Vísir - 08.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1916, Blaðsíða 2
/ VlSlR VISIR A f g r e I ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá ki. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrætl, Skrífstofa á sama stað, lnng. frá Aðalstr, — Ritstjórínn tll vlðtals frá kl. 3-4. Síml 400.— P. O. Box 367. Best aö versla í FATABÚfllNNI! ÞarfástRegnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og bbrn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Maívælaverð í Berlín. Þýzkablaðið Vorwaerts hef- ir birt skýrslu um verð á matvæl- um í Berlín í júnímánuði 1914, '15 og '16 og vekur athygli á því að verðlistinn árið 1916 sé tölu- vert styttri en hin árin, vegna þess að ýmsar vöruteg. séu nú ófáan- legar. Hér fer á eftir verðlistinn 1916 yfir nokkrar aigengustu tegundirnar. Verðið er talið í þýzkri mynt, mörk- um og pfennig og miðað við pund. Kartöflur 0,65 Kjöt, niðursoðið 2,80 Smjör 2,88 Smjörlíki 2,00 Grjón 0,49 Haframjöl 0,80 Rúgmjöl 0,22 Hveitimjöl 0,24 Kakao 5,50 Súkkulaðiduft 3,20 Kaffibætir 0,55 Sykur 0,30 Hreint kaffi er ófáanlegt. Kaffi það sem selt er, er bkndað kaffi- bæti til helminga og kostar 1,68. Síld kostar 0,28 stykkið. Erfðafestutönd, Frá bœjarstjórnarfundi. Það var óneitanlega einkenni- legt eitt málið, sem rætt var á bæjar- stjórnarfundinum í fyrrad., eina máf- ið, auk gasstöðvarinnar, sem nokk- uð var rtiett. Bænum hefir verið boðinn for- kaupsrétfur að erföafestulandi við Laugalækinn fyrir 2500 krónur. Óskar Halldórsson garðyrkjumaður fékk land þetta, 30 dagsláttur að stærð, á erfðafestu í fyrra, vitanlega fyrir ekkert annað en árlegt erfða- festugjald. Síðan hefir Ó. H. ekkert gert landinu til góða annað en að girða það að einhverju leyti, og eru þau mannvirki lauslega áætluð 300 króna virði. — En nú* eru honum boðnar 2500 kr. fyrirland- ið eins og það er Máiið kom til kasta fasteigna- nefndar, en hún varð ekki á eitt mál sátt. Borgarstjóri vildi hafna forkaupsréiti en Jöt undur Brynjólfs- I son sæta honum. s ] . i Borgarstjóri geröi þá grein fynr i ' sinni afstöðu, aö nú væri í sjálfu * j sér alveg eins ástatt og þegar Ó. H, fékk landið. Honum hafi það verið selt á erfðafestu sérstaklega meö til- liti til þess að hann hefði verið álitinn efnilegur garðræktarmaður og því búist við að hann myndi fljótt koma landinu í góða rækt og gera þar mikla og góöa kartöflu- garða. Þessar vonir hafi aö vísu brugðist, landinu hafi ekki verið gert neitt til góða enn. En nú kemur annar garðyrkjumaður, Ragn- ar Ásgeirsson, og vill kaupa landiö (í fél. við Guðm. Davíðsson skóg- fræðing). Það er víst, að hann ætl- ar ekkert annað við það að gera, en aö rækta það. Hafi það verið rétt, að Iáta Óskar fá landið, þá er líka rétt að gefa Ragnari og Guð- mundi kaupatétt á því, nema um algerða stefnubreytingu sé að ræða og aö hér eftir eigi ekki aö láta nein lönd á erfðafestu, og er þó óviðkunnanlegt að borga 2500 kr. fyrir ekkert, — og ekkert vit í að nota forkaupsréttinn, nema ákveðið sé að byrja þegar á ræktun lands- ins. Þetta land er ekkert betra en hundruð dagslátla sem bærinn á þar í kring, nema ef vera skyldi mjó ræma meðfram Laugalæknum, vegna heitra uppspretta sem þar eru. En samkvæmt erfðafestusamn- ingnum hefir bærinn réit til að taka 15 metra breiða ræmu meðfram læknum þegar hann vill. Og alt landið getur bærinn tekið aftr fyrir 20 a. ferm, er hann vill. Þegar land- ið er komið í fulla rækt, þá er þaö verð Iítið meira en sem svarar rækt- unarkostnaðinum. — Nú liggfur fyrir að koma allmiklu landflæmi í Foss- , vogi í rækt, og er byrjað að undir- búa það. Ætti það að vera uóg verkefni fyrst í stað, að gera þar 40—50 kúa tún, og hætt við að bærinn reisi sér hurðarás um öxl, ef hann á að hafa meira undir í einUi Jör. Br. hélt því fram, að land þetfa myndi vera 2500 kr. virði, landið sjáift, en ekki það sem unn- ið hefði verið því til bóta. Aö öðrum kosti myndu þeir Ragnar og Guðm., sem báðir eru jarðræktar- menn, ekki bjóða þá upphæð í það. Þó að landið hafi verið látið á erföafesta, sé það engin sönnun þess að.það hafi verið rétt. Bær- inn ætti ekki að láta nein lönd á erfðafestu, heldur aðeins á leigu og tryggja leigjendunum full afnot af því og endurgjalda þeim kostnað- inn að Ieigutímanum liðnum. Með erfðafestulönd er farið eins og eign. Menn selja ekki að ems verk sín á landinu heldur landið sjálft. Það eru ekki verk O. H. á landinu sem eru 2500 kr. virði, heldur landið sjálft, en það á hann ekki að réttu lagi, heldur bærinn. Stefnubreyt- ing er því nauðsynleg. Ræðum. áleit land það, sem hér er um að ræða, svo gott til grasræktar, vegna þess að það liggur viö laugalækinn, að bærinn ætti hvergi völ á öðru cins. Ef bærinn ætlaði að koma sér upp kúabúi, mætti hann því ekki sleppa þessu landi. Þegar það væri orðið fullræktað, yrði það afardýrt. Að öllum líkindum yrði þá ekki bægt að fá það fyrir 20 aura ferm., því boðið yrði miklu hærra verð fyrir þaö, jafnvel 40—50 aurar og yrði þá verð blettsins 40—50 þús. kr. En það verð myndi ekki borga sig fyrir bæinn að gefa fyrir 1.0 kúa tún. Sigurðurjónsson áleit að bærinn ætti mikið land sem eins vel væri fallið til grasræktar og þessi bletlur og svo mundi ástatt um mörg erföafestulönd, að bærinn gæti eign- ast þau með Iéttara móti en að gefa 2500 kr. fyrir ekkert. Að réttu lagi inundtt mörg erfðafestulönd vera fallin aftur til bæjarins ef vel væri að gáö. Landþrengslin væru því ekki eins mikil og f fljótu bragði virtlst. En það taldi hann óviðkunnanlegt, hvernig erfðáfestu- lönd gengju kaupum og sölum fyrir hátt verð áður en nokkuð væri farið að gera þeim til góða. s Kr. V, Quðmundsson áleit ekki of mikið að gefa 2500 kiótiitr fyrir stefnubreytinguna, ef hætt yrði hér eftir að láta lönd á erfðafestu með sömu skilmálum og áður og væri það vel til vinnandi ef bæjarstjórn játaði, að hún hefði gert glappaskot er hún lét land þetta af fieiidi. Borgarstjóri taldi óþarfa að borga 2500 kr. fyrir stefnubreytinguna, því hana mætti fá fyrir ekker. Vand- inn væri ekki annar en að ákveða að hætta að láta lönd á erfðafestu. Taldi hann raunar óvíst mjög að sú stefna yrði ofan á" í bæjarstjórn- inni, þó þessir nýju menn væru svo sannfærðir um ágæti hennar. Með gamia laginu hefði tekist að fá allmikið af bæjarlandinu ræktað, sem ella myndi ekki hafa orðið. Bæjarstjórnin myndi verða treg til að kannast við að hún hafi gert TIL MINNIS: Baðhúsið opiö v. d. 8-8, Id.kv. til 11 B0rgar5t.skrif.il. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimlnn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúmgrípasafnið opið l1/,^1/, siðd. Pósthúslð opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafniö opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 121 Alin. lækningar á þrlðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á íöstud. k). 2—3. Tannlæknlngar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á ir.ið- vikud. kl. 2-3. laudsféhiiðir kl. 10—2 og 5-6. 4-5 herbergi óskast tii ieigu frá 1. okt. nk. á góðum stað í bænum. Tilboð sendist Pétri Halldórssyni bóksala. Vel verkuð Sauðskinn hjá Jóni frá Vaðnesi. á Hótel Island verður i o k u ð um tíma. Virðingarfylst. Th. Kjarval. sig seka um glappaskot í þeim efnum. Enn töluöu frú Briet Bjarnhéð- insdóttir, Sveinn Björnsson og Þorv. Þorvarðarson og voru öll meðmælt því að nota forkaupsréttinn og var það samþykt með 6 gegn 4 atkv. i— En vegna þess að um fjárútlát er að ræða verður að fara fram önnur utnræða um málið áður en það verði samþykt til fulls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.