Vísir - 17.07.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 17.07.1916, Blaðsíða 4
VfSlR Hver borgar? —o— Þannig spyr margur þessa dag- ana þegar rætt er um meöferðina á Flóru. — AUur þorri þess fólks, sem fór meö Flóru héðari til Siglu- fjarðar og Akureyrar var fátækt verkafólk einkum kvenfólk er hafði með sér nesti til þriggja eða fjðgra daga en litla eða enga peninga. Það bjó um sig á 3. farrými og í lestinni, og hafði sumt lítil eða engin rúmföt. Vér, sem sáum það fólk vera að búa um sig hér á höfninni er skipið var að fara, vor- kendum því að þurfa að sætta sig viö slíkar vistarverur fáeina daga. — Andrúmsloftið var þegar orðiö al- veg óviðunanlegt á 3. farrými, og var þó enginn orðinn sjóveikur þá. Vér, sem heima sitjum í nota- legum húsakynnum, getum víst varla gert oss í hugarlund hvernig þess- ar vistarverur á Flóru hafa oröið á leiðinni til Leirvíkur, má mikið vera ef enginn farþeginn hefir aöra veiki en sjóveikina upp úr þessari „utan- för." En svo bætist við atvinnutjónið og fæöispeningar, sem enginn veit enn með vissu hvaö mikið verður. — Það er verið að tala um að Flóra muni íara til Bergen til að sækja farm áður en hún kemur aft- ur með fólkið, — en þó svoverði ekki, er víst óhæft að fullyrða að meir en helmingur allra farþeg- anna með Flóru var ekki svo út- búinn með peninga að hann geti borgað þegar í stað og Flóra kem- ur til Norðurlands 40—80 kr. í fæðispeninga. En sjálfsagt má bú- ast við að beinn aukakostnaður veröi svo mikill eða meiri hjá hverj- um farþega fyrir þessa Englands- ferð. Og mér er spurn: Hver á þá að borga? — Eg býst við að allir íséu sammála um að stjórn Breta- veldis eigi að borga allan kostnað farþeganna bæði fæðið og atvinnu- tjónið, og ef hún skorast undan því, þá verði langt þangaö til að fslendingar fáist til að kalla hana „verndara smáþjóðanna." Þótt hún kunni að gera það, þá tekur það sjálfsagt Iangan tíma og miklar bréfaskriftir, en fæðispen- ingar þurfa að vera fyrir hendi þegar fólkið kemst loks úr þess- uni hrakningum, — vonandi verða menn ekki látnir svelta í skipinu þótt féð vanti þar í svipinn. Því hefir verið varpað frara að Jandstjórnin myndi hlaupa undir bagga í svipinn til að „leysa fólkið út," en setji svó samsvarandi hluta kaupsins fast hjá vinnuveitendum til endurgjalds, og ef þaö yrði ekki nóg og ekkert endurgjald kæmi frá Bretum, þá yrði| viðkomandi sveit- arsjóðir að borga. Eg veit ekki hvað öðrum kann að finnast, — en mér finst það óhafandi. Er ekki nægilegt ólánið, að veröa fyrir þessum hrakningum, liggja hálfan mánuö, eða hver veit hvað lengi, í óhæfilegum vistarverum í skipinu og missa atvinnu allan þann tíma — þótt ekki bætist þar við að svo eða svo margt farþega missi mannréttindi sín og fari á sveitina þegar þeir loks komast heim. Væntanlega verða kqmnar nánari fregnir af Floru, þegar þessar h'nur koraa til almennings og vonandi er að Bretar sjái svosóma I sinn að þeir >afgreiöi« Flóru fljót- , lega eöa sendi skip með farþegana ' hingaö ti) Iands, og skal því ekki ' minst verulega á það, sem margur j skrafar, aö Eimskipafélag íslands ætli að sýna þaö drenglyndi að senda Gullfoss eftir fólkinu. — En að því er beinan aukakostnað far- þeganna snertir verður líklega ekki óþarft að leggja það til að land- stjórn vor greiði hann að öllu leyti fyrir alla í bráöina og krefji síðan Bretastjórn um hann. Það er ekki hætt viö að það drengskaparbragö yrði neinum ráöherra að falli við kosningar né á alþingi. Enda sjá allir að landstjórnin stendur miklu betur aö vígi aö fá endurgjaldið 'hjá Bretum en umkomulitlir ein- staklingar. Sé þaö ófáanlegt, veröur að hefja almenn samskot til að borga þann ferðakostnað fátæka fólksins, sem á skipinu er, og útvega þegar i staö peninga á Siglufirði og Akureyri til að borga fyrir það þegar skipið kemur þangaö. Eg ætla ekki aö fara að skrifa hér um þá gremju sem þessi skip- taka hefir valdið vor ámeðal, enda mega sraælingjarnir fátt segja á þessum tímum, þegar hnefaréttur og hervald sitja I öndvegi alþjóöa. S. G. BÆJARFRÉTTIR Frh. frá 1. síðu. að flestu leyti en tíökast hefir hér, og er um 40 smál. Hinn verður nokkru stærri og á að heita Oeir Goði. Flóra. Sú frétt er komin af Flóru í sím- skeyti frá Birni Sigurðssyni banka- stjóra, að hún muni bráðlega verða iátin laus, en þess ekki getið hvort nokkuð verði úr henni tekið. Frá Lerwick á skipið að fara beint til Noregs. Hefir verið reynt aö fá Cervelat- Spegi- Salami- Tungu- Malakoff- m GO komu með Botuíu í Versi ,Svanur Laugavegi 37. það til að flytja farþegana fyrst til fslands, en við það var ekki kom- andi. Tilraun hetir verið gerö til þess að fá Breta til að senda skip með farþegana til íslands, en svar er ókomið. Skaðabóta fyrir far- þegana ætlar landsstjórnin að krcfj- ast áf Bretum, og hefir falið Birni Sigurðssyni að hefja máls á því við stjórnina. og fær hún þá sömu útreiðina. Varnarvirki óvinanna eru algerlega eyðilögð með slórskotahríðinni og fótgönguliðið leggur að eins síðustu hönd á verkið; manntjón þess er því tiltölulega lítið. Þetta er ný aðferð sem mikils er vænst af í framtíðinni. Um aðferð þessa er mikið tal- að í frönskum blöðum. »Echo de Paris* segir að Bretar berjist eftir nýjum reglum. Fyrst skjóta þeir sprengikúlum fara svo á eft- ir og gá að árangrinum. >Þessi aðferð reynist ágætlega*, segir »Temps«. Stórskotalið vort og bandamanna vorra lætur stór- skeytin dynja á óvinunum ánaf- láts. Þeir hafa svo miklarbirgð- ir af þeim, að þeir geta haldið þannig áfram þangað til varnar- virki óvinanna eru að engu orð- in og ekki stendur steinn yfir steini; til hjálpar við sóknina verður efnafræðin notuð á sáma hátt og óvinirnir gerðu í upp- hafi ófriðarins. f þessum ófriði er barist miskunnarlaust. Þannig vildu Þjóðverjar hafa það. Þeir fá að súpa seiðið af því«. —o— Upphaílð. »Hin langþráða sókn Bretaog Frakka á vesturvígstöðvunum er hafin, og vel er af stað farið*, segir »The daily News & Lea- der« þ. 3. þ. m. — Fréttaritari blaðsins lýsir upphafi sóknarinn- ar á þessa leið: Frá morgni til kvelds heyrast fallbyssu-þrumurnar hvíldarlaust frá bresku vígstöðvunum. í borg- um í 25 (enskra) mílna fjarloegð hriktir í gluggum og jörðin nötr- ar undir fótum manns. Að nóttu til er útsýnið ægilega fagurt. — Eins langt og augað eygir er sjóndeildarhringurinn eitt eldhaf., Þýsku stöðvarnar eyðast í þessu voðabáli og himininn er rauð- glóandi. Hermaður einn sem þátt tók í fyrstu áhlaupunum, sagði mér, að þegar þeir hefðu komið í þýsku skotgrafirnar, hefðu allir Þjóðverj- arnir verið dauðir. >250 lík lágu í hrúgum, hvert ofan á öðru*. Njósnarsveitin komst aila leið að annari skotgrafalínu óvinannaán þess að mæta nokkurri mót- spyrnu. Þar voru fáeinir menn á líti, en þeir gáfust upp án þess að gera tilraun til að verjast. Ef Þjóðverjar reyna að taka aftur skotgröf sem þeir hafa hörf- að úr, þá er þegar í stað hafin tryllingsleg skothríð á þá, en venjulega er umsvifalaust hægt að byrja á næstu skotgrafalfnu TAPAB —FUNDIB I Kvenúrfesti fundin. Upplýsingar á Vitastíg 8._______________[198 Brjóstnái, gylt með gulum steini týndist í gær á Frakkastíg ja\\\\ Hverfisgðtu og Laugavegs eða þar í nánd. Skilist á Hverfisgötu 64 A. I KAUPSKAPUR I Egg;kaupir Lauganesspítali. [171 Ánamaðkur til sölu. A. v. á. [187 Strand Magazine o. fl. ensk tíma- rit fást í bókabúöinní á Laugavegi 4. _________________________[195 Reyttur og óreiltur lundi fæst í íshiisinu. [196 Rósaknúppar fást á Hverfisgötu 40 (uppi). [197 I VINNA 1 Drengur óskast. Upplýsingar á Vitastíg 7 [189 [ HÚSNÆÐI Herbergi með húsgðgnura til Ieigu í Bárunni. [163 2—3 herbergi og eldhús óskast 1. okt. næstk. fyrir fámenna fjöl- skyldu. Fyrirfram borgun um lengri tíma ef óskað er. A. v. á. [184 3ja herbergja íbúð ásamt eld- húsi óskast til leigu 1. október. A. y. á.______________ [186 Fámenn fjölskylda óskar eftir íbúð frá 1. október. Má vera ein hæð. A. v. á._________ [194 Herbergi handa einhleypum með sérstökum inngangi, án ofns ef vill, óskast frá 1. október næstkomandi. A. v. á.___________________[193 Verkstæöispláss fyrir 2 hefilbekki óskast til Ieigu uú þegar helst í Þingholtunum. A. v. á. [185

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.