Vísir - 18.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 18.07.1916, Blaðsíða 2
Vf SIR VISIR Afgreiðsla blaðslns á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrlfstofa á sama stað, Inng. frá Aðalstr. — Hitstjörlnn til vlðtals frá kl. 3-4. Síml 400.— P. O. Box 367. Best aö versla i FATABÚðlNNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Sókn bandamanna, ---- Nl. H o r f u r. Þegar Þjóðverjar hófu sóknina j hjá Verdun, iétu blöð þeirra ekki j mikið yfir því. Sögðu þau að sú j sókn væri hafin aðeins í því skyni að ná betri aðstöðu, en þar væri ekki um neina úrslitaorustu að ræða. — Líkt er enskum biöðum fariö nú. f ritstjórnargreinunum eru menn varaðir við því að gera sér of mikl- ar vonir um árangur sóknarinnar þegar í byrjun. Hér fér á eftir út- dráttur úr einni slíkri grein frá 3. þ. mán. Vér og bandamenn vorir höfum orðið að taka höggum óvinanna með þögn og þolinmæði í nærfelt tvö ár. Þeir nutu þægindanna af því, að það voru þeir sem ákváðu tímann, af sérstökum undirbúningi, afi innri varnarlínum og af því að þeir höfðu viðbúinn yfirgnæfandi herafia og herbúnað. Vér urðum aö berjast og draga á Ianginn og reyna að bæta úr vanbúnaði vorum. Og það sem Kitchener vann sér mest til ágætis, var það, að hann sá það fyrir, hvert hlutverk her sá, sem honum var falið að búa til, átti fyrir höndum að vinna er fram liðu stundir og að því kæmi að farið yrði að berjast til úrslita. Það er tilfinning manna um það, að sá her sé nú loks orðinn öflugur meginþáttur framkvæmdarafls banda- manna á vígvellinum, sem veldur þeim geðshræringum, sem nú gera vart við sig meðal almennings. — Biðin er á enda og komið að því að taka á til framkvæmda af öllum kröftum. En varlegast er, að láta ekki eftirvæntingarnar hlaupa meö sig í gönur, og forðast samanburö á framkvæmdum, sem nú fara í hönd, viö það sem á undan er gengið. Vér vitum ekki hvað yfir- herstjórnin ætlast fyrir og megum ekki mæla árangurinn á landabréf- inu. Það er mikilsvert að ná landi af óvinunum, eu ef til vill er það þó ekki það, sem mest ríður á í svipinn. Það, sem aö lokum sker úr, er mannfjöldinn, og markmið bandamanna hlýtur nú að vera þaö, að ná sem fullkomnustum yfirburö- um aö því Ieyti. Þegar því er náö og óvinirnir hafa ekki lengur mann- afla til að halda öllum vígstöðvum sínum, þá er komið að Iokasenn- unni og má þá ef til vill vænta skjótra úrslila, Sú aðferð, að sliga óvinina með mannfjöldanum, hlýtur auðvitað að verða ógurlega mann- skæö, en það er eina aðferðin sem • gefur nokkra von um úrslit, og . einmitt vegna þess hve ógurleg hún er, er ef til vill hugsanlegt aö mann- tjónið verði minna en ætla mætti. En þó að vér þykjumst ekki geta vænst snöggra, stórkostlegra um- skifta og úrslitaatburða í ófriðnum, þá dylst oss ekki hvílíka þýöingu sú breyting hefir, sem orðin er á vigvellinum, og sem framsókn Breta er síðasti og þýðingarmesti vottur- inn um. En í hverju er þá þessi breyting fólgin? Hún er fólgin í því, að framkvœmdaráðin eru kem- in í hendur bandamanna fyrir fult og alt. Frá upphafi ófriðarins og þangað til þeir hófu sóknina gegn Verdun hafa Þjóðverjar ráöið rás viðburðanna. Þeir réöust á Frakka Rússa og Balkan *til að framfylgja sínum fyrirætlunum, en ekki vegna þess að hernaðarfyrirætlanir banda- manna neyddu þá til þess. Vér urðum að láta oss nægja að verj- ast — að haga seglum eftir því sem vindurinn blés í Berlín. Vér vissum að sá tími myndi koma, ef vér gætum haldiö í horfinu þangað til, aö þessu yrði snúiö viö, aö Þjóö- verjar yrðu neyddir til þess aö haga seglum eftir því sem vindurinn blési í Frakklandi og Rússlandi. Og Þjóðverjar vissu það líka. En til þesa aö koma í veg fyrir að svo færi, reyndu Þjóðverjar upp á Iíf og dauða að berjast til úrslita. Vegna þess að þeir vissu, að að því var komið, hófu þeir hina tryllingslegu sókn hjá Verdun, og töldu bandamenn sína á að tefla á tvær hættur í Ítalíu, þó þeir ættu eins mikiö á hættu og raun er á orðin. Þetta gerðu þeir til þess að reyna að halda völdunum yfir rás ófriðarins. Það mistókst og þeir hafa fyrir fult og alt mist .stjórnina. Með þeirri fullvissu getum vér rólegir beðið þess sem veröa vill. En vér verðum að vera viðbúnir mörgum vonbrigðum. Þó að Þjóð- verjar veröi framvegis að láta sér Iynda að verjast, þá getur vörn þeirra orðiö oss ægilegur þrándur í götu. Vér vitum ekki hver áhrif osigrarnir hafa á skepiyndi þeirra, hvort þeir berjast meðan nokkur stendur uppi, eða þeir reyna að bjarga því sem bjargað verður, þegar þeir sjá að baráttan er orðin vonlaus. Sem stendur verðum vér aö láta oss nægja þá vitneskju, að rás viö- burðanna í ófriönum hefir tekið nýja stefnu og að ekki er sjáanlegt mannlegum augum, að þeirri stefnu verði breytt í framtíðinni. Allir þeir yfirburðir, sem voru Þjóðverja megin i upphafi ófrlöar- ins eru nú vor megin. Úrslitanna verður ef til vill Iangt að bíöa. Það vitum vér ekki, En í dag höfum vér þegar fengið fulla vissu fyrir því, að sigur verður unninn. Minnisbikar Eftir Johan Bojer, —o— Frh. Þeir játuðu því og komu fús- lega með mér. Eg fylgdi þeim inn í þakherbergið og læsti. Þegar eg var í stiganum heyrði eg skrif- arann kalla: »Þú ætlar þó ekki að koma upp um okkur kunn- ingi?« — »Nei«, sagði eg, »fóst- bræður haldameðsér bandalag*. Eg hitti konuna mína hálf- dauða af hræðslu, en gat þó tal- að um fyrir henni svo að hún varð rólegri. Við og við heyrð- um við ofan að stóla-þrusk og högg í borðið. Spilið hefir ef- laust gengið vel. Svo þagnaði alt og hroturnar heyrðust um alt húsið. Þeir sváfu vei, greyin — þeir höfðu víst ekki sofið síðan þeir sluppu úr fangelsinu. Eg tíndi saman í nestið handa þeim og þegar dimt var orðið sendi eg þá aftur út í skóg- inn. Þeir höfðu með sér betri föt en áður og bréf til kunningja míns, sem var útgerðarmaður í Drammen. Eg skrifaði honum að eg sendi til hans tvo kunn- ingja mína úr sveit minni og bað hann að útvega þeim atvinnu á leið til Miðjarðarhafs-Iandanna, af því þá Iangaði til að skoða sig um í heiminum. Eg get ekki gleymt því, þegar eg stóð úti og horfði á eftir þeim. Jólaklukkurnar hringdu hátíðlega. Sjómaðurinn gekk á undan og reyndi að ryðja djúpan snjóinn fyrir félaga sinn. — Skrifarinn, með mjóu spóafæturna labbaði á eftir. — Þegar þeir voru farnir óskaði eg þeim af aihug góðs gengis, Stundu seinna fórum við að T I L MINNIS: Baðhusið opiö v. d. 8-8, Id.kv. til II Borgarst.skrif.it. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til viö- tals 10-12 Landsbökasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 NátUirugripasafnið opið P/,-21/, siðd, Pösthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafniö opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustrætl 12: Alm. lækningar á þriðjud. og fðstud. kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlæknlngar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. andsféhiröir kl. 10—2 og 5—6. kveikja á jólatrénu. Þá var aftur hringt og þegar eg kom fram stóðu tveir lögregluþjónar fyrir utan. »Við höfum rakið sporin hing- að«, sögðu þeir, »en nú er of dimt. Hafið þér nokkuð orðið varir við strokufangana ?« »Já«, sagði eg, »þeir hafa ver- ið hér«. »Ha!« — Lögregluþjónarnir teygðu fram álkuna. »En nú eru þeir farnir*, sagði eg. — »Hvert fóru þeir þá?« »Þangað«, sagði eg og benti í þveröfuga átt. »Gott«, sögðu lögregluþjón- arnir og skálmuðu af stað. Næstu daga leitaði eg árang- urslaust í blöðunum að því hvort strokumennirnir hefðu verið tekn- ir. — Eg var í útlöndum nokk- ur ár en frétti ekkert um þá. En árið 1915 var eg kvaddur heim í herþjónustu og bjó á gisti- húsi í Kristjaníu. Einu sinni er eg kom heim sagði gestgjafa- konan: »Það kom hingað mað- ur að spyrja eftir eftir yður«. — Eg spurði hana hvaða maður það hefði verið. »Það var bóndi«, sagði hún. Daginn eftir þegar eg kom ut- an af götunni segir þjónninn: j »Nú er bóndinn hérna, sá sem :• vildi tala við yður í gær«. »Jæja«, segi eg, »látið hann I koma inn í herbergið mitt«. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.