eins 40 kílumetra Ieið til járnbraut- arstöðvarinnar í Vizenza. Ef hann hefði komist þangað var nyrðri járnbrautin orðin ónýt ítölum og þeir höfðu þá aðeins eina járn- braut eftir til að flytja á hergögn og aðrar nauðsynjar til isonzohers- ins. Sókn Austurríkismanna var mjög áköf og ítalir fengu ekki viðnám veitt. Og eftir að hún hafði stað- ið í fáa daga varð öli ítalska þjóð- in gripin af ofsahræðslu. Segja þýzk blöð að hershöfðingja Trent- jiiohersins, Brusati, haf verið vikið frá og skrýllinn heimti að hann veröi tekinn af lífi. Og vafalaust má telja að Saiandra forsætisráð- herra Itala hafi af þessum sökum orðið að fara frá völdum. Þegar þaö er nú athugað í hverr hættu ítalir voru staddir, og útséð var um það að þeir fengju rekið Austurríkismeun af höndum sér, þá er auðvitað að þaö hlaut að koma til kasta bándamanna þeirra að hjálpa þeim, þó að þýzk blöð fullyrði, að bandamenn brosi í kampinn yfir óförum Itala og að allir fyrirlíti þá. Bandamenn gátu ekki sent her til Ítalíu, það hefði tekið of langan tíma, auk þess sem þeir sennilega hafa nóg að gera heima fyrir. Eini vegurinn til þess að hjálpa ítölum var því sá, að hefja sókn gegn Austurríkismönnum á öðrum stöö- um, og það svo öfluga sókn, að þeir yrðu að senda her og hergögn af ítölsku herstöðvunum. — Rúss- ar, voru þeir einu sem gátu gert

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.