Vísir - 16.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 16.07.1916, Blaðsíða 3
VlSIR Tilkynning. Skipin »Eearl Hereford*, »Eggert Ólafsson«, »íslendingur« og »Varanger« fara héðan til Akureyrar í dag. Fólk það sem ráðið er til síldarvinnu hjá eigendum fyrnefndra skipa verður flutt út frá steinbryggjunni kl. 2—4 e. m. Reykjavík ie/7 1916. Elías Stefánsson. Bifreiðafélag Reykjavíkur 1915 hefir ávalt bifreiðar í lengri og skemri ferðir. Til Þingvalla fer bifreið þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimtudögum og laugardögum- Sími 405. Drekkið LYS CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar c ■ Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olscn. Málning — Terpintína — Fernisolfa — Þurkefni Málaraburstar — Kítti og Hampur (í stopp) og ýmislegt til bygginga fæst á Laugavegi 73. Sími 251. Böðvar Jónsson. Stúlku vantar í þvottahúsið á Vífilsstöðum. — Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. Reyttur og óreyttur Lundi fæst í Ishúsinu. Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miöstraeti 6 — Talsími 254 Det kgl. octr, Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofub'mi8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen, Síiritus-koHipás sem sjá má á neðan frá óskast til kaups. Matthías Olafsson, Ingólfshús, Reykjavík. Oddur Gíslason yflrrðttarmð.Iaflutrcln{;smaBur Laufásvegí 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 S nii 26 Bogi Brynjólfsson yfirréttarn ólaflutningsmeöur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [u pij. Srifstofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heima kl 5—6 . Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 8 ------------- Frh. Þetta er Neepoosa, sem vaggaöi þér á örmum sér þegar þú varst barn, Neepoosa, sem skírði þig Tenas Hee-Hee, sem barðist fyrir |ífi Þ'nu, þegar þú varst veik, safn- aði saman ýmsum jurtum og rót- um í skóginum og sauð af þeim blöndu handa þér að drekka. En þú hefír ekki breyzt mikið, því eg Þekti þig undir eins. Það var skugginn þinn sem eg sá hjá tjald- dyrunum, sem kom mér til að líta upp. Jú, dálítið hefir þú kannske breyzt. Þú ert orðin há og grönn eins og pílviður, en háriö er eins og í gamla daga. Og augun eru skær og hrein, eins og í gamla daga, þegar Neepoosa var að fela þig þegar þú hafðir gert eitthvað sem þú ekki máttir gera, en vildir ekki bjarga þér með ósannindum. Jú, jú! Það er ólíkt þér, kven- fólkið, sem nú kemur hingað til iands. — Og hvers vegna eru ekki hvítu konurnar í heiðri hafðar meðal ykkar? spurði Frona. Karl- mennirnir hér í tjaldstaðnum ykkar kalla á eftir mér ósæmileg orð, og sama gera drengirnir, þegar eg geng í gegnum skóginn. Þessi háðung átti sér ekki stað til forna, þegar eg lék mér við þá. — Jú, jú, svaraöi Neepoosa. Þetta gengur nú svona. En þú skalt ekki áfellast þá. Láttu ekki reiði þína koma þeim í koll. En það er sannleikurinn, að þetta er þínu kvenfólki að kenna, sem nú kemur hiugað á þessum tíraum. Þaö getur ekki bent á neinn sér- stakan karlmann og sagt: Þetta er maðuiinn minn. Og það er ekki gott að kvenfólkiö skuli vera þannig. Og þær elta alla jafnt, hvern karl- mann, án þess að biygðast sín, Orðbragð þeirra er Ijótt og hjörtu þeirra vond. Hvers vegna eru þess- ar óheiðarlegu konur að koma hingað til okkar? — En hvað drengina okkar snertir, þá eru þeir nú bata barn-drengir. — Tjaldskörinni var nú lyft upp. Gamall Indíáni skreið inn. Hann muldraði eitthvað, þegar hann sá Fronu. Andlitssvipurinn bar vott um gleði hans yfir nærveru hennar. — Svo Tenas Hee-Hee er kom- inn aftur, á þessum síðust og verstu dögum, sagði hann með skrækri og skjálfandi röddu. — Hvers vegna kallarðu þetta »verstu og síöustu daga«, Muskim? spurði Frona. Eru ekki konurnar ykkar betur klæddar en áður? Er- uð þið ekki mettir af hveiti, fleski og hvítra manna fæðup Auðgast ekki ungu mennirnir ykkar af því að bera byrðar og flytja fólk? Og er ekki munað eftir þér þegar út- deilt er kjöti, fiski og ullarábreið- um, að fornum sið? Hvers vegna kallarðu þetta »síðustu og verstu daga, Muskim? — Satt er þetta, svaraði hann, alvarlega og hátíölega, og leiftri brá fyrir í augum hans. Þetta er alveg rétt. Konurnar eru betur klæddar. En þær eru orðnar vel- þóknanlegar í augum hvítu mann- anna, og Iíta nú ekki lengur viö nngu mönnunum af kynstofni vor- um. Vegna þess vex ekki þjóð- flokkur vor og ungbörnin leika sér ekki lengur við kné vor. Svo er það nú. Magarnir eru fyllri af kvítra manna fæðu, en þeir eru líka fyllri af hinu slæma brennivíni hvítu mannanna. Víst vinna ungu meiin- irnir sér inn peninga, en þeir sitja á næturnar yfir spilum, og tapa þeim. Og þeir skiftast á illyröum, höggum og slögum. Milli þeirra er megnasta ósamlyndi. Og, hvað gamla Muskim snertir, þá fær hann nú sjaldan ölmusu, — hvorki kjöt, fisk né ábreiðu, Ungu stúlkurnar hafa yfirgefið gamiar venjur. Ungu mennirnir heiðra ekki lengur hina gömlu verndargripi ættstofnanna né hina gömlu guði. Þetta eru því slæmir tímar, Tenas Hee-Hee, sem eru þess valdandi að gaml Muskim gengur hryggur til hinnar hinstu hvfldar. — Æ, æ! Svo er nú þetta, ýlfr- aði Neepoosa. — Trylling fólks þíns hefir trylt mitt fólk, hélt Muskim áfram. Það kemur yfir hlnn salta sæ, — ótelj- andi, eins og bárur hafsins er fólk þitt. Og það heldur áfram áleiðis — já, hver veit hvert, — Já, hver veit hvert, sagði Neepoosa, og réri fram og aftur. — Altaf heldur það áfram, íátt- ina til frostsins og kuldans. Og altaf koma fleiri og fleiri, hópur á eftir hóp. — Já, já! Út í frostið og kuld- ann! Það er löng leið, dimm og köld, sagði Neepoosa, og það íór hrollur um hana. Alt í einu lagði hún hendina á handlegg Fronu og mælti: Ætlar þú þangað ? Frona hneigði höfuðið játandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.