Vísir - 29.06.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 29.06.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Rltstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400 VESIR Skrifstofa og afgreiðsla í Hótol ísland SÍMI 400 6. árg. Fimtudaginn 29. júní 1916 174. tbl. Gamla Bíó Vera Saga um fallna konu í 4 þátt- um. Samin af frú Skram Knud- sen. Útbúin á leiksvið af hin- um góökunna danska leikara, Em Gregers. Frk. Gudfun Houlberg leikur aöalhlutverkið, ,Veru', af sinni venjulegu snild. Veru þurfa allir að sjá; hún er ein af þeim myndum sem menn hafa ómetanlega mikið gagn af að sjá, enda hefir hún verið sýnd víða, bæöi í Danmörku og Svíþjóð og viðurkend sem ein með b e t r i kvikmyndum. Tölusett sæti Nýr vélbátur, enn einn er nýkominn frá út- löndum og er eign fsfirðinga. Bát- urinn heitir Freyja og skipstjórinn Ölafur Guðmundsson. Erlend mynt. Kaupmhöfn 28, júnf. Sterlingspund kr. 16,40 100 frankar — 59,00 100 mðrk - 63,15 Reykj; a vf k Bankar Póslhús SterLpd. 17,40 17,40 100 fr. 61,00 61,00 100 mr. 64.00 64,00 1 florin 1,50 1,50 DoIIar 3,75 3,75 Fermingar- og afmeefis- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Arnasyni í Safna- húsinu. Einar Hjörleifsson rithöfundur hefir fengið heimboö ftá Akureyringum, til að halda þar fyrirlestra í sumar. Ráögerir hann að verða þar í ágústmánuði, en héöan fer hann norður á Blönduós snemma í nsesta mánuði. Kaupmannaráð íslands hefir opna skrifsfofu kl. 3—6 e. h. á hverjum virkum degi. Geta kaupmenn og kaupfélagsstjórar þar fengið upplýsingar um samkomulag það, sem íslenska stjórnin hefir gert við Bretland um viðskifti landanna. Skrífstofan er á Lækjartorgi M I (Melstedshús) Skrifstofustjóri er herra Carl Proppé. Sími 450. » *}Caupwant\ata3Æ. Eeyktur LAX - RATJÐMAGI fæst í Verslun Helga Zoega. Nýkomnar vörur í Versl. EDINBORG, Hafnarstræti 14. Kvenhattar. Barnahattar 1.50 til 4.oo. Regnhlffar 2.95 til 9.oo. Dömuklæði. Kjólaíau. Silki svört og mislit. ; Rifstau, margir litir. Hvergi meira úrvaí af leirvöru og postulínsvöru. Meðan eg er erlendis annast Pétur Lárusson organisti öll störf mfn við Dómkirkjuna. Rvík 27. júní 1916. Sigfús Einarsson. Hjúskapur. f gær voru gefin saman íhjóna- band: Ólafur læknir Þorsteinsson og unnusta hans Kristín Guðmunds- dóttir (Davfðssonar presls BQuð- mundssonar). Þatt fóru utan á ís- landi í brúðkaupsför. Nýja Bíó Útíagar. Sjónleikur í 3 þáttum eftir Paul Sarauw. Aðalhlutverkin leika : Nic. Johannsen, Rita Sacchetto. Ljómandi falleg mynd, ágæt- lega leikin og mjög skrautieg að frágangi. HÚS til sölu á góðum stað í bænum nú þegar. Semja ber við S^ft^V S'VftwÆsSQYV trésmið. Knattspyrnan. Kappleikurinn milli Fram og Vals sem háður var á fþróttavellinum í gærkvðld fór svo, að Fram vann 2 mörk og Valur 1. Virtust flokk- arnir vera mjög líkir. f fyrra hálf- leiknum unnu þeir sitt markið hvor og urðu Frammenn fyrri til. í sfð- ari hálfieiknum mátti lengi vel ekki í milli sjá, og var þá fremursókn en vörn af hendi Valsmanna fyrst í stað. En er eftir voru 10—15 mín. sóttu Frammenn sig og tókst Pétri Hoffmann aö koma knettinum fram hjá Stefáni inn í markið og vinna sigurinn fyrir Fram. Eftir það héldu Frammenn knettinum Valsmegin á vellinum. f þeim leik sótlu Valsmenn gegn sól og stóðu að því leyti ver að vígi. — Svo viröist sem Frammenn hvíli sig um of á lárberjunum nú orðið á milii kappleikanna og gleymi því, að ef þeir ætla að halda sigurvegara- heiðrinum, mega þeir ekki slá slöku við æfingarnar. — Ennþá hafa þeir vinninginn — en hvað verð- ur langt þangað til að Valur geng- ur af þeim báðum dauðum, Frám og Reykjavíkur? Ari Arnalds, sýslumaður er nýkominn tilbæj- arins. fFrh. á 4. síðu].

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.