Vísir - 30.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1916, Blaðsíða 2
VfSIR VISIR A f g re i ö s 1 a blaðsins á Hólel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- • um degi, fnngangiu frá Vailarstraeti. Skrifstofa á sama stað, ínng. frá Aöalstr. -r Ritstjórfnn tii viðtals frá kl. 3-4 Sími 400.- P. O. Box 367. Best að versla í FATABÚfllNNI! Þar fást Regnkápur; Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Samkomulagið við Breta Þess hefir oröið vart, að margir Jeggja rangan skilning í samkornu- lag þaö, um viðskifti vor við Breta, sem skýrt hefir verið frá í blööun- um og alkunnugt var orðið að í aðsfgi var. Landstjórnin hefir ekki gert bind- andi samning um neitt annað en að skylda skip, sem héðan fara með farm til útlanda, til að koma viö í breskri höfn á leiðinni til ákvörð- unarstaðar síns. — Gegn þessari skuldbindingu lofar breska stjórnin að hindra ekki vöruflutning til ann- ara landa en þeirra er Hggja að Noröursjó og Eystrasalti, og lofar einnig að hindra ekki flutning á þeim afurðum landsins til Dan- merkur, sem notaðar verði þar í landi. Það er ekki á neinn hátt samþ. af ísl. stjórninni, að Bretar hindri vöruflutninga til Norðurlanda. Og því síður er því heitiö, fyrir lands- manna hönd, að engar afurðir verði seldar til þessara landa, eða Bret- um gefinn forkaupsréttur á nokkr- um afurðum landsins. Mönnum er þvf eftir sem áður frjálst að selja vðrurnar hverjum sem hafa vill, en eftir sem áður eiga kaupandi og seljandi það á hættu, að þær vörur, sem seldar eru og flytjast eiga til Norðurlanda og fiollands verði stöðvaðar í Bretiandi. Því fer því mjög fjarri að lands- menn, eins og menn virðast halda, séu nokkru v e r settir vegna þessa samkomulags. — Að Bretar stöðv- uöu fluiningana að og frá landinu, áttu menn og eiga að þessu leyti enn á hættu. Enöllum er frjálst aðselja afurðir sínar á opnum markaði. En ef Bretar banna flutning á afurðum vorum til þessara íanda, sem um er að ræöa, þá eru fram- Jeiðendur að því leyti betur settir hér eftir, að Brezka stjórnin hefir skuldbundið sig til að kaupa þær vðrur, sem þess vegna yrði ekki unt að fá markað fyrir annarsstað- ar, fyrir ákveðið verð. — En eng- an forkaupsrétt eiga þeir á þeim, hvorki fyrir þetta ákveðna verð eða neitt annað. Er.n hafa Bretar ekki bannaö flutning á afuröum vorum til-nokk- urs lands, og geta menn því þess- vegna selt þær hverjum sem hafa vill, fyrir hvaöa verð sem vera skal. En vissast er að selja þær á höfn hér. En auk þess hefir það unnist viö þetta samkomulag, að Bretar hafa skuldbundið sig til að sjá um að vér getum fengið allar nauð- synjavörur fluttr til landsirls. Það er því enginn efi á því, að samningar þessir eru oss afar mik- ils virði, og þeir eiga miklar þakkir skyldar, sem komið hafa þessu í kring. Reglugerð um ráðstafanir til að tryggja verzlun landsins. Samkvæmt keimild í 1, gr. bráöa- birgðarlaga 24. maí þ. á., um heímild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutning- um til landsins, eru hér með sett eftirfarandi lyrirmæli. 1. gr. Bánnað er aö flytja út frá íslandi hverskonar farm eða farm- hluta, í öðrum skipum en þeim, er í ferö sinni til ákvörðunarstaðarins koma við í brezkri höfn. Þetta gildir þó eigi um skip, er héðan fara beint til Ameríku með farm eða farmhluta, ef ræðismaður Brela hér veitir samþykki sitt til þess. 2. gr. Áöur en sklpa iregi farmi þeim eða farmhluta, er í fyrslu gr. segir, út í skip héðan til útlanda, skal skipstjóti undirrita og afhenda lögreglustjóra eða umboðsmanni hans skuldbindingu um viðkomu i brezkri höfn, svo sem í 1. gr. að ofan er fyrir mælt. 3. gr. Brot gegn ákvæðum reglu- gerðar þessarar varða sektum alt að 10 þúsund krónum. Bæði sá, er út lætur flytja og skipstjóri, án þess að ákvæðum 2. gr. sé fullnægt, skal sekur talinn við ákvæði 2. gr. Skipstjóri, er brýtur, án alment öviðráðanlegra atvika, skuldbindingu gefna samkvæmt 2. gr., skal sæta sðmu sektum. Skip og farmur er að veði fyrir sektunum. 4. gr. Sá, er byrj'ar að skipa út, án þess að slik skuldbinding sé gefin, sem í 2. gr. segir, skal sæta sektum frá 200—10000 krónum, og telst bæði sá, er út lætur skipa, og skipstjóri sekur um þetta brot. Skipstjóri, sem án alment óviö- ráðanlegra atvika brýtur skuldbind- ingu sína, er hann gefur samkvæmt 2. gr. skal sæta sektum frá 10000 — 100000 krónur. Þá er ákveða skal sektir, skal taka hliðsjón til verðmætis þess, sem flytja skal eða flmt er í skip. 5. gr. Með mál út af brotutn gegn reglugerö þessari skal fara sem almenn lögreglumál. Áður en dómari úrskurði sektir, án þess að mál fari undir dóm, skal málið borið undir stjórnar- ráðið. 6. Reglugerð þessi. öðlast gildi þegar í stað. í stjórnarráði íslands, 24. júní 1916. í fjarveiu ráöherra. Klemens Jónsson. Jðn Hermannsson (Tekið úr Lögbirtingabl.). Sjóorusta fyrfr norðan jsland? —o— Norðan af Sléttu barst bréf til manns hér i bænum nú með póst- inum, þar sem sagt er frá því, að sjóorusta mnni hafa staðið þar úti fyrir þ. 9. þ. m. Ekki höfðu skip- in þó sézt, né reykur frá þeim, en skothriðin stóð yfir í hálfan annan kiukkutíma, , _.' Bréfritarinn er greindur og mjög ábyggilegur maður, svo að ekjci kemur til mála að þetta sé rangt hermt. Enda getur vel verið að þýzk herskip séu á sveimi hér í kring. Er svo sagt í enskum blöð- um, að Þj'óðverjar hafi sent nokk- ur smá herskip út í Norðursjóinn, um mánaðamótin síðustu, en þau munu nú flest skotin í kaf að vísu. Fréttaburðun — o--- Bre«kur þingmaður, A. Ponson- by, gat þess í ræðu sem hann hélt nýlega í Olasgow, hvernig dagblöð bera stundum fréttirnar. Eftir því sem honum sagðist frá, er eitt dæmið þetta; Þýzka blaðið «Kölnische Zeitung* kom fyrst með svona frétt: „Þegar fregnin kom, að Ant- .-—•-* ' v.-~--~^-':.-"Z SfW--1 sr,'_*-j ' T I L fvl I N N I S: Baöhúsið opið «. d. 8-8. ld.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. i hrunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrífst. Hverfisg. op, v. d, 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 or 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd.87, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbökasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opínn v. d. daglangt (8-°) Helga daga 10-12 og4-7 Náttíirugripasafniö opið lV,-2'/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðln 12-2 og 4-0. Stjórnarráðsskrifsiofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Isj.íðnicnjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis iækning háskóians Kirkjustrætl 12 t Alm, lækningar á þriðjud. og föstud, U. 12-1. Eyrua-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2-3. landsféhiröir kl. 10-2 og 5-6. K Vöruhússins. m íi. § Karlm.fatnaðir best saumaðir! Best efni! a sss« Fljótust afgreiðsla! sssss *}taup\? ^dxýx werpen hefði gefist upp, var kirkju- klukkunum (sem sé: á Pýzkalandi) hringt.« »Le Matin*, franskt blaö, kom þessu næst í stílinn á þennanhátt: -Frétt sem sfendur í «Kolnische Zeitung, segir frá því, að prestarnir í Antwerpen hafi verið þvingaöir til að hringja kirkjuklukkunum, þegar borgin var yfirunnin*. «London Times«, enskt blað, gerði svo þessa umbót: »Le Matin*, hefir það eftir frétt frá Cologna, að belgisku prestarnir, sem neituðu að hringja kirkju- klukkunum, þegar Antwerpen féll í hendur Þjóðverja, hafi aliir veriö reknir út af heimilum sínuni«. »Correra della Sera«, ítalskt blað, tók nú við, og gekk frá þessu svona: *London Times* hefir fengið þá frétt frá Cologne, gegnum París, að allir belgisku prestarnir, sem af- sögðu að hringja kirkjuklukkunum, þegar Antwerpen var tekin, haíi verið reknir í þrældóms vinnu*. »Le Matin«, blaðið sem gerði fyrstu affærsluna, rak nú smiðs- höggið á þetta með því að flytja söguna svona: »Corriera della Sera hefir það eftir fréttum frá Cologne, gegn um Lundúnir, að nú sé staðhæft, að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.