Vísir - 14.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 14.07.1916, Blaðsíða 2
VtSlR • V I S í R A I g r e 1 ð s ) a blaðsíns á Hótel Island er opin frá kl, 8—8 á hverj- uni de^i, Inngangur íii Vailarstrætl. Skrífsloia á sama staö, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn tfl vlötals frá kl. 3—4. Sími 4C0.~ P. O. Bojs 367. Bcst að vcrsia i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚfliNNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Mjólkurverðið. Síðan verðlagsnefndin skiidisl við það mál, laust eftir nýjár í vetur, hefir lítið verið um það mál talað. — En vist er um það að röksemdii mjólkurframleiðenda fyrir því, að þeir yrðu að hækka . mjólkurverðið, hafi ekki sannfært miklu fleiri bæjarbúa en þá sem sæti eiga í verðlagsnefndinni. Það sem bæjarmenn eiga erf- iðast með að skilja er það hve mikill munur er á mjólkurverð- inu hér og annarsstaðar á land- inu. Á Eyrarbakka er mjólkin t. d. seld á 16 aura, á Akureyri á 18, í Hafnarfirði 22 en hér í Reykjavík er búist við að hún muni komast upp í 30 aura mjög bráðlega. Einkum er það und- arlegt að mjólk skuli vera ódýr- ari í Hafnarirði en hér, því að þar eru framleiðsluskylyrðin ná- kvæmlega þau sömu. Þar var verðið hækkað eftir að btíið var að hækka hér, en að öllum lík- indum að þarflausu —. eins og hér. Eg skal játa það, að eg er ekki nákunnugur því, hve mikið fram- leiðslukostnaðurinn hefir aukist sfðan ófriðurinn hófst. En eina sönnun veit eg fyrir því að verð- ið er óþarflega hátt. — Eg hefi ekki orðið þess var, að á þá sönnun hafi verið bent fyr og skal þvf leyfa mér að gera það. Hvernig stendur á því að kýr- verðið hefir hækkað um meira en helming (100 %) síðan dfrið- urinn hófst? Pað getur ekki síafað af kjöt- verðinu, því þó að kýrnar eigi kálfa, sem selja má kjötið af, þá getur verðhœkkunin á því kjöti ekki gert kýrverðshækkunina skilj- anlega. Kýrnar eru sjálfar keypt- ar sem mjólkurkýr, en ekki til afsláttar, og þær geta því að eins borgað þetta háa verð, sem nú Krone Lageröl er best er boðið í þær, að stór gróði sé á mjólkurframleiðslunni. Kýrverðið hefir hækkað fult eins mikið og ærverðið, og af því verður ekki annað ráðið en að sú hækkun, sem orðið hefir á mjólkurverðinu, svari fyllilega til þess sem kjöt- og ullar-verð hefir hækkað. — Með öðrum orðum: Mjólkurverðið hefir hækkað óþarf- lega mikið. Þetta finst mér verðlagsnefnd- in ætti að taka til tilhlýðilegrar athugunar, þegar framleiðendur ætla að fara að selja okkur mjólk- ina á 30 aura lítrann. Mjðlkurþurfi. Verður England yflrbugað? Spurningu þessari svaraöi þýzkur þingmaður, Dr. Bacmeister í ræöu er hann hélt fyrlr mörgum áheyr- endum. Fyrst staðhæföi hann að þrjár orsakir: hefnigirni Frakka, stór- slaviska hreyfingin í Rússlandi og drotnunargirni Englendinga hefðu komið ófriðnum af stað. En þar sem hjarta bandalagsins væri í Eng- landi, væri alt undir því komið að vinna bug á Bretum ef varanlegur friður ætti að nást. — Það sem úrslitum réði, væri því þetta: Verð- ur England yfirbtjgað? Einn ve'gur sagöi hann aö væri til þess, — hernaður gegn viðskift- um Breta við önnur lönd. Brezku eyjarnar eru ekki ríkar. En þar við bætist, að herkostnaður Breta er ^afskaplegur, um 100 miljónir á dag. Fjáihagslega ælti Bretum því fyr að blæða fil dJffis en Þjöð- verjum. En ef bíða á eftir því, þá eiga Þjóðv. á hættu, að svo yrði aö þeim sorfið Iíka fjárhagslega, að þeir biðu þess ekki bætur. Scheer aðmíráll hefir bent á eina leiö, með sigri sínum í sjóorustunni í Skage- rak. Hann hefir sýnt, að þýzki flot- inn er voldugasti floti heimsins, að dómi þeirra sem vit hafa á. Og það er enginn efi á því, að þeir sem vit hafa á þessu í Englandi sjá, hver hætta heimsveldi Breta stafar af þýzka flotanum. En brezki flotinn mun ekki dirfast að koma svo nálægt ströndum voiumífram- tíðinni, Mesta axarskaft sem Breíar hafa gert, er þaö að taka svo mikinn þáit í meginlandshernaðinum. Þeir verða að flylja langmestan hluta matvæla og hergagna að sér frá útlöndum. Til þess þurftu þeirað taka 3000 flutningaskip í þjónustu hersins, en það eru 40% af verzl- unarflotanutn. Þeir heföu núraun- ar getað verið án þessara 40%. En þar við bættist kafbálahernaður Þjóðverja. Þar var um hernaðar- aöferð að ræða, sem hlaut að hafa sorglegar afleiðingar fyrir Breta. Flutningagjöldin hækkuðu afskap- Jega, og skipakostur varð svo naum- ur, að nola varð seglskip af elztu gerð og verð gufuskipa steig um 5—600 prct. Siglingarnar fóru óð- fluga minkandi, og menn sem vit hafa á fullyrða að með því áfram- haldi hefðu Bretar neyðst til að TILMINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skriLt. i brtinastóð opín v. U 11-3 Bæjarfóg.skriist. i Iveríisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opfnn 10-4. K. F. U. M. A'.m. samk, sunnd. 8'/, siðd Landakotsspít. Sjúkravilj.timi kl, 11-1. Landsbankínn 10-3, Bankastjórn til við tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimlnn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnlð opið V/,-21/, siðd. Pósthúsið opiS v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-Ö. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknariími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkiustrætl 12: Alm. læknfngar á príöjud. og föstud. U. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á fðstnd. kl. 2-3. Tannlæknlngar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlæknlngar i Lækjargötu 2 á n:iö- vikud. kl. 2—3. andsféhlrðir kl. 10—2 og 5—6. Eg get selt nú þegar 1000 póstkort Dags- lys-Kópi. Líka nokkur hundruð Gaslys. Póstkortin seljast í hundr. Þorl. Þorleifsson, ljósm., Iðnskólanum. semja frið innan 6 mánaða, vegna þess að þá yrði síöasta hveitikorn- ið upp etið þar í landi. En þetta vopn var slíðrað 12. febrúar. Sú staðhæftng, að við eigum ekki nógu marga kafbáta, er röng. Og þó að Ameríka hefði gert alvöru úr hót- unum sínum, og fengið önnur hlut- laus ríki í lið við sig, þá hefði fjárstyrkur þeirra ekki getað lengt ófriðinn meira en 2—3 mánuði, en við hefðum komið Englandi á knén.« Ræðu þessari segir Hamb. Frem- denb). að hafi verið tckiö með tnikl- um fagnaðarlátum og samkornan sendi Tirpitz og Scheer aðmfráli samúðarskeyti. Má gera ráð fyrir því, að Þjóð- verjar byrji aftur kafbátahernaðinn áður en langt um Iíður, ekki sízt ef þeir fara heldur halloka á landi. Enginn efi er að vísu á því, aö ræðum. þessi hefir gert fullmikið úr hættu þeirri, sem bandamönnum stafi af kafbátunum, en ef Þjdð- verjar vinna hvergi á landi, munu þeir þykjast tilneyddir aö senda þá út til að hafa þó eitthvað til að glæða ófriðaranda þjóöarinnar með. Því að ekki munu þeir senda »Út- hafsflotann* mikla (Hochsee-flotte) út aftur fyr en í síðustu lög, þrátt fyrir sigurinn í Skagerak.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.