Vísir - 22.06.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 22.06.1916, Blaðsíða 3
V I S?I*R þetta og þeir gátu gert þaö að gagni. Sókn Austurríkismanna gegn ftölum er lokiö, og þeir hafa gold- ið miklu meiri afhroö í viðureign- inni viö Rússa heldur en ítalir. Og her þeirra er nú ef til vill ekki betur staddur en her ítala var þeg- ar verst lét fyrir þeim. Það eru þannig allmiklar líkur til þess aö þessi sókn Rússa sé ekki upphaf neinnar allsherjar sókn- ar af hálfu Bandamanna, heldur að eins gerð til varnar Itölum. Og þar sem nú virðist heldur vera orðiö hlé á sókn Rússa og ekkert heyrist um sókn af hálfu banda- manna annarsstaöar, má gera ráö fyrir aö alt sæki í sama horf og áður og bandamenn ætli enn aö halda áfram bardagaaðferð Fabiusar cunctators. B. Mjög gott norðlenzkt SALTKJÖT 5 æ s t \ 1« ji . TYO HÁSETA V erslunarstaða. vantar nú þegar á mótorbát. SóB V. í. Stúlka sem þekkir vel til vefnaðarvöru, og sem hefur áhuga fyrir vtrslun, getur fengið a 1 v i n n u við eina af stærstu verslun- um bæjarins. Hátt kaup. Eiginhandar umsókn merkt 119 sendist afgreiðslu þessa blaðs. VATRYGGINGAR Vátryggiö tafarlaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Rrit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboösm. Q. Gfslason ATVINNA 3 karlmenn og 3 kvenmenn geta fengið ágseta Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. atvinnu vlð fiskverkun á Norðfirði f sumar — um lengri tfma. — Snúið yður til Tótnasar Hallgnmssonar. Templarasundi 3. Heima kl. 2-4. Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Prentsmiöja Þ. Þ. Clemeniz, 1916 Reyktur lax ódyr og góður fæst á Skólavörðu. stíg 45. Pétur Magnússon, yfirdómslögmaOur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutnlngsmaður Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogi Brynjólfsson yfirréttarmálaflutnlngsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. Srifstofutími frákl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Barátta hjartnanna Efdr E. A. Rowlands. 62 ------------- Frh. — Eg skal leggja netin mín kæntega, og þessi drambsama frú, Katrfn, skal bráðum verða vör viö hvaðan vindurinn blæs, sagði hún við sjálfa sig. En hugsunin um það, að ná Chestermere á sitt vald og stjórna honum að vild sinni, var það sem fékk henni mestrar ánægju. — Eg þarf að dusta hann til, sagði hún. Eg þarf að lífga hann dálftiö og gera úr honum sama manninn og hann var þegar við mættumst fyrst. Augu hennar tindruðu af um- hugsuninni um þettu. — Mér skal takast það, bætti hún viö. Það hepnast máske ekki undir eins, en á endanum verður þaö, og aö vinna aö því mark- miði skal mér vera sönn gleði og ánægja. Hún setti upp mesta einfeldnis- svip á meöan Chestermeré var að fullvissa hana um fúsleika sinn til þess að verða henui að liði, að svo miklu leyti, sem í hans valdi stæði, ef hún aðeins vildi segja honum hvers hún þarfnaðist. — Þér eruö svo góður, svo vænn maður, sagði hún og and- varpaði um Ieið, og eg veit hreint ekki hver ráö eg heföi átt að hafa ef þér hefðuð neitað mér um lið- sinni yðar. Eg ætla að biöja yður að gera ýmislegt fyrir mig, Ches- termere lávarður. Eg vona að þér verðið ekki neitt óttasleginm þegar þér heyrið það alt. Chestermere hló, en varð þó brátt alvarlegur aftur, þegar hann sá að henni var ekki um hlátur- inn. — Eg er reiðubúinn að hlusta á yður, sagði hann. Honum var nú skemt, Þetta alt áleit hann eins ogann- að gaman, og skapið varð léttara þegar hann var búinn að telja sér trú um að það ekki myndi vera neitt ægilegt né sérstaklega áríð- andi vandamál, sem Rósabella hafði stefnt honum til að ráða fram úr. Þetta myndu vera einhverjir dutl- ungar. Hann mætti til aö hressa hana dálítið, en hann yrði líka að «era fastur fyrir í því að ganga ekki inn á nein launmál nélaun- ungarfundi. Gaman og dutlungar væru nokkuö annað, en samt yrði hann að gæta sín, að láta ekki leiða sig of langt. Ef hann nú aðeins hefði vitað hvernig þetta gaman og dutlungar, sem hann nefndi svo, ættu að enda, myndi ekki Chestermere hafa staðið þarna jafn rólegur og brosandi og hann nú var, bíðandi eftir að Rósa- bella tæki til máls. En framtíöin var honum hulin, og af því hann var heiðarlegur maður og hrekkjalaus, datt honum sízt í hug að hér væri verið að leggja fyrir hann þær snörur, sem hann þyrfti að hafa sig allan við að verjast. Hann hafði ekki minstu hugmynd um grimd og lævísi þessarar konu, sem nu var að vinna aö því af öllum mætti að eyði- leggja heiður hans og hamingju, og heiður og hamingju konunnar sem hann elskaði og virti svo innilega. XVIII. ' Það var í janúarmánuði að ekkju- frú Chestermere og dóttir hennar, frú Margot Keswich, höfðu lagt af stað í suðurför, til heitu landanna, og nú var komið fram í júnímán- uö. Þeirra var nú von heim, eftir stutta viðdvöl í París á heimleið- inni. Katrín haföi skrifað þeim, og lagt ríkt á að tengdamóðir sín og mágkona skyldu hafa aðalaðsetur í hinu stóra húsi þeirra hjónanna í Lundúnum á meðan þær stæðu þar við. Móðir Filipps hafði ætlað sér að dvelja annars staöar, en Katrín vildi ekki heyra það nefnt. Hún sjálf tók ekki enn mikinn þátt í sam- kvæmislífinu, sökum fráfails móöur hennar, Samt sem áöur var heim- boð hjá henni stöku sinnum, og hún fór við og við til borgarinnar. Þingmenska Chestermeres lávarðar hafði það í för með sér að hann þurfti að vera í Lundúnum, og Katrínu fanst þá að hún þurfa að vera þar líka, meðfram til þess að vera viðstödd þegar mæðgurnar kæmu, til þess að taka á móti þeim. Filipp afréöi að fara á móti þeim og verða þeim samferða sjóleið- ina. Morguninn sem hann lagði af stað til Calais fór hann til her- bergja konu sinnar. — Viltu verða samferða? sþurði hann hana. Eg legg af stað rétt bráðum, en það þyrfti ekki að taka þig langan tíma að veröa tilbúin. Svo þagði hánn um stund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.