Vísir - 29.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 29.06.1916, Blaðsíða 2
VlSlR VI SI R A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn tll vlðtals frá kl. 3- 4 Sími 40G.— P. O. Box 367. Best að versla i FATABÚBINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. * Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Brillouin, J, P. Brillouin, sem hér var um hríð útsendur ræðismaöur Frakka, er nú kominn í herinn. Segir hann svo frá í bréfi til Matthíasar læknis Einarssonar, að hann hafi verið að sækja um leyfi tii að ganga í her- þjónustuna síðan ófriðurinn hófst Hefir hann nú fengið þá ósk upp- fylta og lætur vel yfir. Kveðst hann hafa verið í heræfingum um hríð, og vera orðinn undirliðsforingi og fara bráðlega til vígvallarins. Ef liann hækkar eins ört í tign hér eftir sem hingað til, býst hann við að verða eftirmaður Joffres áð- ur lýkur, — Kona hans er hjá skyldfólki hans í Frakklandi. — Hann biður að heilsa öllum kunn- ingjum sínum hér. Landar í Vesturheimi. — o— Guömundur Sigurjónssou glímu- maður, sem héðan fór til Ameríku fyrir nokkrum árum, er nú geng- inn f líknardeild hersins (223. her- deild Kanadamanna). Sama blað segir að sfra Bjarni Þórarinsson hafi í hyggju að hverfa aftur hingað heim, alfarinn frá Vest- urheimi mjög bráalega. Sjóorustan. Híert ætlaði þýski flotinn ? Skiftar eru skoðanirnar um það hvert þýski flotinn hafi ætlað, er honum lenti samau við breska flotann fyrir vestan Jótlands- strendur þ. 31. maí. — En allir eru sammála um það, að hann hafi ekki átt að leggja til orustu og reyna sig við allan enska flotann. Flestir munu þeirrar skoðunar að flotinn, eða eitthvað af hon- um, hafi átt að gera árás á aust- urströnd Englands. Er það bygt á því, meðal annars, að altaf hef- ir verið þoka í lofti, er Pjóðverj- hafa farið til Englanas á herskip- um, og svo var líka í þetta sinn. — Aðrir segja að þetta sé óhugs- andi, því að til slíkra fara séu ekki notuð nenia hraðskreiðustu skipin og allur flotinn hafi ekk- ert erindi átt í þá för. Ein getgátan er sú, að senda hafi átt nokkur hraðskreið beiti- skip út í. Atlantshafið til að gera siglingum bandamanna óskunda. Aðalflotinn hafi að eins átt að fylgja þessum skipum á leið og snúa svo heim aftur. Loks hafa ensk blöð þá get- gátu eftir dönskum blaðamanni, sem staddur átti að vera í Lon- don, að flotinn hafi átt að fara norður fyrir Jótlandsskaga inn Kattegat og Stórabelti inn í Aust- ursjó. — Hafi förin verið hafin aðallega í því skyni, að sýna vin- veittum hlutlausum þjóðum, hve voldugur þýski flotinn væri, er hann þannig fœri ferða sinna og hvergi sæist til breska flotans. En síðan hafi átt að liefja hina margumræddu árás á Riga bæði frá sjó og á landi. Flotinn hefði vitanlega getað farið inn í Aust- ursjó um Kielarskurðinn, en það hefði tekið eins langan tíma, ef ferðin norður fyrir hefði gengið slysalaust. En þar sem þessar fyrirætlan- ir Pjóðverja hafi allar farið í skolum: það sé sýnt að hafn- bann Breta sé órjúfanlegt og floti Pjóðverja hafi beðið svo mikinn hnekki, að hann geti fyrst um sinn ekkert aðhafst, hvorki úti í Norðursjó né Austursjó og Bret- ar hafi ónýtt fyrirætlanir þeirra um flotaárás á Riga um langan tíma, þá sé það auðsætt að Bret- ar hafi unnið stórkostlegan sig- ur, sem fullkomlega þoli samjöfn- uð við sigurinn hjá Trafalgar. Allur þýski flotinn með Zeppe- linsskipum og kafbátum og yfir- náttúriegum fallbyssum mætti lít- illi beitiskipadeild breskri í Norð- ursjónum — og hvað skeður? Hinn voldugi þýzki floti kemst ekki lengra! Og þegar Jellicoe kom, þá lagði þýskarinn niður rófuna —• og var hart leikinn á leiðinni heim. Bresk beitiskipadeild fórnar sér til þessað stöðva þýska flotann. Bretarnir halda áfram að skjóta og berjast þó að skipið standi í björtu báli þangað til þau springa í loft upp undir þeim, og þeim tekst að stöðva allan þýska flot- ann. — En landkrabbarnjr heima taka þessu dásamlegasta afreks- verki, sem unnið hefir verið í sögu sjóhernaðarins, með nöldri og ónotum, í stað þess að skíra Hyde Park upp og kenna hann við Jótland og reisa Hood ad- mirál og fullhugum hans himin- hátt minnismerki. Hvernig Hampshire fórst Frásögn mannanna, sem af komust, þegar enska beitiskipið Hampshire först, er á þá leið, að þegar skipið var á leiðinni vestan- vert við Orkneyjar, hafi sjógangur verið svo mikill, að öldurar hafi gengið yfir skipið. Milli kl. 7.30 og 7.45 um kvöldið rakst Hamp- shire á sprengidufl og lók þegar að stingast áfram og hallast á stjór- boröa, en skipið sökk á 15 mínút- um. Skipstjóri gaf þegar skipun til skipshafnarinnar um að búast til að yfirgefa skipið. Tilraunir voru gerðar til að koma bátum á flot, en þær mistókust. Einn bát- urinn brotnaði í tvent og þeir sem í honum voru steyptusl í sjóinn. Kiichener lávarður. Þeir sáu lítið til ferða Kitcheners. Rétt eftir að skipunin um að búast til brottferðar hafði verið gefin, kom hann upp a þilfarið í för með sjó- liðsforingja einum, sem skipaöi mönnum að »víkja til hliðar fyrir Kitchener lávarði« og fóru þeir siðan upp á þilfariö og voru þar fjórir aðrir sjóliösforingjar á gangi fram óg aftur bakborða. — Kallaði þá skipstjórinn til Kitcheners og bað hann um að koma upp á stjórn- pallinn, þar sem bátur skipstjóra var. Einnig heyrðist skipstjóri kalla tli Kitcheners að hann skyldi stíga í bátinn. En enginn veit hvort hann hefir gert það, eða hvað um bátinn varð og enginn bátur sást nokkurntíma sleppa frá skipinu, Margir sklpsmenn gripu til björg- unarbeltanna og björgunarbolanna og gátu haldið sér á fioti á þeim. Þrem flekum var skotið út. 50— 70 manns komust á hvern fleka og tókst að koniast í burtu frá skipin. En þó að flekarnir kæmist á flot með svo marga menn, án þess að hlekkjast á, þá komust þó aö eins 12 af. Segja þeir sem af kornust að mennirnir hafi sumir skolast út af flekunum og aðrir dá- ið af kulda og vosbúð. T I L M I N N | S: Baðhúsið opið v, d. 8-8, Id.kv, til 11 Borgarst.skrifst. í hrunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4, K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspíl. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjóm til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimlnn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafuið opið U/,-21/, siöd. Pósthúsiö opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin Í2-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vífilsstaðahæiið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðinenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 I Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3, landsféhirðir kl. 10-2 og 5-6. tn 0 | S'AumastoJa I K * s Vöruhússins. § Karlm.fatnaðir best saumaðir! i Best efnf! g H sssss Fljótust afgreiðsla! sssss | i Árstíðirnar. (Sléttubönd hringhend.) — o— V e t u r. Vindur svali æðir ótt yfir dali, grundir; tindur, bali fölna fljótt fanna kali yndir. Vor. Sólar-bræði, Ijúfa ljós lautir, svæöi, tinda; hólar, flæði, ísar, ós öldnu klæöi hrinda. S u m a r. Sólar bjarta geisla glóð gleði hjarta veiti; hólar skarta, grösin góð græði svarta reiti. H a u s t. Sólu hallar, bjartri brá breytir vallar-hagur; njólu kallar aftur á úfinn mjallar bragur. 22. marz 1916. Ól. J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.