Vísir - 12.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 12.07.1916, Blaðsíða 3
v í s;>er Drekkið LYS CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olsen. Vegna þess, hversu erfitt er að fá steinolfu flutta til Norðurlandsins, eru birgðir vorar þar fremur litlar, og viljum vér því leiða athygli þeirra sem ætla sér að gera út mótorbáta til síldveiða fyrir norðan í sum- ar og ^hugsa sér að kaupa steinolíu hjá oss, að því að svo getur farið, að birgðir vorar fyrir norðan verði ekki nægilegar, svo öruggast er fyrir þá að taka með sér héðan eins mikið af olíu og þeim er unt. Rvík 4. júlí 1916. Hið íslenska steinolíuhlutafélag. Tilkynning. Skipin »Eearl Hereford*, »Eggert Óiafsson«, »íslendingur« og »Varanger« fara héðan til Akureyrar næstk. sunnudag 16. þ. m. Fólk það sem ráðið er til síldarvinnu hjá eigendum fyrnefndra skipa verður flutt út frá steinbiyggjunni kl. 2—4 e. m. Reykjavík n/r 1916. Elías Stefánsson. sjs M a í fer til Siglufjarðar fimtudaginn 13. þ. kl. 12 á hádegi. ss Marz fer föstudaginn 14. þ. m. kl. 12 á hád. / Burtfarartími s/s Apríl verður auglýstur síðar. |es Zimsen. Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. - A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti I. N. B. Nlelsen. "\J\5u D □ LOGMENN Oddur Gíslason yflrréttarmðlaflutnlnersmaOur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogi Brynjólfsson yfirréttar málaflutningsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Pétur Magnússon, yfirdómslögmaöur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 4 ---- Frh. Og Frona hafði ástæðu til þess aö vera í glööu skapi, að henni fanst, þegar hún nú hraðaði sér heim aö bjálkahúsinu, sem hún hafði bent Thurston stýrimanni á frá skipinu. Hún mintist liðinna tfma þegar öll flutninga- og ferða- tæki voru á frumbýlingsstiginu. Menn, sem aldrei höfðu lagt á sig að bera annað en smábögla, viö og við, héim til sín úr búö, höfðu orðið að leggja þungar byrð- ar sér á bak. Og þeir urðu fijótt bognir og álútir. Allir urðu þeir að vera áburðar- jálkar, sem, sligaðir undir þungum byrðum, hnigu örrnagna til jarðar meðfram götuslóðunum. Aðrir, sem voru svo hepnir að komast einhvern veginn í laumi yfir tvíhjólaðan handvagn, lögðu af stað glaðir í huga, en urðu brátt að skilja vagninn eftir, því urðir og stórgrýti tóku fljótt við. Var þá siðurinn að taka af vagn- inum, snúa við með hann og selja hann fyrir óheyrilega hátt verö ein- hverjum nýkomnura græningjanum, sem ekkert þekti til, Fronu fanst hálf óviðkunnanieg þessi þröng af gullþyrstum mönn- um, og allir þessir hópar af út- lendingum geröu þessar fornu stöðv- ar torkennilegar í augum hennar. Staðurinn var sá sami, — og þó ekki sá sami. Þarna á grasflötinni, þar sem hún hafði leikiö sér á bernskuárunum, þrömmuðu nú þús- undir manna áfram og tróðu niöur grænan svörðinn, svp alt var þar orðið að moldarflagi. Fram allar götur ruddust þús- undir manna á þúsundir ofan. Alla leið noröur til Alaska var krökt af fólki á ferð, eintómir guil-Ieitar- menn. Reyndar streymdi Dyeaáin áfram þarna, alveg eins og í gamla daga, en nú voru bakkar hennar allir troðnir og tættir sundur af mannfjöldanum, sem drógu upp- eftir henni sökkhlaðna báta með alls konar farangri. Straumfallið slríddi á móti af al- efli, en múgurinn sigraði og seig áfram og upp með ánni jafnt og þétt. Búöardyrnar, þar sem hún hafði hlaupið út og inn þegar hún var krakki, og mænt forvitnum augum á einstöku veiöimann eða loð- skinnakaupmann, sem við og við rakst þangað, voru nú troðfullar af háværri maunþröng. Þar sem í gamla daga það þóttu stórtíðindi ef eitt einasta sendibréf barst að dyrum, var nú hlaðið upp póstbréfapokum frá gólíi til lofts. Og það var eftirspurnin eitir sendi- bréfunum sem olli mannþyrping- unni þarna, Inni í búðinni, við vogarskál- arnar, var önnur mannþröngin. lndíáninn stóð þar og fleygðl bagga sínum á vogarskálina og nýkominn gullleilarmaður skrifaði vigtina í vasabók sína. Hver baggi var bund- inn með ól, tilhúinn að leggjast á bak biirðarmannsins og fara af sfað í hina tvísýnu för yfir Cbilcoot- fjöllin. Frona færöi sig nær. Henni þótti gaman að sjá þetta, Hún mundi eftir að í gamla daga hafði veriö borgað átta cent undir pundið, en nú heimtuðu Indíánarnir fjörutíu dollara undir hver hundrað pund. Ferðamaðurinn stóð þarna, vand- ræðalegur á svip og tautaði viö sjálfan sig: — Það verða tvö þúsund og fjögur hundruð doliarar undir far- angurinn þessar þrjátíu mílur. Hvað á eg að taka til bragðsl Hann kom nú auga á Fronu þar sem hún stóð. Hann ieit til hennar með spyrjandi augnaráði. Frona ypti öxlum og sagði: — Það er ekki um annaö aö gera en borga eins og upp ersett, annars Ieysa þeir burðarólarnar af böggunum. Maðurinn þakkaði henni fyrir ráðlegginguna. En í staðinn fyrir að fara eftir henni hélt hann áfram að þrefa um verðiö. Nú stóð einn af Indíánunum á fætur og fór að leysa burðaról sfnð utan af einum bagganum. Ferðamaðurinn fór að verða á báðum áttum. En áður en hann var búinn að ákveða sig settu burð- armennirnir flutningsgjaldið upp um fimm cent á pundið. Maður- inn brosti dauflega, en hneigði höf- uöið til samþykkis. En nú kom enn einn Indíáni til sögunnar og fór að hvísla ein- hverju að löndum sínum. Þeir ráku upp fagnaðaróp, og áður en ferðamaðurinn gat komið fyrir sig nokkru orði voru þeir búnir að leysa buröarólarnar af böggunum og farnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.