Vísir - 06.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 06.07.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR Afgreiösla blaösins á Hótel fsland er opin frn kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur irá Vniiarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng, frá ASalstr. — Ritstjórfnn til vlötals frá kl. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þarfást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Kanzlarinn talar. Hann hrœðist hvorki dauðann né djöfulinn. Allmikið er farið að bóla á óá- nægju í Þýzkalandi út af ófriðn- um og skortinum sem hann leiðir yfir þjóðina. Upp á síðkastið hafa verið gefin út feiknin öll af flug- ritum, flestum nafnlausum, en sum eru eftir þekta menn. Flugrit þessi fara mörg hörðum orðum um stjórn- ina og hermenskuæðið sem hún hafi leitt yfir þjóöina. Einkum er eitt ritið harðort um ríkiskanzlar- ann. — Ritum þessum er stráö út um alt land og komast þau jafnvel alla leið niður í skotgrafirnar, en ekki hafa þau verið gerð að um- ræðuefni í þinginu fyr en kanzlar- inn þóttist ekki geta þagað lengur, en þá var nýútkominn skamma- bæklingurinn um hann sjálfan og geröi hann það rit sérstaklega að umtalsefni og bar af sér sakir þær sem það bar á hann. — í lok ræðu sinnar fórust honum þannig orð: »Eg veit að engitin flokkur í þinginu er samþykkur þessum æs- ingatilraunum. . . . . Eg sé aila þjóðina berjast sem ofurmenni fyrir framtíö sinni. Synir vorir og bræð- ur berjast og falla í bróöerni. Þeir bera allir sömu ástina til föður- landsins, bæði hinir ríku og þeir sem hafa orðið að heyja daglega baráttu viö örbirgðina. Allra hjörtu eru hert í hinum heilaga eldi föð- urlandsástarinnar, svo að þau bjóða dauöanum birgin í þúsund hætt- um unz þau hætta aö slá. Féndur vorir ætla aö berjast til þessítrasta. Vér hræöumst hvorki dauðann né djöfulinn, og ekki heldur sultar- djöfulinn sem þeir ætla að senda inn í Iandiö. Mennirnir, sem berj- ast þama suöur hjá Verdun, þeir, sem berjast með Hindenburg, og blájakkarnir okkar hugprúðu, sem sýndu Albion (Englandi) að rott- urnar bíta, þeir eru afkomeudur kynslóða, sem hafa lært að þola skoit. Þessi skortur er hér; egsegi það rólega og fer ekki í launkofa með það, ekki heldur fyrir útlend- ingum; en viö getum staðist hann. Einnig f þeirri baráttu vinnum viö á. Hinn miskunnsami guð gefur landinu góða uppskeru. Það verð- ur ekki verra ár nú en hið örðuga ár í fyira, heldur betra. Þettatraust óvina vorra á fjárhagsöröugleikum vorum mun bregðast. Sigur flotans okkar unga þann 1. júní stígur oss ekki til höfuðs. Vér vitum að vér höfum ekki kornið Englandi á knén meö honum, en hann er fyrirboði framtíðar vorrai’ þegar Þýzkaland vinnur sér jafn- rélti á sjónum, og um leið veitir smáþjóðum fult frelsi á siglinga- Ieiðunum sem Englendingar halda nú lokuðum. Þaö er þessi skæri vonarbjarmi, sem stafar af fyrsta degi þessa mánaðar. (Á eftir þess- um orðum glumdi við í húsinu af fagnaöarópum, bæði frá þingmönn- um og áheyrendum. Flestir þing- nrenn stóðu upp og hrópuðu og klöppuöu. Kauzlarinn þakkaöi hvað eftir anna, og í hvert skifti hófust fagnaöarlætin á ný). Eúsneskt Jíveníólk f stríðinu. —o— Nl. I byrjun striösins var þaö mesti fjöldi ungra kvenna, sem tóku upp hjúkrunarstörf við herinn; sérstak- lega voru það ríkismann- og em- bættismannadætur. En nú á síö- astliðnu ári og hinu yfirstandandi ári ganga þær beint í herinn. Þessi skjaldmeyja hugmynd er ekki ný hjá íússnesku þjóöinni, því í meira en heila öld hafa rússnesk- ar prinsessur verið heiöurs ofurstar í herdeildum Rússa. Olga prinsessa, elzta dóttir keisarans, hefir verið ofursti í riddaraliðinu í mörg ár, og ríður ætíð í broddi fylkíngar við hersýningar. Samkomulag, samvinna og sam- hygö rússneskra karla og kvenna, hefir ælíð verið öðruvísi en það er hjá öðrum þjóðum, og það er ó- hætt aö segja á hærra stigi, því á milli rússneskra karla og kvenna er þetta indæla vinskapar- og jafnréttis- samband, sem ekki finst hjá öðrum þjóðum, siðuðum .eða ósiðuðum. Eftir aö Tartarnir fóru úr landinu, voru rússneskar konur mjög ófrjáls- ar; þeim ver haldiö í einskonar kvennabúrum og höfðu lítið meiri rétt á sér en gripir. En kona ein, María Passadnitza að nafni, prédikaði þangað lil fyrir samlöndum sínum í Novgorod, og þar í kring, að eins konar kven- frelsi komst á, og gömlu kvenna- búrssiðirnir voru aflagöir. Marfa Passadnilza var sett í æfilangt fang- elsi í klaustri einu, en hún haföi brotiö þrældómsokið af systrum | síuum og það var henni nóg. ; Já, það er þessi jafnréttis, vin- skapar og samúðurtilfinning, sem Marfa gróönrsetti í hug og hjarta þjóöarinnar og sérstaklega kven- j þjóðarinuar sem gefur rússneskum ' konurn þetta göfuga hugrekki, þessa I óttalausu stillingu og þessa móður- I Iegu biíðu og viðkvæmni og um- önnun. Það er þetta ofanskráða sem gef- ur henni hugrekkiö til að berjast við hliö föður, sonar, bónda og bróöur. Eg vildi óska, að kven- fólk okkar siðuðu þjóðar stæði eins ofarlega i mannúðar og mannkær- leikastiganum«. t>ýsk biöð um Kitchener lávarð. Pað vill oft fara svo, að liæfi- leikar manna eru ekki viðurkendir fyr en að þeinr látnum. í þýsk- um blöðuni var aldrei gert mikið úr herstjórnarhæfileikum Kitchen- ers meðan hann lifði, en eftir fráfall hans er svo að sjá, sem þau álfti þó að E n g 1 a n d hafi mist mikið og ekki fara þau dult T ttieð hug Pjóðverja til hans. | BerlinerTageblatt segir: i Kitchener lávarður liggur nú á 'c ; sjávarbotni. Hann var fjandmað- ur vor, illvígasti og grimmasti f jandmaður vor, upphafsmaður að þeirri aðferð, sem Bretar beita nú til að koma óvinum sínum á kné og fylgismaður allra misk- unarlausustu hernaðaraðferða. En vér viljum ekki kyrja yfir honum bölbænir hatursins þar sem hann liggur dáinn hermannadauða í gröf sinni í bylgjunum....... !; Þar sem Kitchener lávarður er fallinn frá, eiga Bretar ekki að eins miklum manni á bak að sjá. Hann var eini maðurinn sem Bretar trúðu á í öllu sem snerti hernað á landi. V o r w e r t s segir: Menn s'kyldu forðast að gera ofmikið úr þeim hnekki, sem breski her- inn hafi orðið fyrir við fráfail Kitcheners lávarðar. Pví, þó að lengi megi þrátta um þá staðhæf- ingu, að ætíð sé unt að fá mann manns í stað — reynsla manna í þessum ófriði og einkum stjórn- málaviðburðirnir, sanna nánast það gagnstæða — þá veföur að T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv, til 51 Borgarst.skrif jt. i brunastðð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. llverfisg. op, v, d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspíf. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankínn 10-3, Bankastjórn til við tais 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 . Landssindnn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúiugrlpasafnið opið P/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v, d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartúni 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Ktrkjustrætf 12: Alm. lækningar á þriðjud. og fðstud kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á fðstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á rcið- vikud. kl. 2—3. landsféhirðir ki. 10—2 og 5—6. 1--2 stúlkur vanar saumaskap — geta fengið vinnu nú þegar á §aum&sto$tt *\)öxtt^\ttss\tv5. gæta þess, að skipulag það, sem Kitchener ætlaði að koma á herinn, er í öllum aðalatriðum komið á og enginn efi á því að því verður haldið undir nýrri stjórn. Engilsaxneski þjóðflokk- urinn hefir áreiðanlega til að bera þá seiglu og það viljaþrek, sem jafnvel hin þyngstu óhöpp fá ekki unnið bug á. Loks segir Hamburger Fremdenblatt: Dauði Kitc- heners lávarðar spáir óförum fyrir Bretum. Með honum er fallin sterkasta stoð þeirra sigurvona, sem enska þjóðin hefir alið þrátt fyrir allar hrakfarirnar. Á hans herðum hvíldi það Grettistak, að búa til her úr mannfjöldanum, sem smalað vai* saman á ófrið- arárunum og stjórna hernaðinum í aðaldráttum. Vald hans í hermála ráðuneytinu var svo ótakmarkað og stjórn hans svo sjálfstæð, að við liggur að fráfall hans lami allar hernaðarframkvæmdir Breta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.