Vísir - 09.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 09.07.1916, Blaðsíða 3
V I S^R Vegna þess, hversu erfitt er að fá steinolíu flutta til Norðurlandsins, eru birgðir vorar þar fremur litlar, og viljum vér því leiða athygli þeirra sem ætla sér að gera út mótorbáta til síldveiða fyrir norðan í sum- ar og hugsa sér að kaupa steinolíu hjá oss, að því að svo getur farið, að birgðir vorar fyrir norðan verði ekki nægilegar, svo öruggast er fyrir þá að taka með sér héðan eins mikið af olíu og þeim er unt. Rvík 4. júlí 1Q16. Hið fslenska steinolíuhlutafélag. Vandað hús á góðum stað í bænum er til sölu. Upplýsingar gefur Pétur Magnússon yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Stúlka getur strax fengið vinnu við^að sauma vesti — einnig sem geturtekið vinnu heim til sín. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. Duglegan matsvein vantar nú þegar á gufuskip. Upplýsingar á skrifstofu Hátt kaup í boði. / Prentsm. Þ. Þ. Clementz. Dóttir snælandslns. Eftir Jack London. 1 ------ 1. kapítuli. — Alt er tilbúið, ungfrú Welse, þó mér þyki slæmt aö eg ekki gat lánaö yður neinn af skipsbátunum. Frona Welse stóð upp í skyndi og flýtti sér til stýrimannsins, sem hafði ávarpað hana með þessum orðutn. •*- Við erum svo önnum kafnir, °g gullnemar eru slæmur farangur, að minsta kosti------- — Eg skil það, greip hún framí, og eg haga mér líka eins og eg vaeri ekki sem beztur flutningur. Mér þykir slæmt að gera yður þetta Omak, en, — en-------Hún snéri sér snðgt við og benti á Iand. Sjáið þér stóra bjálkahúsið þarna, þarna á milli skógarrunnanna ? Eg er fædd þar. — Já, það myndi líka vera asi á mér í yðar sporum, tautaði hann um leið og hann ruddi henni braut gegnuro mannþröngina á þilfarinu. Þar Hæktist hver fyrir öðrum og hrópaði og kallaði. Þiísund gull- nemar heimtuðu hátt og hrottalega aö fararigur þeirra væri undir eins fiuttur í land. Og niðri í Iest skips- ins keptust menn í óða önn við að ná tionum upp. Við báðar hliöar gufuskipsins lágu bátar, sem tóku við farmin- um, og, að svo miklu leyti sem unt var, var reynt aö aðgreina hann eftir merkjum, svo einhver regla gæti verið á uppskipúninni. -A Gjaldkerinn okkar héráskip- iuu segist missa vitið innan um ailan þenna óskapagang, sagði stýri- maðurinn, um leið og hann hjálp- aði Fronu niður stigann, af efra þilfarinu, og sumir af hásetunum hafa sagt upp skiprúminu og eru roknir í land. En við erum þó ekki eins illa staddir og »Betle- hemsstjarnan*, skipið sem þarna liggur skamt frá okkur. Þaðan er næstum öll skipshöfnin strokin, svo ekkert er hægt að aðhafast. — Hæ! Þarna þú! hrópaöi hann til manns sem hann viidi ná í, til þess að róa með ungfrúna í land. Gættu þin innan um alla þessa þvögu. Rétt í sama biii rakst ferjubátur- inn á stóran Indíánabát, sem kom siglandi beint á ferjubátinn, hlað- inn af farangri, gullnemum og Indíánum. mm GALLIE PEEFECTIOX eru bestu, léttustu, einföldustu og ódýrustu báta- og verksmiðju- mótorar sem hingað flytjast. Vanalegar stærðir frá 2—30 hk. Verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2—2x/2 hk. Mótorarnir erU knúðir með steinolfu settir á stað með bensíni, kveikt með öruggri rafmagnskveikju, sem þolir vatn. s Verksmiðjan smíðar einnig ljósgasmótora Aðalumboðsmaður á íslandi: O. EHingsen. Síeinbíísriklingur, Islenskt smjör Sauða-tólg og Sauðskinn hjá Jóh.Ogm.Oddssyni Laugv. 63. VATRYGGINGAR jf Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Oet kgl. oetr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- aiskonar. SkrifstofutírniS-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nlelsen. 4 Hótel Island verður Iokuð um tíma. Virðinga' fylst. Th. KJarval. C LOGMENN Oddur Gíslason yflrréttarmálaflutnlngsmaBur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogi Brynjóifsson yflrréttar málsflutnlngsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. Srifstofutími frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Pétur Magnússon, yfirdðmslðgmaOur, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heima kl. 5—6 Ferjumaðurinn gat bjargað ár- uiium i tfma, en skall aftur á bak við áreksturinn. Þegar hann kom aftur fótum fyrir sig lét hann ekki á því standa að ausa fúkyrðunum yfir skipshöfnina á Indíánabátnum, scni ekki gerði annað en skelli- hlægja að óförum ferjumannsins. — Hypjaðu pig í burtu sem skjótast, hrópaði einn þeirra til hans. Kantu ekki árarlagið, klaufinn þinn? Sá sem þetta sagði hafði beygt sig út yfir borðstokkinn á stóra bátnum, svo ferjumaðurinn gat náð til hans og rekið honum svo væn- an löðrung að hann féll aftur á bak ofan á farangurinn. En þá fór sá sem næstur honum var að reyna til, í mesta flýti að Iosa um marg- hleypuna og ná henni úr Ieður- hylkinu sem hékk viö mittisól hans, og stýrimaðurinn á Indíánabátnum rak stýrisárina fyrir brjóst ferju- manninum svo hann féll aftur á bak niður í bátinn. Nú rigndi niður blótsyrðunum, margtvinnuðum, frá báðum hlið- um, þegar ferjumaðurinn reis á fætur, gat komiö fyrir sig árunum og réri að skipshliðinni aftur. Stýrimaðurinn leit til stúlkunnar sem hann bjóst við að stæði nú náföl og dauðhrædd þarna á þil- farinu hjá sér, en varð nú stein- hissa að sjá að henni brá ekki hið minsta. — Mér þykir, leitt að þetta skyldi koma fyrir, sagði hann. En hún greip undir eins fram í: — Ja, nei nei. Það gerði ekkert til. Mér þykir bara gaman að þessu. Samt þótti mér vænt um að mað- urinn gat ekki náð upp marghleyp- unni. Ef hann hefði náð henni þá------- — Þá hefði máske oröið bið á því að þér kæmust í land, sagði stýrimaðurinn og hló. — Þessi maður er reglulegur sjóræningi, hélt hann áfram, um leið og hann benti á ferjumann- inn, sem nú var kominn með bát- inn að skipshliðinni. Hánn gekk reyndar inn á að heimta ekki meira en tuttugu dollara fyrir að flytja yður í land. En» sagðist myndi hafa hermtað tuttugu og fimm dollara heföuð þér verið karlmaður. Hann er sjóræningi, takið þér eftir því, og verður sjálfsagt hengdur áend- anum. Tuttugu dollarar, fyrir hálf- tíma *innu! Hugsið þéryðurþað! — Hægan, hægan, sagði nú ferjumaðurinn, sem hélt bátnum við skipshliðina. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.