Vísir - 22.07.1916, Page 3

Vísir - 22.07.1916, Page 3
VÍSIR fi A T.TXF! PERFECTION eru bestu, léttustu, einföldustu og ódýrustu báta- og verksmiðju mótorar sem hingað flytjast. Vanalegar stærðir frá 2—30 hk. Verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2—21/* hk. Mótorarnir eru knúðir með steinolíu settir á stað með bensíni, kveikt með öruggri rafmagnskveikju, sem þolir vatn. Verksmiðjan smíðar einnig Ijósgasmótora Aðalumboðsmaður á íslandi: O. Elhngsen, Stangaveiði fyrir eina stöng fæst leigð í Elliðaánum. Uppl. í verslun \ l- Sturl^ Jónssonar. VA’ ■HIWI VATRYGGINGAR 1 Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og .28. Austurstræti 1. < N. B. Nielsen. L LOGMENN □ Oddur Gíslason yflrréttarmálaflutnlngsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4 5 Simi 26 Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heimn kl 5—6 . Bogi Brynjóífsson y flrr éttarrr álaflutningsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. S rifstofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Sendvð au^svtvo^at VvmanVe^a Prentsmiðja Þ. Þ. Clemenlz. 1916. Frá bæjarstjór narfundi 20. þ. m. — o — Fundurinn hófst nokkru eftir á- kveðinn tíma með því að forseti endurtók tilmæli sín eða áskoruq frá síðasta fundi, til bæjnrfulltrú- anna um að mæta stundvíslega á tundunum. 1. mál var byggingarnefndargerðir frá 15. júlí. Stjórnarráðinu veitt leyfi til að byggja hús yfir listaverk Einars Jónssonar við framlengingu Frakkastígs, 80 metra fyrir vestan Skólavörðustíginn. Nokkur fleiri byggingarleyfi voru veitt, flest inn- göngu og geymsluskúrar. 2. mál, fasieignanefndargerðir frá 17. júlí, Meðal annars var frú Jónassen og Eggert Claessen selt á erfðafestu landspilda í Vatnsmýrinni 0. 6 hektar að stærð. Þetta þykir mönnum ef til vill lýgilegt nú á tímum, þegar bæjarstjórnin er farin að kaupa aftur óræktuð erfðafestu- lönd dýrum dómum, en hér stend- ur svo sérstaklega á, að spilda þessi liggur á milli tveggja erfða- festulanda, er umsækjendurnir höfðu áður fengið í mýrinni, traðir, sem bænum eru alveg ónýtar. 3. málið, fnndargerð gasnefndar frá 17. júlí var aðaiviðburðir fund- arins: Gasverðið hækkar. Gasnefndin leggur tii, að gasverð- ið verði hækkað, þegar farið verð- ur að nota kol þau, sem síðast voru keypt. Þau kol eru svo miklu dýr- ari en þau sem áður hafa verið not- uð, að gasstöðin mundi skaðast á að selja gasið sama verði og áöur, en þar við bætist, að kol, sem síð- ar hafa verið pöntuð, og nægja eiga þangað til í ágúst 1917, verða enn dýrari. Meðalverö kola sem ráðgert er að eyðist til þess tíma er um 90 kr. á smálestinni. Til þess að gasstöðin geti staðist þau kolakaup, telur nefndin nauösynlegt að hækka gasveröið þannig: Ljósagas upp í 40 a. tm. Suðugas — - 30 - — Autom.g. — - 35 - — Mótorgas — - 30 - — Götuljós — - 5 - f. hverja logstund. þorv. Þorvarðarson vakti máls á» því hvort ekki álitist fært að láta það gasverð sem nú væri, haldist óbreytt framvegis. Hallann sem gasstööin hlyti að verða fyrir af því mætti svo bæta henni upp síðar, með því að lækka ekki gasverðið frá því sem það er nú, þo að kol lækkuöu í verði, fyr en hann væri unninn upp. — Áleit ræðumaöur, að það myndi koma sér betur fyrir fjölda bæjarbúa, að taka þannig lán hjá gasstöðinni, meðan alt er í því geypiverði sem nú er, og endur- greiða það aftur á þennan hátt þegar verð á öörum nauðsynjum lækkar. Borgarstjóri áleit þetta ekki ráðlegt, þó það væri ef til vill ekki Dóttir snæiandsins. * Eftir Jack London. Því næst tók hann upp úr mat- arkassanum þykka pönnuköku, en þegar hann sá hvernig hún var oröin útlits, leizt honum ekki á og fleygöi henni út. Svo tók hann upp skjóðu nieð skipskexi. Var það nú komið í smámola og gegnvott af rigningunni, — Þetta er nú allur brauðforð- inn, sem til er í kotinu, sagöi hann. En seijist þér niður, og svo skul- um viö reyna að gera okkur gott af þessu. — Bíðiö þér dálítið við, — og áður en hann fékk tíma til að átta sig var Frona búin að koma kex- inu á pönnuna, saman við kjötið og feitina. Svo helti hún dálitlu af vatni saraan við og hrærði vel í. Eftir dálitla stund lét hún salt og pipur saman viö, og fínasti krydd- ilmur fylti nú tjaldið. — Já, eg held þetta sé nú bæri- Iegur niatur, sagöi hann, um Ieið og hann hámaði i sig af diskin- um, sem hún hafði látið á og rétt honum. Hvað er nú svona réttur kallaður? — Samtýningur, svaraði hún stuttlega, og svo héldu þau áfram að snæða þegjandi. Frona skenkti nú kaffið. Hún veitti tjaidbúanum nákvæma eftir- tekt á meöan. Og hún komst að þeirri niðurstööu að hann byði af sér góðan þokka. Þegar hjín virti fyrir sér augna- ráð hans, ályktaði hún að hann myndi vera bókamaöur. Hún þekti svo vel hvernig að augnaráð þeirra manna, sem Iesa mikið við lampa- Ijós fram á nætur, verður frábrugð- iö augnaráði alls almermings. Aug- un voru mórauö og fögur. Það brá fyrir í þeim einhverjum ein- kennilegum litbla^ sem minti hana á augnalit vinkonu hennar einnar og skólasystur. Hárið var jarpt og dálítið hrókkið. Hann var burða- legur og vel vaxinn. Hún gizkaði á að hann væri ná- lægt þrem álnum á hæð og frá tuttugu og fimm til þrjátíu ára að aldri. — Eg hefi ekki margar ábreið- ur hérna, sagði hann, um leið og hann lauk úr kaffibollanum. Eg býst ekki við Indíánunum mínum til baka frá Lindermann-vatninu fyr en á morgun. Þeir hafa, þorpar- artiir, flutt alt burtu nema tvo mjöl- poka og það af tjald-áhöldum, sem vart verður án veriö. En eg hefi hérna tvo þykka yfirfrakka. Þeir veröa að duga fyrir ábreiður. Hann snéri að henni bakinu, eins og hann ekki byggist við neinu svari, og leysti upp ábreiðu- bagga, sem olíudúk var vafið ut- an um. Síðan náði hann í yfir- frakkana og fleygði þeim hjá á- breiðunum. — Þér eruð víst söngkona frá einhverju fjölleikahúsinu ? sagöi hann. Hann spurði að þessu svo blátt áfram, eins og það væri það vana- legasta að hilta slíkt kvenfólk á þessum slóðum. En Fronu varð eins við og hann hefði rekið henni löðrung. Hún mintist nú hverjum orðum Neepoosa hafði farið um hvíta kvenfólkið, og henni varð það ljóst hvað illa hún stóð að vígi, og hvert álit hann hafði á heuni, sem nú var þarna stödd. En áöur en hún gat komið fyrir sig orði hélt hann áfram: — í gærkvöld komu hingað til míp tvær slíkar söngkonur, og þrjár í fyrrakvöld. En þá hafði eg meiri rúmföt hérna. Og allar sögðust þær vera söngkonur í fyrstu röö Minna má nú aldrei gagn gera. Þér eruð víst líka söngkona. Frona roðnaði, og henni féll það ilia, því hún var hrædd um að hann myndi misskilja það af hverju hún roðnaði. — Nei, svaraði hún kuldalega, eg er alls ekki söngkona frá neinu fjölleikahúsi. Hann lagðt nú tvo mjölpoka á gólfið á bak við ofnirin. Átti að hafa þá fyrir undirsæng. Fyrir fram- an ofninn Iét hann á sama hátt aðra tvo mjölpoka. — En þér eruð þó einhvers konar listakona, sagði hann. Og ekki var laust við að fyrirlitningar- keimur væri í röddinni. — Nei, eg er því miður, ekki á nokkurn hátt af því tagi. Hann lagði frá sér ábreiöuna, sem hann hélt á. Hingað til hafði hann naumast litið á hana, en nú virti hann hana nákvæmlega fyrir sér í krók og kring. Jafnvel að sniðinu á fötunum hennar gáði hann grandgæfilega og hvernig hún greiddi hárið. En hann fór hægt og rólega að öllu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.