Vísir - 05.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 05.07.1916, Blaðsíða 3
v i s;i;r virtist þá ekki annað fyrir hendi en að setja hann inn í embættið. Kirkjumálaráðherrann vildi þó fara varlega að öllu og hafa tal af biskupi þeim, Wegener, sem átti að gefa prestinum skipunar- bréfið, Biskup var óákveðinn í svörum og það varð að sam- komulagi með honum og ráð- herra, að hann skyldi leita álits embættisbræðra sinna, en svo fór að lokum, að biskup þverneitaði að láta Rasmussen í té skipun- bréf og að taka að sér umsjá með honum. En biskupar létu í Ijósi að þeir teldu réttara að reynt yrði að greiða fram úr málinu á þann hátt, að ekki þyrftu að rísa snarpar trúmáladeilur út af því. Ráðherra samdi þá lagafrum- varp, þar sem svo var ákveðið, að ef biskup færist undan því að veita presti skipunarbréf eða neitar að hafa eftirlit með hon- um, þá getur kirkjumálaráðherr- ann látið setja prestinn inn í embættið og tekið að sér eftir- litið. Frumvarp þetta bar ráð- herra svo undir biskupana og þeir lögðu allir með því, að það yrði gert að lögum. En þá kom til þingsins kasta. Þegar stjórnin lagði frumvarpið fyrir þir.gið, kom það þegar í Ijós, að hægrimenn og íhalds- samir vinstrimenn voru eindreg- ið andvígir frumvarpinu, ogj. C Christensen hélt ræðu á móti því þegar við fyrstu umræðu. Frum- varpið var þó samþykt í þjóð- þinginu, því þar eru jafnaðar- menn og frjálslyndir vinstrimenn í ákveðnum meirihluta. — En í landsþinginu féll það. Síra Arboe Rasmussen fær því reynsiu fyrir því, að »ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið«. Allar líkur eru til, að miklar deilur rísi út af þessu máli, því að ekki er það sennilegt, að sú frjálslynda stjórn, sem nú situr að völdum í Danmörku, láti það niður falla við svo búið. Blaðið »Politiken« fullyrðir að Rasmussen muni hafa átt að taka við prestakallinu í Vaalse 1. júlí, hvort sem lögin yrðu samþykt eða feld. Brunairyggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miöstræti 6 — Talsími 254 Det kgi. octr> Brandassuranco Conrtp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifsto!utími8-12 og -28. Ausíurstræti 1. N. B. Nlelsen. i stttl&uv, kavtmewfv uugtvtv^av, sem táS- § % £ * ; , ;■ ' f" ■ v - . ~ j? rí . 'j- ^ \8 W Vvt síld&tuvtvtvu K\í ^8. tiívov- stevtvssou, gejv svg S«attv í s&tvj- stoju mvtvtvv Jöstuds^ 1. ttu M. ö ttl % sö. 4i % Th. Thorsteinsson. óskast á kajjxkús. — v. á. UGAVIGT óskast til leigu eða kaups. Uppl. í versl. Verðandi. Prentsm. Þ. Þ. Clementz. Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 75 ---- Frh. — Hvaða fréttir hafiö þér að færa mér, Rupert? spurði hún blátt áfram. Hvaða heimskupör hefir Teddy minn nú gert af sér? Hann Ieit til liennar mjög al- vörugefinn. — Maðurinn yöar er dáinn, sagði hann lágt. Rósabella Iét sér hvergi bregða. — Af slysi, — eða hvað ? spurði hún eftir stundarþögn. — Hann fyrirfór sér, sagði Ru- pert stilt og rólega. En þér þurfið ekki að spyrja um orsakirnar. Þér •nunnð fara nær um þær. Rósabella brosti við. — Já, sagði hún kuldalega. Eg Gýst við að mér sé kunnugt um hær. Það var mjög hugulsamt af Vður, Rupert, að gera yður þetta ómak. Húu snérj s£r nndan og fór nú strax að hugleiða hver áhrif þessi óvænti atburður myndi hafa í för með sér fyrir hana. Hún hafði ásett sér að eyöileggja heimilislíf Katrínar. Og henni varð nú skyndilega ljóst að þessi at- burður myndi verða til þess. Hún sá það líka að þetta myndi hafa alvarlegar afleiöingar fyrirhana sjálfa. En hún varð að nota sér atvikin að þessum atburði sem bezt til eigin hagsmuna. Hún leit til Ruperts og sá og fann fyrirlitninguna sem skein út úr honum. Eg íniynda mér að það sé búist við að eg komi strax til Chestérmere-hallarinnar, sagði hún blátt áfram og kuldalega. — Á því er engin þörf, svaraði hann í sama tón. Þér hafið ekkert þar að gera. Rósabella ypti öxlum. — Eg þakka fyrir að vera Iaus við það. Mér er illa við veikindi og dauða. Og ef enginn saknar mín þar í höllinni þá er það þess betra. Eruö þér kominn hingað til að bjóða mér aðstoð? Eg ímynda mér að það sé ýmislegt, sem þarf að annast um og mér þætti gott að vera Iaus við. Viljið þér síma til Agnesar frænku, lögmannsins okkar, og hertogans, tengdaföður míns líklega líka. Það mun verða þörf á líkskoðun, ímynda eg mér. Þetta verður alt mjög óþægilegt fyrir frú Chestermere. Rupert Ieit upp og hrökk við. Hann sagði við sjálfann sig aö Rósabella heföi fljótt áttað sig á því, að af þessu myndi leiða ekki eingöngu hætta fyrir Chestermere sjálfan, heldur einnig skömm og smán fyrir konu hans, og að hún óskaði hvorstveggja. En alt í einu réði hann við sig hvað gera skyldi. Henni hafði tek- ist að gera hann ófarsælan. Henni hafði tekist að verða orsök í dauða Edwards. Henni skyldi alls ekki hepnast að eyðileggja líf Filipps og konu hans, — að minsta kosti ekki ef hann gæti nokkuð við ráðið. Hann varð að koma í veg fyrir þetta og það nndir eins, því um sakleysi Filipps var hann sannfærð- ur. Hann sá aðeins einn veg, og þó honum félli illa að nota hann fanst honum ekkert undanfæri að taka til þeirra ráða. Hann og Rósabella voru ekki tvö ein í stofunni. Sumt af þjón- ustufólkinu var þar. Hann varð áð nota sér nærveru þess til þess að koma áformi sínu fram. Hann var að vísu ekki ánægður með það, en hann vissi að Rósabella myndi nota án vægðar hvert vopn sem hún næði í og henni hugkvæmdist, til að koma sínu fram. Því skyldi hann þá hika við að nota hennar aðferð. Rómurinn var hvorki hlýr eða mjúkur þegar hann byrjaði aö tala: — Óþægindin benda ekki á frú Chestermere, heldur á yöur, frú Antrobus, sagöi hann hægt og með áherzlu. Vitaskuld þykir frú Ches- termere það ákatlega leitt að þetta skuli hafa komiö fyrir í hennar húsum. Það hefir haft mjög sær- andi áhrif á hana og Filipp. Og þó eg nái hundrað ára aldri, þá verð eg aldrei fær um, á þann hátt sem vert er, að geta beðið þau fyrirgefningar á því að það er mér að kenna að þessi sorgarleikur fór fram í húsum þeirra. Rósabella varö náföl. — Yður að kenna, greip hún fram í. Hvernig yður að kenna. — Maðurinn yðar, frú Antrobus, var einmitt að elta mig þangaö. Vissuð þér það ekki ? Hann hafði komið heim til roín snemma í morgun, og þar var honum sagt að han myndi frétta til mín ef hann færi þangað, og hann var að elta mig — og yður. Vitaskuld var grunur hans á engum rökum bygður. En hann var nú svona afbrýðisamur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.