Vísir - 09.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 09.07.1916, Blaðsíða 2
VlSlR VISIR Afgrelðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur irá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórfnn t» viðtals frá kl. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 357. Best að versla i FATABÚOINNl! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Frelsi. -:o:- Lögrétta flulii langan pistil á miðvikudaginn var, eítir einhvern uppgjafa EngJending H. S. Cham- berlain aö nafni, sem ekki hefir getað orðið spámaður í sínu föður- landi og því flutt til Þýzkalands og siðan til Vínarborgar og þykir þar spekingur mikill. Pistill þessi á að vera samanburður á þýzku og ensku frelsi. Fyrst fer hann nokkr- um orðum um enskt stjómmála- frelsi og gerir lítið úr því. Síðan segir hann: »Eg vil leggjast dýpra. Því eðli frelsisins er viðkvæmt mjög, og verður það oft að flýja hávaða lífs- ins til þess að draga fram lífið í baráttuþreki einstaklinganna; nægir þar að benda á Bandaríkin í Norður- Ameríku. Að vissu leyti er þessu einnig þannig háttað á Englandi, hvergi hittast fyrir aðrir eins sér- vitringar, er ekki kæra sig um skoð- anir annara, um venjur, um orð- róm, illan eða góðan, heldur hugsa og lifa eins og þeim lætur bezt. En þetta eru bara undantekningar frá reglunni. Því reglan er tilbreyt- ingaleysi^á öllum sviðum. Þegar eg dvaldi á Englandi fyrir nokkr- um vikum, urðu vinir mínir for- viða, er eg sagði við þá: »Þið eruð sauðir, Englendingar.« f öll- um siðum daglega lífsius og eins í stjórnmálum er sama venjan. Allir karlmenn bera sams konar brækur, allar konur eins gerða hatta; man eg eftir, að einu sinni var ekki hægt að fá í allri London blátt hálsbindi; blátt var ekki tízka þá nefnilega; í Berlín, París og Wien er þetta ekki hugsanlegt.c Já, það vantar ekki, aö hann leggist djúpt í útskýringum sínum á hinu viðkvæma eðli frelsisins. — Ómögulegt að fa biáíl slifsi í allri London!! Og aumingja maðurinn hefir hlaupið, um allar götur og í hverja búð og hvergí getað fengið blátt slifsi. — Hvað skyldi hann hafa verið lengi að því? Svo hafa Englendingar auðvitað gert gríu að honum og þess vegna hefir hann sagt þetta: »Þið eruð sauðir, Eug- lendingar.« — Og mikið dæma- Iaust er það vel sagt!! Annars segir hann að frelsið sé hugtak og hefir það eftir Kant og hann vitnar lika í tónsnillinginn Wagner og Martin Lúther, svo það er auðséð að* maðurinn er Jærður. En hann minnist ekkert á frelsi Sljesvíkurbúa eöa Pólverja í Austur- Prusslandi. Álífur víst aö þeir geti veriö ánægðir ef þeir hafa nóg af bláum slifsum og ganga ekki allir á eins brókum — Qg svo hafi þeir — hugtakið! Hrólfur. ^ótv JorseU fer til Akureyrar kl. 12 á hád. fitntudaginn 13. júií. Stt&tn jUUawce. Slys. Ofan úr Borgarfirði er Vísi sagt frá hrapallegu slysi, sem þar vildi til núna um miðja vikuna. Bónd- inn á Oljúfurá, Steingrímur, var að grafa undan klöpp eða jarðföstum steini, en er losnaði um steininn, gáði maðurinn pín ekki og varð undir honum. Ekki varð heima- fólk Steingríms vart við slysiö fyr en ferðamenn komu aö þar sem hann lá undir steininum. Höfðu báðir fótleggir brotnað og annar molast í sundur. — Læknis var þegar vitjað og batt hann þegar um brotin og átti sfðan að flytja hann hingað til Reykjavíkur með Ingólfi. En áður en lagt var af stað með hann um borð úr Borg- arnesi, skoðaði læknir hann þar og réði frá að flytja hann hingað vegna þess að hann mundi ekki lifa til kvöldsins. Kolbranclur var hiaupinn í sáriö. Minnisbikar Eftir Johan Bojer, —o— Við, glaðværu veiðimennirnir, sátum í kringum eldinn í skógin- um og töluðum um liðnar stundir. Einn okkar, ungur listamaður, kimn- ur fyrir ótrúlegu tilfækin sín, byrj- aði þá að segja frá: Þegar eg var nýkvæntur bjó eg á afskektri hæð skamt frá Kristjaníu. Á þeim vetri dreif nú margt mis- jafnt á dagana. Nágrannarnir voru svo langt í burtu, aö konan mín var hrædd við að vera ein heima með stúlkunni. Það snjóaði svo mikið um yeturinn, að viö urðum oft að fara á skíðum að sækja okk- ur eitthvað tii viðurværis. Svo var það á aðfangadagsmorguninn að blöðin fluttu myndir af tvciinur hættulegum glæpamönnum, sem höfðu strokið lír fangelsinu. »Hm- ha«, segi eg við konuna mína, »við megum þá búast við heimsókn — því við liggjum svei mér vel við fyrir fólk, sem leitar hælis í skóg- ' inum«. ji »Guð minn góður«, segir hún, »þu heldur þó ekki að þeir fari að koma hingað ?« «• »Því ekki það, því ættu þeir ekki að gera það«, segi eg,— »og ef þeir kojna, þá held eg sé bezt fyrir okkur aÖ bjóða þeim inn og veita þeim alt sem þá skortir.t Konan mfn er'nú af gamalli em- bættismannaætt komin, og jafnvel í mestu fátæíttarástæöum okkar gat eg oft ekki annað en brosað aö mikil- læti hennar. Þrátt fyrir það þó að viö byggjum í litlu og óbreyttu húsi, var ekki til að tala uiu að sendill eða þessháttar fólk fengi að koma inn í kitruna, sem viö köll- uðum borðstofu. Betlari gat feng- ið matarbita, en hann varð að standa ufi í ísköldum ganginum og eta hann þar, af því að það var ekk- ert rúm fyrir hann f eldhúsinu og í borðstofunni, — já, það hefði átt að stinga upp á þ v í við hana. »Það væri svo sem þér líkt, að bjóða þeim inn«, sagði hún, en varð að brosa, því að jafnvel um- hugsunin fanst henni fjarstæða. — Og eg þurfti nauðsynlega að fara í bæinn í dag, en eg verð víst að sleppa því, eg veit ekki hvort eg þori ein í gegnum skóginn«. »Eg fylgi þér auðvitað að járn- brautarstöðinnu, sagði eg, og það geröi eg. En áður en hiin fór inn í lest- ina gaf húu mér heilan hóp af góðum ráðum. .- »Mundu nú að Iæsa útidyrahurð- inni vel,« sagði hún. «Það er ekki að vifa hverjir geta farið fram- hjá.» Eg lofaði öllu og flýtti mér heim. Svo hafði vinnustálkan verið að drepast úr hræðslu á meðan eg var að heiman. En eg fann Ifka til einhvers ótta viö að vera svona langt frá öllu T I L MINNIS: Baðhúsið opið v. d..8-8, Id.kv, til 11 Borgarst.skrifat. i brunastðð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opínn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravítj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafoið npið 1V.-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðln 12-2 og 4-6, Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartmii 12-1 Þjóðmenjasafnlð opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustræti 12: Alni. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og háislækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargðtu 2 á n:ið- vikud. kl. 2—3. landsféhirðir kl. 10-2 og 5-6. », öðru fólki. Skógurinn í kring um húsið virtist svo drungalegur, húsið svo autt og tótatak mitt svo há- vaðamikið, að mér fanst helzt að það hlyti að heyrast langt í burtu. Eg reyndi að vinna eitthvað, en það fór alt í handaskolum. Eg fór þá að hugsa um strokumennina tvo og hló mig alveg máttiausan. «Þö ert þó ekki hræddur«, sagði eg — «ertu orðinu alveg viðutan!« En eg gekk órólegur úr einu herberg- inu í annað og beið eftir því hvað að höndum bæri. Þá er alt í einu hringt. Vinnu- stúlkan kemur inn, með öndina í hálsinum og segir að það séu tveir menn úti. «Hvað vilja þeir?« »Eg veit ekki. Þeir sögðust vilja koma inn. En eg þorði ekki að opna. Þeir eru eitthvað svo grun- samlegir*. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.