Vísir - 24.06.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 24.06.1916, Blaðsíða 4
VfSIR einu hljóði og dundi við lófatak á eftir. Um 2. lið á dagskránni: Til- lögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins urðu nokkrar umræður, en þó voru tillögur þær samþykt- ar án skriflegrar atkvæðagreiðslu. — Ágreiningur nokknr um það hvort greiða ætti hluthöfum arö. Stjórnin gerði þá grein fyrir tillögu sinni, um að greiöa 4°/0> að ákveöiö hefði verið í hlutaútboðinu 4. sept. 1915 að greiða þá vexti af nýja hluta- fénu og væri þá óréttlátt að þeir, sem fyrstir hefðu orðið tll að leggja fé til félagsins fengju ekkert, Það mætti segja, að skynsamlegt væri að leggja allan arð í varasjóð, þang- að til allar skuldir væru borgaðar, en hætt við að margir mistu áhug- ann og trúna á gengi þess ef sú stefna yrði tekin upp að borga eng- an arð. — Með tillögu stjórnar- innar töluðu: Pétur Ólafsson, Ragn- ar Ólafsson, Pétur Pétursson, L. H. Bjarnason og Bjarni Jónsson frá Vogi og töldu yfirleitt fram sömu ástæður og stjórnin, — B. H. Bjarnason bar fram tillögu um að greiða engan arð, en hún var feld án skriflegrar atkv.greiðslu með þorra atkv. gegn 24. — Sami niaður vakti máls á því, að óviðkunnanlegt væri aö félagið sýndi þess engan vott, aö það væri þakklátt framkvæmdastjóranum fyrir vel unniö starf og vildi að samþ. yröi að greiða honum, að minsla kosti 500 kr. í viðurkenningatskyni, því hann hefði áreiðanlega sparað félaginu tugi þúsunda með fyrir- byggju sinni. — Stjórnin gaf þá skýringu á því, hvers vegna engin tillaga lægi fyrir frá henni um þetta, að samkvæmt félagslögunutn mætti ekki greiða framkvæmdastj. ágóðaþóknun, nema útbýtt væri að minsta kosti 6°/0 arði til hluthafa. —- Urðu um þetta nokkrar um- ræöur og vildi Pétur Ólafsson o. fl. breyta 22. gr. Iaganna, nú eða á næsta aðalfundi, á þá leið, að frkv. stj. yrði greidd ágóðaþóknun ef útbýlt væri 4%. Töldu ólíklegt, og ekki rétt, að tll þess kæmi að nokkurn tíma yrði greitt meira en 6°/0 í arð til hluthafa, og rangt að binda ágóöaþóknuu frkv.stj. við hámark hluthafaarðs. Laun frkv.stj. væru svo lág, að skipstórarnir á skipunum væru betur settir f þessu efni en hann. Var sfðan borin undir atkvæöi og samþykt f einu hljóði þessi til- laga: Fundurinn skorar á stjórnina að greiða framkvæmdarstjóra 2000 kr. i viðurkenningarskyni fyrir vel unn- ið starf. Þá komu til umræðu tillögur er fyrir lágu til breytinga á lögum fé- lagsíns og urðu um þær töluverð- ar umræður. Fyrst gerði Sveinn Björnsson grein fyrir tillögu stjórnarinnar að bæta 2 mönnum í stjórnina. Teldi stjórnin þessa fjölgun nauðsynlega vegna þess, að hér eftir y.ði að gera ráð fyrir að 2 stjórnarmeðlim- ir yrðu altaf búsettir í Ameriku, og yrðu þá aðeins 5 eftir hér heima. Til þess að stjórnarfundir séu lög- f ’ mætir þyrftu að vera 4 á fundi, og til vissra ráöstafana þyrfti sam- þykki 5 stjórnarmanna. Auk þess væri nú í iáði að auka hluti fé- lagsins upp í 2 miljónir og láta byggja eða kaupa 1 — 2 skip auk strandf.báfa. Það virtist því eiga illa við að fækka mönnum í stjórn- inni undir þessum kringumstæðum. Frá breytingartillögu O. G. E. o. fl. við þessa tillögu hefir áður veriö skýrt í blaðinu. Um hana snerust umræðurnar aðallega. Skoð- anir voru óskiftar um það, að til- lagan væri sanngjörn, V,-ísl, beri ekki að hafa meiri áhrif á stjórn félagsius, en þá að kjósa í hana 2 menn. En af hálfu umboðsmanna V.-ísl. var því haldið fram, að ó- viðkunnanlegt væri að taka rétt af þeim án þess að þeir fengju læki- færi til að segja sitt állt um það, enda væri það tæplega löglegt sarn- kvæmt lögum félagsins. Magnús Sigurðsson bar fram svo hljóðandi rökstudde dagskrá : Með því að tillaga þessi, sem snertir sér- staklega rélt V.-ísl., kom svo seint fram að þeim hefir ekki gefist kost- ur á að athuga hana og taka af- stöðu tii hennar, ályktar fundurinn að senda hana til framkvæmdar- nefndar þeirra með ósk um að þeir leggi hana fyrir hinn almenna hlut- hafafund í Witinipeg til þess hún verði rædd þar, og tekur jafnframt fyrir næsta mál á dagskiá. Þessi tillaga var feld með 5459 atkv. gegn 2821. Þá var borin upp tillaga Ó. G. Eyólfssonar og voru greidd með henni 5507 atkv. en á inóti 2410; var hún þar með fallin vegna þess að ekki fengust með henni s/i hlular greiddra atkvæða. Þvínæst var borin undir atkvæöi íillaga stjórnarinuar og var hún sam- þykt með handauppréttingu als þorra fuudarmanna gegn 4. Var það talin gild samþykt. Var þá komið að 4. lið dag- skrárinnar: Kosning 3 manna í stjórn félagsins í stað þeirra, er úr ganga, samkvæmt hlutkesti. — En vegna lagabreytingarinnar, sem samþykt hafði verið, bar nú að kjósa 5 menn. — Úr stjórninn gengu: Eggert Claessen, Halldór Daníelsson og Garðar Gíslason. Fyrst bar því að kjósa einn af 4 mðnnum er Vestur-íslendingar höfðu tilnefnt, í staö Halldórs Daníelssonar og hlaut kosningu: Árni Eggertsson með 6284 atkv. B. L. Baldvinsson hlaut 1167, en frá honutn lágu fyrir fundinum skilaboð um að hann færðist und- an kosningu vegna embættisanna. Nú bar fundinum aö tilnefna 8 menn búsetta í Reykjavík, og síð- an að kjósa 4 af þeim í stjórnina, bundnum kosningum. Sú tilnefn- ing fór fram skriflega. En meðan talin voru atkvæði var haldið áfraro með dagskrána og tekin til umræðu 6. liðurinn: Tillögur um aukning hlutafjárins, og samþykt að heimila stlórninni að auka hlutaféð upp í 2 miljónir (úr 1200 þús.) í hljóði og umræðu- laus eftir að formaður félagsitis hafði skýrt frá ástæðum. Sömuleiöis var samþykt umræðu- laust og í einu hljóði að heimila stjórnimii að láta byggja eða kaupa 1 eða 2 millilandaskip, auk strand- ferðabáta þeirra sem heimild var gefin á stofnfundi til að láta byggja og til á að verja 300 þús. krónum af hlutafé landsjóðs. Þá kom til umræðu tillaga Qísla Sveinssonar um hækkun flutnings- gjalda og urðu um hana allsnarp- ar umræður, einkum milli flutn- ingsmanns og B. H. Bjarnasonar kaupmanns. — En svo lauk því máli, að samþykt var með nær öll- um atkvæðum rökstudd dagskrá frá Jóni Þorlákssyni svohljóðandi: Meö því að fundurinti felst á stefnu þá, um hækkun flutningsgjalda, sem kemur fram í skýrsln stjórnarinnar, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá, — Og var þá tillaga Gfsla talinn falin. — En stefna stjórnar- innar í þessu máli samkv. skýrslu unni, er að hækka flutningsgjöldin smátt og smált eftir því sem útgj. vaxa vegna ófriðarins og svo að félaginu sé trygður sæmilegur ágóði. — Fyrir hönd V. Isl. lýsti Magnús Sigurðsson yfir því, að þeir vildu láta hækka flutningsgjöld eftir því sem þörf krefði til að standast auk- inn kostnað. Loks var iædd tiilaga Ó. G Eyjólfssonar ofl. um að bjóða ekki væntanlega aukningu hlutafjár út til þeirra V.-ísl., sem ekki hafa staðið -í fullum skilum með borgun lofaes hlutafjár il félagsins. — Töldu flestir ræðumenn æskilegast að til- iagan væri tekin aftur vegna þess að hún hefði enga raunverulega þýðingu og væri ekki annað en títuprjónsstunga til nianna, sem jafnvel væri óvíst að ekki hefðu verið tilneyddir aö brigða loforð sín vegna fjárskorts eftii að ófrið- uiinn skall á. En flutningsmenn vildu ekki taka aftur tillöguna og var hún því borin undir atkvæöi og feld með öllum þorra atkv. gegn 6. Varö nú hlé á fundinum í eina kl.stund (8V2—9V2) vegna þess að ekki var enn lokið talningu atkvæð- anna. En er fundur var settur aftur las fundarstjóri upp úrslit atkvæða- greiðslunnar og féll hún þannig að tilnefndir voru : Eggert Claessen með 7055 atkv. Halld. Daníelsson — 5735 — Thor Jensen — 4806 — Garðar Gíslason — 4183 — Jón Þorláksson — 3879 — Jón Björnson — 3448 — Magn. Siguröss. — 1437 — Halld. Þorsleinss. — 1185 — En Thor Jensen og Magnús Sigurðsson neituðu að taka á n.óti kosningu og var því í þeirra stað kosiö uni Pál H. Gíslason sem hlotið haföi 976 atkv. og Björn Kristjánsson bankastj. sem hlotiö hafði 846 atkv. Siðan var gengið aftur til atkv. og hlutu kosningu f stjórnina: Eggert Claessen meö 7415 atkv. Halld. Daníelss. — 6156 — Jón Þorláksson — 4907 — Halld. Þorsteinss. — 4747 — Jón Björnsson hlaut 3236 atkv., Garðar Gíslason 3069, Páll H. Gíslason 1109 og Björn Kristjáns- son 339. Þá bar að kjósa endurskoðand.i í staö Ólafs G. Eyjólfssonar, sem frá átti að fara eftir hlutkesti, og var hann endurkosinn með 2133 atkv., Þórður Sveinsson bókhaldari hlaut 1626 og var Þórður síðan kosinn varaendurskoðandi með 2012 atkv. en sira Ricard Torfason bankabókari hlaut 1222. Var þá fundarbók Iesin upp og samþykt og fundi síðan slitið kl. 12 7, á miðnætti. I KAUPSKAPUR 1 Áburð kaupir Einar Markússon Laugarnesspítala nú þegar. [226 3 lifandi fálkar til sölu á Kára- stíg 13 B. [227 Saumavél, nýleg og óslitin, er af sérstökum ástæðum til sölu á Lindargötu 36. [165 Til sölu 4 stoppaðir stólar á Laugavegi 59. [228 Barnavagn til sölu á Grettisgötu 10 (uppi). [216 r TAPAÐ-FUNDIfl ] Tapast hefir budda af Hverf.sgötu upp á Frakkastíg. Skilist á afgr. ______________________________[280 Fundist hefir barnakjóll í laug- unum. Vitjist á Grettisgötu 45, kjallarann. [225 Töpuð nótabók á Hverfisg. á mánud. Skilist á afgr. [195 I VINNA Innistúlku vantar mig frá I. júlí. K. Dalsted. [220 Kona óskar eftir innistörfum í sveit með 2 börn. Grettisgötu 55 B. [223 Stúlka óskast til innanhúsverka nú þegar, hálfan eða allan dag- inn. A. v. á. [230 [ H ÚSNÆÐI ] 2 ungir piltar óska eftir 1—2 herbergjum í eða sem næst mið- bœnum. A. v. á. [231 4—5 herbergja íbúð með sér- stöku eldhúsi óskast 1. eða. 15. okt. Um kaup á húsi gœti líka komið til mála. Tilboð merkt 200 sendist afgr. Vísis það fyrsta. [233 Eitt berbergi til leigu nú þegar Uppl. í ölgerðinni. [203 Sólrík stofa með sérinngangi og húsgögnum til leigu við Vesturgötu 1. julí A. v. á. [211 Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.