Vísir - 22.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 22.07.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR Afgrelðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. S—8 á hverj- nm degi, Inngangur frá VaiIarstraEtí. Skrífsiofa á sama stað, iniig. frá Aftalstr. - Ri'ístjórinn til vlðtals frá kl. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 357. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABUÐiNNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Friðarhorfur. í ræðu, sem forsœtisráðherra Frakka hélt nýlega til rússneskra þingmanna, sem staddir voru í París, er nokkuð vikið að því, hverjumfriðarkostum bandamenn vilja taka. — Hér fer á eftir út- dráttur úr ræðunni: Vér viljum ekkí ófrið, nú berj- uinst vér, og vér munum sigra. Styrkur vor í þessum ófriði er að vér vildum sneiða hjá hon- um. — Vér getum borið höfuð- ið hátt með góðri samvisku, á bandalagi voru er enginn blettur. Vér höfum ávalt kostað kapps um að ráða friðsamlega fram úr deilumálunum. Þér munið allir eftir ögrunum þeim, sem flóðu yfir heiminn fyrir 25 árum. — í þeim áttum vér engan þátt, og vér svöruðum þeim með því að reyna með öllu móti að koma sáttum a'. Það var ekki vegna þess að vér værum hræddir, því að þjóð vor er svo göfug og voldug, að hún er hátt upp haf- in yfir þann grun. Vér vildum fyrir hvern mun forða heiminurn frá ógnum þeim- sem ófriðnum fylgja og vérrend- um grun í hve ægilega og af- skaplega víðtœkar þær myndu verða. Og þó áttum vér Frakkar þá um sárt að binda, svo sárt, að ekki var á bætandi, en vér vorum þolinmóðir vegna þess að vér væntum fullkomins sigurs réttlætisins. En þjóð sem hrok- Inn hafði blindað og heimsveld- isþráin dáleitt, réðist á oss fyr en varði og Ieiddi ófriðinn yfir heiminn meðan vér af fremsta megni vorum að reyna að miðla málum í bróðerni. En nú berjumst vér. Vér ætlum að vinna sig- ur. Vér skulum vinna s i g u Tv Orðið t>friður« vœri guðlast ef það þýddi ekki hegningu til handa ofbeldismanninum. Þýskaland beitir ofbeldi, þegar það treystir sér til þess, en brögð- um þegar það þykist sjá vanmátt sinn. — Nú ætlar það að beita brögðum. Það hleypir af stað undraorðinu: friður. — Hvaðan kemur það orð? Við hvern var það sagt? Hverjir eru kostirnir? Hver er tilgangurinn? Þýskaland heldur að það geti með undirferli spilt samheldni bandamanna, en enginn þeirra mun ganga í þá gildru. Eg hefi sagt það og eg endurtek það: Þegar blóðið rennur í straumum, þegar hermenn vorir leggja líf sitt í sölurnar af slíkri fórnfýsi, þá væri orðið friður guðlast, ef það þýðir, að ekki eigi að hegna ofbeldismönnunum en ofurselja Norðurálfuna enn á ný geðþótta og dutlungum hrokafullrar og drotnunargjarnrar hernaðarklíku. Það yrði bandamönnum hin mesta hneysa! — Hverju ættum vér að svara ef lönd vor svo, þegar er slíkur friður væri sam- inn, soguðusráný inn í hernað- arvitfirringuna? — Hvað myndu komandi kynslóðir segja ef oss yrði slíkt glapræði á, og létum oss ganga úr greipum tækifærið sem nú býðst til þess að tryggja þjóðunum varanlegan frið á ör- uggum grundvelli? Friður sem vér berjumst fyrir. Friðurinn verður ávöxtur af sigri bandamanna. Því að eins kemst friður á, að vér sigrum. Friðurinn verður að vera meira en orðið eitt. Hann verður að byggjast á alþjóðarétti og tryggj- ast með lagafyrirmælum, sem eng- in þjóð megnar að brjóta. Slík- ur friður mun varpa geislum yfir mannkynið, hann mun"'veita þjóð- flokkunum örugt næði til að þroskast við vinnu sína eftir hæfi- leikum og blóð kemur ekki fram- ar yfir höfuð þeirra. Þessi hugsjón gerir hlutverk vort fagurt. Fyrir þessa hugsjón berjast hermenn vorir og leggja líf sitt í sölurnar með slíkum hetjuhug. Fyrir þessa hugsjón þerra mæður, konur, dætur og systur harmatár sín, því þær vita að sonurinn, maðurinn, faðirinn eða bróöirinn hafa ekki fórnað lífi sínu til einskis fyrir föðurlandið eða að óþörfu fyrir heill mann- kýnsins. Slíkur er-sá friður, sem oss ber að keppa að. En þann sig- ur sem tryggir oss þennan frið, vinnum vér því að eins, að vér vinnum saman af heilum hug og sívaxandi eindrægni. Þessi sigur er skuld vor við mannkynið og hún verður greidd. Sigurinti er í nánd. Þó að Þýskaland hafi farið yfir Belgfu og Serbíu með báli og brandi, þó að það hafi enn á sínu valdi mörg héruð af Frakk- landi, þó að það hafi vaðið inn í Rússland, þá verður það ekki það, sem sigrar. Það lækkar meira og meira í áliti umheims- ins. Þýskaland titrar af angist, af hugarkvöl og iðrun. Það er máttur hugsjónananna, sem læt- ur til sín taka, það er byrjun úr- slitanna. ... Þegar eg nú sendi konu mína veika til útlanda eftir þriggja ára legu hér, finn eg mér skylt að þakka ynnilega öllum þeim, er tekið hafa á einn eður annan hátt þátt í kjörum hennar. Eh sérstaklega þakka eg herra lækni Þorði Thoroddsen hina aðdáanlegu alúð með lækninga- tilraunum henni til handa, þar sem hann tók við henni fyrsta friði og svefni, sem efíir minni reynd öðrum var ómögulegt að laga; þar hefi eg áreiðanlega séð yfirburða læknishæfileika á marga lund, frá íslensku sjónarmiði. Rvík 2%-'Í6. ÁRNI EIRÍKSSON, frá Selárdal. Gula dýrið. Leynllögreglusaga. Form ál i. Marseyja er einhver einmanaleg- asti staður á öllu Englandi. Hún er rétt fyrir iianian strendur Wels. Hún myndar þríhyrning í sjónutn, og er hver armur hérumbil 2 mílur enskar á lengd. Smá vík skerst inn í hana á einum stað, og er það eini lendingarstaðurinn á eynni. Að undanteknum þessum stað er hún girt háum hömrum alt í kring, sem alt af eru þaktir allskonar sjófugl- um. Eyja þessi er því nær óbygö. Þar er einn stór búgarður, sem bygður hafði verið fyrir löngu síð- an af einhverjum eiganda eyjarinn- ar, niður við lendingarstaðinn. Þar er og bóndabær einn, reistur af ó- hefluðum bjálkum fyrir mörgum Tl L M I N N IS: Baðhúsið opiö v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifáí. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl, 12-3 og 5-7 v.d Islandsbankt opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8'/, siöd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12>3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimfnn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið 1V«-21/i siðd. Pósthúsiö opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Satnábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskóians Klikjustræii 121 ' Alm. lækningar á þriðjud. og fðstud. kl. 12—1. Eyrtta-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á tnið- vikud. kl. 2—3. andsféhirðir kl. 10—2 og 5-6. Skemtivagnar með ágætishestum til leigu í lerigri og skemri ferðir. Sími 341. öldum. Bær þessi var híbýli sjáyar- bónda, sem var eini maðurinn sem á eynni bjó, og var hann leigu- liði eiganda eyjarinnar. Tveggja mílna breitt sund skilur eyjuna frá meginlandinu. Þótt ekki sé sund þetta breitt, þá gerðust þar fyrr á tímum margir hroðalegir við- burðir, þegar tollþjónum lenti þar saman við tollsvikara. Á eynni er enginn viti til þess að leiðbeina sjómönnum þegar dimt er orðið, þessvegna foröast allir sjómenn að koma nálægt henni. — Fýrir mörgum árum var eyjan hluti af óðalseign, en eigandinn kqm þangaö mjög sjaldan. En skömmu áöur en þessi saga byrjar haföi óð- alseign þessi veriö seld og einhver ókunnur maður hafði keypt eyjuna. Þótt hinn nýi eigandi væri vel þekt- ur á vissum stöðum, þá þekti leigu- liði hans ekki svo mikið sem nafn hans. t Hinn nýi eigandi hét Bóremong, ug var barón, foringi hins fifldjarfa glæpafélags, er nefndi sig »Hinir ellefu*. Öllum var ókunnugt hvers vegna hann hafði keypt eyjuna eða til hvers hann ætlaði að nota hana. Frh. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.