Vísir


Vísir - 17.07.1916, Qupperneq 3

Vísir - 17.07.1916, Qupperneq 3
VfSIR Spiritus-kompás sem sjá má á neðan frá óskast til kaups. Matihías Olafsson, Ingólfshús, Reykjavík. Reyttur og óreyttur Lundi Tilkynning fæst í Ishúsinu. Prentsm. Þ. Þ. Clementz. frá heilbrigðisfulltrúanum, Hérmeð áminnast allir þeir, er mjólk selja, eða hafa útsölu á mjólk fyrir aðra, hér í bænum, að skila til heilbrigðisfulltrúa vott- orði frá dýralækni uin kýr og fjós framleiðenda mjólkurinnar, inn- Krone Lageröl er best an 5 daga. — Að öðrum kosti verða þeir tafarlaust lögsóttir. Heilbrigðisfulltrúinn í Reykjavík, 16. júlí 1916. v Arni Einarsson. Stúlku vantar í þvottaluisið á Vífilsstöðum. — Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. LÖGMENN 1— —J 1 VATRYGGiNGAR 1 Odldur Gfsiason yfirréttarrnAlafiutningsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heirna lcl. 11-12 og 4 5 Sími ?.6 iwHBSHNi ChBHM Brunatryggingar, sse- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Pétur Magnússon, yfirdómslögmaöur, Hverfísgötu 30. Sínii 533 — Heima kl 5—6 . Det kgi. octr. Brartdassurance Comp. Vátryggir; Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nlelsen. Bogi Brynjólfsson yfirréttarmálafiutnlngsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [u, pi]. Siifstofutími frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — i—1 Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 9 ---- Frh. — Og Tenas Hee-Hee ætlar þangað! Æ, æ, æ! Nú var tjaldskörinni lyft upp. Matti McCharty gægðist inn. Ertu þarna, Froua? Það hefir verið beð- ið ehir þér með morgunmatinn í hálftíma. Andy gamla er orðin öskuvond, af því þú kemur ekki. Góðan daginn, Neepoosa, góðan daginn Muskim! En þið munið nú líklega ekki eftir mér. Þau svöruðu ekki kveöju hans öðruvísi en muldra eitthvað lágt í barm sinu. Svo þögðu þau. — En flýttu þér nú, stúlka, hétt Matti áfram. Gufuskipiö leggur af stað um miöjan dag í dag, svo eg fæ ekki aö vera lengi með þér. Og svo bíður maturinn eftir þér og verður kaldur. 3. k a p í t u 1 i. Frona veifaöi hendinni til Andy, í kveðjuskyni, og lagði af stað eftir sleðabrautinni. Hún bar á bakinu Ijósmynda- vélina sína og litla ferðatösku. í staðinn fyrir göngustaf hélt hún á pílviðargreininni, sem Neepoosa hafði fengið henni. Hún var klædd á þann hátt, sem kvenfólk er vant í fjallgönguferð- um, var í stuttu og nærskornu pilsi. Það var grátt að lit og alveg skrautlaust. Annar farangur hennar en ljós- myndavélin og taskan var undir umsjón Del Bishops. Og báru hann nokkrir Indíánar, sem voru lagðir af stað nokkrum klukkustundum á undan. Daginn áður, þegar Frona, ásamt með Matt McCharty kom frá tjöid- um Indíánanna, hafði Del Bishop beðið eftir henni. Þau urðu brátt ásátt, því uppástunga hans um fyrir- komulagið á ferðalaginu var stutt- orð og blátt áfram. Hún ætlaöi sér inn í landið. Hann hafði hugsað sér að fara þangað líka. Hún yrði að fá ein- hvern sér til aöstoðar, og ef hún ekki væri samroæld við neinnann- an, þá stæöi hann til boöa. Hann hatði gley.mt að segja henni frá, daginn sem hann flutti hana í land frá skipinu, að hann væri búinn að vera mörg ár þar í landinu og væri vel kunnugur öllu. Það væri aö vísu satt, að mikill hluti ferö- arinnar væri vatnaleiö, en hann óttaðist það ekki. Hann óttaðist, yfir höfuð að tala ekkí nokkurn skapaðan hlut. Þar að auki skyldi hann, ef með þyrfti, berjast fyrir hana til síðasta blóðdropa. Hvaö borgunina snertí^ þá skyldi hún aöeins leggja honum liðsyrði við Jakob Welse, þegar þau kæmu til Dawson, og þaö jafngilti fyrir hann útgerð til heils árs. Nei, hún skyldi alls ekkert vera aö brjóta heilann um að hún þyrfti að borga ferðakostnaðinn, Hann myndi fljótt ná sér í nægilegan gullsand þegar hann kæmi til Daw- son. Hún skyldi nú hugsa um þetta tilboð sitt. Og Frona var ekki lengi aö hugsa sig um. Áður en hún var búin að borða morgunverðinn var Del Bishop farinn að útvega burðar- mennina. Hún varö þess fljótt vör aö hennar hóp miöaöi betur áfram en flestum öðrum, enda báru þeir þunga bagga og hvíldu sig á hverj- um hundrað föðmum, að minsta kosti. Henni veitti samt erfitt að geta orðið samferða litlum hóp af Skandi- nöfum, sem voru rétt á undan. Það voru stórvaxnir, ljóshæiöir ris- ar, sem hver um sig bar hundrað punda bagga og óku þar að auki hjólbörum, meö sex hundruð punda þunga. Þeir voru kátir og fjörugir, og þetta feröalag var þeim hreinasti barnaleikur, sem þeir ekki tóku neitt nærri sér að eiga í. Þeir gerðu að gamni sínu hver við annan, og við þá, sem fram hjá fóru, á tungumáli, sem enginn skildi. Þeir hlógu hátt og karl- mannlega. Menn viku úr vegi fyrir þeim, og hortðu á eftir þeim öfundar- augum, því þeir hlupu upp hvern háls og rendu sér svo niður af honum hinumegin, og fóru þásvo geyst aö eldglæringar sindruðu út frá hjólböruhjólunum. Nú lá leiðin gegnum þyktskóg- arbelti, sem náði niður að vaðinu á ánni. Þar lá lík af manni, sem hafði druknað og rekiö á land úr ánni. Einhver af ferðamönnunum spurði með miklum ákafa og hálf óttasleg- inn: ,Hvar er samferðamaður hans? Ætli að enginn hafi verið honum samferöa. Tveir aðrir höfðu hægt og rólega látið af sér baggana. Og þeir tóku sér fyrir hendur að skrifa upp eftirlátna muni hins druknaða. *

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.