Vísir - 02.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 02.07.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR A f g r e l ð s i a blaðsins á Hótel Island er opin frá bl. 8 R á hverj- n m Uegi, Inngangur irá Vallarstrætl. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 3-4 Sími 400.— P. O. Bos 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 j Utlit meö fisk- og síldarverð. (Úr skýrslu erindreka Fiskifélags íslatids), —o— Það er engurn vafa uridirorpið, að verð á fiski og síld veröur hátt á næsta markaöstíma og ber margt ti) þess og þó einkum að fyrir- liggjandi birgðir eru sáraliltlar al- ! staðar þar sem til spyrst, framleíðsl- ’ an lítil og verð á öðrum matvörum J svo sem kjöti afskaplega hátt. í fyrri skýrslu er það tekið íram að fiskverð í veiðistöðum í Noregi hefir verið afar hátt, um og yfir 90 aura kíló saltfisks. í Bordeaux á Frakklandi voru fyrstu hleðslur frá íslandi seldar fyrir 100 franka 55 kíló. Aflabrögð hjá Englendiiigum i og Skotum hafa brugðist svo, að talinn er nú helmingi minni afli en í fyrra, en verðmæti hans hefir ^ orðið nokkrn meira enn síðastliðið ár. Undir núverandi kringumstæðum geta auövitaö óvænt atvik haft snögg áhrif á söluna, en þó má maður vænta þess að geta fengið frá 1'50 —160 kr. fyrir skipp. af vel verk- uðum fiski þegar kemur fram á sumarkaijptímann. Heyrst hefir að Norðmenn hafi nú þegar keypt talsvert aö saltfiski hekna, fyrir mjög lágt verð og séu þeir ánægðir yfir þeirri verzlun. Um síldarverðið má að miklu leyti segja hið sama. Þó síldar- veiöin viö Noreg hafi í vetur verið miklu meiri en áður, þá er hún þegar öll uppseld. Strax og fram- Ieiðslan hætti hækkaði verðið til muna svo nú er það komið yfir 100 kr. tunnan. Svíar hafa aflað yfir hálfa miljón tunnur sem alt er selt, og af þsssum afla hefir aðeins verið saltaður rúmur tíundi hluti, hitt verið selt nýlt. Til loka apríl- mánaðar höfðu Svíar aflað 529,000 hl, þar af satlað 68,000 hl., og veiöin sögð á förum. Það er afarnauðsynlegt að fram- leiðendur, fisk- og síldarseljendur — deildir Fiskifélaganna — myndi með sér samtök um að halda af- urðunuin í sem jöfnuslu verði, kynni sér eftir föngum skýrslur um markaðsverðiö erlendis, og einn bjóði ekki vöru sína miklu ódýr- ara en annar, því það spillir mark- aðinum og aöeins gefur útlendum milliliöum þann ágóða, er á að lenda í höndnm innletidra manna. Þegar einn hefir í gáleysi selt vöru sína fyrir lágt verð, þá spillir þaö fytir þeim er síðar verða að selja, og verður jafnan örðugt að hækka verðiö eftir á. Einn stórkaupmað- ur hér skýröi rnér frá að hann hefði verið búinn að gera góða samninga um sölu á fiski til Nor- vegs frá íslandi. En þegar Norð- menn gátu keypt fiskinn sjálfir fyrir miklu lægra verð heim3, þá hefðu þeii kaupskilmálar vetið npphaínir. Þetta sama ælli að eiga sér stað 9 með sölu á sild, framleiðendurnir eiga að koma sér saman um lág- verð það sem þeir vilja bjóða liar.a fyrir, og haga sér svo eftir atvikum með söluna. o— Svíar hugsa sér að afla síldar við ísiand í sumar eiijs og að undan- förnu, og eftir því sem norsk blöð segja, hafa þcir fengið sfyrk úr rík- issjóði til veiðanna. Þeir haga sér auðvitað eins og Norðmenn frænd- ur þeirra að sækja heim til okkar varning þann, sem þá vanhagar um. — Þessum herrum þykir sjálfsagt að íára heim til íslauds á surnrin og setja þar búöir sínar og hverfa svo heim meö fenginn auð að haust- inu. ísland er í augum þessara manna nokkurskouar almenningnr sem öllum er heimilt að nota. — Slíkt fyrirkomulag þarf að iaga. Einstaka jarðeigendur eiga ekki aö hafa heimild til, — án leyfis landstjórnarinnar, að selja á leigu nokkra valda staði af jörðum sín- um til slíkrar notkunar, og eru fleiri atriði í sambandi við þetta mál sem þarf frekari athugunar. — o— Englendingar hafa bannað inn- flutning á salti og ís, ennfremur útflutning á veiðarfærum. Hvað útflutningsbanni á þessum vöruteg- undum viðvíkur, þá kvarfa allir Noröurlandabúar yfir því. Gerð hefir verið ráðstöfun til að fá und- anþágti fyrir íslands hönd meö ein- stöku sendingar, en óvíst hvernig þeirri málaleitun verður tekið. (Ægir). * deUan. Eins og áður hefir veriðskýrtfrá, hefir Lloyd George verið að reyna að koma á sáttum milli íra. — Það sem samkomulagið virðist aðallega stranda á er það, að meirihluti íbúa Ulsterfylkjanna 6 vilja ekki láta heimastjórnarlögin ganga í gildi í Ulster, og krefjast þess, að þau héruð verði undan- þegin iögunum um aldur og æfi. Minni hlutinn þar og meiri liluti Bllra annara landsmanna krefjast þess á hinn bóginn að lögin nái einnig til Ulster. — Lloyd Ge- orge mun hafa verið að fá sam- komulag um að lögin gangi ekki í gildi í Utsterhéruðum fyrst um sinn, — Það er með öðrum örðum ná- kvæmlega sama deilan um heima- sljórnarlögin og fyrir ófriðinn — því Bretinn er þrár og írinn ekki síður. Sagt er að Carson fylgi Ulstermönnum enn að tnálum. Síídartunnur, Svíar hafa bannað útflutning á nýjum síldartunnum frá 13. júní um óákveðinn tíma. Sigurlaun Rússa. Símað héfir verið tii norskra blaða frá New York,xað sigur- vinningar Rússa hafi orðiðtii þess að bankar í Bandaríkjunutn séu nú fúsir til að veita Rússum nýtt * lán að upphæð tíu milj. steripd. Tizza greifi óttast ekkí framsókn Rússa. Tizza greifi, forsætisráðherra Ungverja hefir nýlega lýst yfir því opinberlega sem sinni skoð- un, að sókn Rússa sú sem nú stendur yfir sé ekki hættuleg miðveldunum: „þetta yrði að segjast, vegna þess að það væri skylda manns að vera hreinskil- inn, bæði við sjálfan sig og þjóð- innar þessir viðburðir myndu engin úrslitaáhrif hafa á ófriðinn. TIL MINNIS: Baðhúsið opið v d. 8-8, id.kv. til il Borgarsf.skrifji. i brunasföð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrilsl. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Isiandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. A!m. samk, sunnd. 8'/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við í tals 10-12 I Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimínn opinn v, d, daglangt (8-0) Helga daga 10-12 og4-7 Náítúrugripasafnið opið 1 */,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd, 9-1 Saniábyrgðin 12-2 og 4-6, Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsslaðahælið. Hcirnsóknartúni 12-1 Þjéðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ó k e y p i 9 1 æ k n i n g háskólans Kirkjustrætl 12 i Alm. lækningar á þriðjud. Og föstud kl. 12—1. Fyrna-, nef- op hálslækningar á föstud. kl. 2 3. , Taunlækningar á þriðjnd. kl. 2—3. Angnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. ki. 2—3. landsféhirðir kl. 10— 2 og 5-6. Hús til sölu á góðum stað i bænum nú þegar. Semja ber við §\£UY\. S\3UY%SS0tl trésmið. Verzlunarfloti Norðmanna hefir vaxið síðan í ófriðarbyrjun um 140 skip sem bera samtals 206821 smálest. Mikil eftirspurn. Hlutafélagið „Hippalos“ t Kaup- mannahöfn bauð út hlud til að kaupa fyrir segiskip, og var hlutafjárupphæðin ákveðin 400 þúsund krónur. En árangur út- boðsins varð sá að menn skrif- uðu sig fyir upphæðinni 75 faldri. Fengu þeir þvt engan hlut sem höfðu skrifað sig fyrir minni upphæð en 5Q00 krónur. Langsjöi og þríhyrnur fást alt af í Gatöarssiræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.