Vísir - 18.07.1916, Page 3

Vísir - 18.07.1916, Page 3
V ISI R Tilkynning írá Mlbrigðisfulltrúanm / Hérmeð ámirmast allir þeir, er mjólk selja, eða hafa útsölu á mjólk fyrir aðra, hér í bænum, að skila til heilbrigðisfulltrúa vott- orði frá dýralækni um kýr og fjós framleiðenda mjólkurinnar, inn- an 5 daga. — Að öðrum kosti verða þeir tafarlaust lögsóttir. Heilbrigðisfulítrúinn í Reykjavík, 16. júlí 1916. 9 Arni Einarsson. fióft aAuluxva Gott kaup í boði Duglegur og vanur múrari getur fengið atvinnu við hleðslu á stýflugarði við rafmagnsstöðina á Seyðisfirði. Þyrfti að fara austur með Gullfossi nú. Menn snúi sér til Vegagerðarskrifstofunnar á Klapparstíg 20, milli kl. 2—3 síðdegis. Nyir kaupendur V í s i s 4 « sögu Kvenhetjunnar frá Loos ókeypis fyrst um sinn mmmmmmmmmmmm ... .. .. - .... , . , . Rjóltóbak fæst tiú ódýrast í versl. Guðm* Egilssonar, Laugav. 42f Fljótir nú áður en það þrýtur! LÖGMENM 1 VATRYGGINGAR SKSí iwaBM Oddur Gíslason yflrréttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Pétur lyiagnússon, yfirdómslögiWaöur, Hverfisgötu 30. Simi 533 - Heima kl 5-6 . Det kgl. octrt Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Ausfurstræti 1. N. B. Nielsen. Bogl Brynjólfsson yflrréttarmálaflutningsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [u;pi]. Srifstofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — T Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 10 --------------- Frh. Þeir kölluðu upp méö hárri röddu hverjir munirnir voru, um leið og þeir skrifuðu alt hjá sér. Voru það blaut og hálfrifin sendibréf og kvittanir, sem lágu þar á dreif í sandinum, einnig nokkrir gullpen- ingar vafðir innan í hvítan vasa- klút. Menn, sem réru fram og aftur um ána, á stærri og smærri bát- um, létu eins og þeir sæu ékki þetta né heyrðu. Þeir skiftu sér ekkert af þvf. Skandfnafarnir virtu líkið fyrir sér. Þeir uröu mjög alvarlegir á svipinn, — Hvar er samferðamaður hans? Ætli að enginu hafi verið honum samferða? spurði sami maðurinn og áöur, með enn meiri ákafa. Þeir, Skandfnafarnir hristu höf- uðin, því þeir skildu ekki ensku. Þeir lögðu út í ána og óðu kná- lega. 1 Einhver á árbakkanum hinu megin hrópaði til þeirra, með aðvarandi röddu, og staðnæmdust þeir þá um stund og ráðguðust um. Svo héldu þeir áfram. Mennimir, sem voru að skrifa upp eigur druknaða mannsins, snéru sér við og horfðu á eftir þeim. Áin dýpkaði. Hún náði þeim í mitti. Og straumurinn var afar- þxmgur. Þeir riðuðu á fótunum og hjólbörurnar snérust undan straumn- um. En nú var það versta búið. Vatnið var nú aðeins upp í hné. En þá slitnaði önnur burðarólin hjá þeim, sem næstur gekk börunum. Bagginn kastaðist þá til og hann misti jafnvægið. Á sama augnabliki hrasaði sá, sem næstur honum var. Og nú drógu þeir hvor annan í kaf. Tveir þeir næstu mistu nú einnig fótfestu og börurnar ultu um og ráku með straumnum niöur frá vaðinu og út í hylinn. Þeir tveir sem næstum voru nú komnir yfrnm, snéru þá viö og reyndu að bjarga. Það var karl- mannlega gert, en kom fyrir ekki. Hringiðan sogaði þá einnig í kaf. Baggarnir héldu þeim í kafi, -- öllum nema þeim sem ólin hafði slitnað hjá. En hann reyndi ekki að komast yfrum, heídur iét berast með straumnum á eftir félögum sínum. Nokkrum hundruðum feta neðar var hvasseggjað klettarif í ánni, og eftir augnabliksdvöi komu þeir nú þar í Ijós.' Fyrst strönd- uðu hjóibörurnar á rifinu, og þar brotnaði hjólið af þeim. Mennina rak aila á rifið, og af því aftur, nema einn. Frona, sem sat í einum ferju- bátnum, sá að maðurinn þreif dauðahaldi utanum klettasnös roeð blóðugum höndunum. Hún sá svo glögt hið föla andlit hans, og hvernig hann reyndi að halda sér föstum. En straumurinn varð hon- um yfirsterkari og reif hann burtu. Þaö skeði á sama augnabliki og féiagi hans, sem synti knálega til hans, rétti út hendina til að ná í hann. Nú fóru báðir í kaf. Og fáum augnablikum síðar skaut þeim upp rétt fyiir ofan fossinn, sem þar var i ánni. Þar hepnaðist ferjubát að bjarga þeim, er á sundi var. En hringiðan svalg hina. í fjórðung stundar réru ferju- bátar þarna fram og aftur, og fundu loks hina druknuöu menn, og fluttu þá á land. Frona leit á lík þessara fimm ungu kappa, sem lágu nú þarna á eyrinni, áður en hún slóst i förina með þeim, sem eftir lifðu og nú héldu áfram. Dyea-árdalutinn er þröngur og votlendur. Og var nú alþakinn götuslóðum og troðningum. Á einum af þessum götuslöðum fann Frona mann, sem lá endi- langur í bleytuuni. Maðurinn lá á hliðinni og gat ekki reist sig við með hinn þunga bagga, sem var bundinn á bak hans. En ekki virtist hann láta það fá svo mjög á sig. Og þegar hann kom auga á Fronu sagði hann glaðlega: — Það var mál til komið að þér kæmuð. Eg er búinn að bíða hér eftir yður í meira en klukku- tíma. Og þegar Frona nú beygði sig niður að honum, til þess að hjálpa honum, hélt hann áfram: Það er ágætt. Leysiö óhræsis ólina þarna, eg hefi altaf verið að reyna að ná í hana og ekki getað. — Hafið þér ekki meitt yðnr? — Ekki vitund. Eg er alheill og kvarta ekkert yfir þessu. Það er bara vanalega hepnin mín, — en eg hefi fengið góða hvíld, og yfír hverju ætti eg svo að kvarta Sjáið þér til! Eg hrasaði um trjástofn- inn þarna og niður í bleytuna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.