Vísir - 26.06.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 26.06.1916, Blaðsíða 3
V I S I R Drekkið CARLSBERO Porter Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathars & Olsen Laukur, onions — Perleög i glösum, J»st \ 1 FÆÐ' I Fæði fæst í Ingólfsstræti 4. LE 1 G A Til ferðalaga er áreiðanlega best að kaupa Kindakjöt f Matardeild Sláturfélagsins, Hafnarstræti — Sími 211. Orgei til leigu, Uppl. á afgr. [224 Sveitamenn þvoið ullina vel og kaupið sódaduftið ameríska í Nýhöfn. Leiðsögn um notkun fylgir. á Hótel ísland ræður fólk til alls- konar vinnu — hefur altaf fólk á boðstólum. V erslunarstaða. Stúlka sem þekkir vel til vefnaðarvöru, og sem hefur áhuga fyrir verslun, getur fengið a t v i n n u við eina af stærstu verslun- um bæjarins. Hátt kaup. Eiginhandar umsókn merkt 119 sendist afgreiðslu þessa blaðs. Skrifstofur H. Benediktssonar, Suðurgötu 8 B, fást á leigu frá 1. október næstkomandi. Semja ber við Pétur Þ, J. Gunnarsson. LÖGMENN Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gfslason yflrréttarm&laflutRlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaOur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [ujpi]. Srifstofutimi frákl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916 E VATRYGGINGAR VátrygglÖ tafarlaust gegn eldl v'órur og húsmuni hjá The Brít- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir; Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstraeti 1. N. B. Nielsen. Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 66 --------------- Frh. Katrfn rélti fram báðar hendur á rnóti honum. Hann var orðinn magur og leit mikiö ellilegar út en hann hafði aldur til. — Velkominn heim, sagði frú Chestermere mjög vingjarnlega. Það mun gleðja Filipp mikið að sjá yður aftur. Rupert brosti, um leiö og hann tók í hönd hennar. Eg er búinn að mæta Filipp, og það var hann, sem sendi mig hing- að. Eg kann nú aldrei vel við mig á danzleik. Og nú er líka langt síðan eg hefi komið í samkvæmi. En mig langaði til að sjá mína gömlu kunningja, — einkum konu Filipps og systir hans. Margot roönaöi. Svo gengu þau þrjú afsíöis. Rupert sagði þeim, í fáum orð- um, dálítiö af ferðum sínum, og síðan settust þau öll undir pálma- trén í blómahúsnu — Eg mátti til að koma h,eim sagði hatin. Mamma var altaf að biðja mig að koma. Aumingja, mamma! Mér brá þegar eg kom heini og sá hvað henni hefir hnign- að. — Svo þagnaöi hann um stund, en sagði svo: — Eg þori ekki að biöja yður um aö danza við mig, frú Ches- termere, því eg þykist viss um að þér muniö neita mér um það. Einhver læddist aftan að honum um Ieið og hann sagði þetta, og klappaði á öxlina á lionum. Það var Rósabella. — Biðjið mig um einn danz, sagði hún og brosti. Þér megið ekki neita mér um þetta. Frú Ches- termere fyrirgefur yður það. Hún veit hve eg er sólgin í að danza. Hún veit líka aö eg ætið vil hafa mitt fram. Rupert stóð snögglega á fætur. Hann tók viðbragð, eins og högg- ormur hefði bitið hann. — Eg er hræddur um að eg verði að neita mér um þann heið- ur, sagði hann. Þetta sagði hanu kuldalega, en þó brosandi. Rósabella hló. —- Víst er þaö heiður, eins og þér vitið, mælti hún, því eg er mjög vönd að því hverja eg vil danza viö. En nú hefi eg ætlað mér að danza við yður. Komið nú! Eg vil danza við yður þenna danz. Featherstone brosti enn. — Því miöur verð eg að neita yöur um þetta, Sannleikurinn er sá aö eg danza ekki. Eg hefi gleymt því og ýmsum öðrum fullkomleg- leikum. Rósabella leit á hann snögglega. Sá hún þá að hann myndi vera mjög breyttur. Hún roðnaði lítiö eitt. — Hann vill láta mig halda að alt sé úti okkar á milli, — að eg geti ekki kvalið hann framar. En hann er heimskingi, greyið, hugs- aði hún meö sér. Svo svaraði hún þvf glottandi: — Jæja. Þér skuluð bara gera yður kostbærann, ef yður sýnist svo. Reyndar hafiö þér nú ætíö verið hreinn og beinn ktaufi í því aö danza, Rupert. Siðan snéri hún sér að Katrínu og mælti: — Ætlið þér ekki að koma nið- ur í þingsalinn til þess að hlusta á Chestermere halda ræðu. Hann sendi mér rétt í þessu seðil, og biður mig að koma. Mér datt í hug að við gætum máske orðið samferða, ef þér óskið þess. Það fór hrollur um Katrínu, þegar Rósabella rétti henni seðil- inn frá Chestermere. Hún svaraöi samt stillilega: — Verkahringur minn i kvöld á ekkert skylt við stjórnmálin, sagði hún og brosti jafnvel um leið. Eg held að Filipp búist ekki við að sjá mig þar. En fyrst þér ætlið að fara þangaö og hitta hann, frú Antrobus, þá gerið þér máske svo vel að segja honum að eg geti ekki komið og yfirgefið danzleik- inn ennþá. Rósabella leit fast á hana, þessa konu sem hún hataði, en Filipp elskaði. Þessa konu, sem stóð henni í vegi fyrir því aö koma fram fyr- irætlunum sínum. Hún hafði búist við að Ieikurinn væri auðunninn, en sá nú að svo myndi, ef til vill ekki vera. Og þó hafði hún að ýmsu leyti vel að verið. Hún hafði fengið Chestermere til þess að mæta sér heimullega. Hún hafði séð um að kona hans fengi að vita um það. Hún hafði sært Katrínu hjartasáfi. En samt var hún ekki ánægð. Hún hafði ásett sér að ná Chestermere algerlega á sitt vald og teyma hann að vild sinni. Hún brosti kuldalega um leið og hún gekk á burt og sagði: — Eg skal bera þessi skilaboð til Filipps.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.