Vísir


Vísir - 23.07.1916, Qupperneq 2

Vísir - 23.07.1916, Qupperneq 2
ViSIR V ISI R A I g r e 1 ð s 1 a blaðsins á Hótel isiand er opin trá kl. 8—8 á hverj- atn degi, > Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr.Rltstjórfnn tíl vfðtals frá kC 3—4. Simi 400,— P. O. Box 3ÓY, Best að versla i FATABÚÐINNI! Þarfást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, döinur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 : Undraskelin hans Piausors. Það var árið 1916 hinn 16. júlí milli pistils og guðspjalls, sem Plausor var á gangi niður á sjáv- arbakka hinuni nýja ei »uppfyll- ing« er kallaður. P. leggur margt fyrir sig auk söngfræðinnar og þess að »grúska« í hebresku og fleiri málum, er hann náttúrufræð ingur og leitar oft að fáséðum steinum og skeljum. Þenna dag er fyr segir hafði »Leirburður« látið Ieirburð alimikinn framan við »uppfyllinguna« og þangað koinst P. í skeljaleit og finnur þar undraskelina. Að vísu var þetta að sjá að eins vanaleg kúskel, en hún var þó þyngri og þykkari en vanaleg kúskel, og að því leiti frábruðgin öðrum skeljum að hún var tvöföld á ein- um stað að framan (íbreiðarienda) Þegar P. hafði þvegið allan leir- burð úr skelinni sýndi hann hana manni er hann mætti við horn- ið á Ingólfshvoii, maður sá fann fljótt að mannsmynd ailskýr sást í skelinni og sýndi P. hana, þótti þeim þetta furðulegt. — Nokkru síðar sá P. sjálfur í skelinni mynd af heliismunna og lambi er lá í hellisdyrunum, var honum þá ljóst hverjar þessar myndir mundu vera. Andlits-myndin er frum- mynd (orignal) af Adam, jjar sem hann sefur í rúmi sínu og hefur Eva þá verið komin á fætur, því kvenfólkið er árrisulla en karl- mennirnir, en jafnframt kveld- svæfara! — Eva hefir vafalaust gert eitthvert glappaskot, þegar hún fór svo snemma á fœtur, og því falið sig á eftir, þar sem sjá má skugga í skelinn, en lambið liggurídyrumhellisins, semmerki sakleysis og því er myndin vafa- laust tekin eftir heirnilis-háttum þeirra í Paradís. Það er oft hul- ið vitringum sem smælingjum er augljóst, því hinir vitru er hyggja sig hafa numið og gleypt öll vís- indi veraldar þessarar, eru ekki svo vitrir að gæta að því smáa, er liggur nœr fótum þeirra, held- ur leita þeir rannsakandi út um heima og geyma, og missa því sjónar á mörgu því merkasta, sem einmitt eru smámunir. Gam- an þætti mér að aðrir kœmu með merkari skel en þessa, þó hún sé fundin upp á íslandi, — svo fjarri hinu háa og lærða vísinda- grutli, en merkilegast væri þó ef einhver gæti ákveðið með vissu hve gömul skelin er, og þann veg fengið út hárrétt hve Iangt sé síðan þau voru í París Adam og hún Eva. Þeir sem ekki trúa þessari frá- sögn minni ættu að fá að sjá skelina hjá Plausor því hann er maður velviljaður og sýnir hana fyrir lltla eða jafnvel enga borg- un. Ó.—4 A sjónum. Hér á höfninni liggur meðal annara skipa þrímöstruð skonn- orta er Ester heitir. Skipstjórinn | er danskur maður F. L. Wilhjelm að nafni, og hefir hann með sér um borð konu sína og 4 börn er þau hjón eiga, er hið elsta um 8 ára en hið yngsta 9 mán- aða, auk þess eiga þau tvö börn heima í Svendborg á Fjóni er þau telja vera sitt aðalheimili því þar eiga þau hús og eignir. Þau börnin sem heima eru, eru 17 og 13 ára. Als hafa þau hjónin eignast 12 börn. Fyrir 15 árum kom Wilhjelm hingað, var hann þá stýrimaður á Ágúst, er þá var í förum fyrir D. Thomsen. Þykir honum orð- in mikil breyting á bænum síð- an, sem von er til. Kona skipstjórans hefir síðast- liðin 10 ár, eða lengur, ávaltver- ið með manni sínum á sjóuum og eru tvö börn þeirra fœdd á hafinu, langar leiðir frá landi, og hið yngsta hefir aldrei á land komið. Þegar stríðið byrjaði var Wilhj. skipstjóri staddur í Hamborg en komst þaðan fyrir náð Þjóðverja undir strangri hergæslu gegnum Kielarskurðinn og hefi|, síðan siglt til ýmsra hlutlausra landa og kom nú síðast frá Spáni með saltfarm. Ekki er útlit fyrir að Wilhjelm skipstjóri og kona hans hafi ekki komist allra sinna ferða heilu og höldnu með barnahópinn sinn, þó þau hafi alla tíð verið strang- ir Goodtemplarar. — Þau eru í danskri stúku, hún er búin að vera það í 26 ár en hann í 13 ár og hafa bæði mjög heil- brigðar og óskiftar skoðanir á því máli, þar er því góð sönn- un þess að ekki sé nauðsynlegt eða eðlilegt að þeir er ávalt eru á sjónum séu drykkfeldari en aðrir. Ó.— Gula dýrið. Leynílögreglusaga. ----- Frh. Lögmaður barónsins haföi skýrt leiguliðanum frá eigendaskiftunum, og ennfremur að samningar þeir, er hann hafði haft við hinn fyrri eiganda, mundu standa óbreyttir. Bóndanum var þetta nóg, og hann gegndi skyldum sínum eins og vant var, án þess að hugsa nokkuð um hinn nýja eiganda. En honum hitn- aði um hjartaræturnar, þegar hann skömmu seinna fekk bréf frá bar- óninum, sem skýrði honum frá, að hann væri á leið til eyjarinnar með nokkrum vinum sínum, og óskaöi að búgarðurinn yrði vistlegur þeg- ar hann kæmi. Landsetinn byrjaði strax á verk- inu, en var að brjóta heilann um, á hvern hátt eigandinn mundi koma til eyjarinnar, því þaö hafði hann ekki nefnt. Þrem dögum síðar var hann staddur niöur við lendingarstaðinn, og sá þá risavaxinn fugl nálgast eyjuna. Þetta ferlíki varö stærra og greinilegra eftir því sem nær dró. Loks varð það ljóst fyrirhon- um aö þetta var gríðarstór flugvél. Hann haföi að vísu aldrei séð flug- vélar, en hann hafði lesið um þær og séð myndir af þeim. Flugvélin lækkaði flugiö og rendi sér niður á sléttan völl, þar sem fult var af sauöfé og nautgripum. Skepnurnar ætluðu að ærast af hræðslu og hlupu sitt í hverja ált- ina, kýrnar með halana upp í loft- iö. Bóndi tók til fótanna og hljóp þangað sem flugvélin haföi sezt. Þegar hann kom þar að hitti hann tvo menn, sem voru að koma nið- ur úr vélinni. Annar þeirra var hár maður, Ijós- hæröur, höfðinglegur útljts. Hann dró af sér heltuna um leið og bóndi kom aö, brosti við honum og sagði aö hann væri eigandi eyjarinnar. Hinn maðurinn hét senor Gon- zalez og var vinur hans, Síðan spurði hann hvort búgarðurinn væri vistlegur. Leiguliðinn var svo utan við sig af undrun að honum T I L M 1 N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv, til 11 Borgarst.skrlfst. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbankl opinn 10-4, K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8’/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankínn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Land6siminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náítúrugiipasafnið opið siðd, Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Satnábyrgðln 12-2 og 4-ó. Stjórnarráðsskrífstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcinisóknartúni 12-1 Þjóömenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 12 i Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyrna-, nei- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækniugar á þriðjud. kl, 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á miö vikud. kl. 2—3. attdsféhirðir kl. 10 -2 og 5—6. Skemtivagnar með ágælishestum til leigu í lengri og skemri ferðir. Sími 341. vafðist tunga um tönn, en gat þó gert baróninum skiljanlegt að alt væri í lagi og fylgdi hann þeim síðan áieiðis til hússins. Nú gat hann ekki legið á liöi sínu. Húsbóndinn þurfti á honum aö halda til ýmislegs, því að hitt og annað þurfti að laga tii þess að það væri þeim félögum að skapi. Þegar því var lokið var áliðið dags, en þá varð hann að fara meö þeim og sýna þeim alla eyjuna, í tvo daga var honum ekki til setu boðið. Hann var önnum kaf- inn fyrir hinn nýja húsbónda. Á þriðja degi bættust við fleiri í hóp- inn. En ekkert vissi hann hvaðan þeir komu. Hann varð fyrst var við komu þeirra á þann hátt, að baróninn og vinur hans brugðu upp leitarljósi, sem þeir höfðu kom- ið fyrir niður við lendingarstaðinn, og lýstu upp bifvélarbát, sem var að sigla inn víkina, seint um nótt. En það sem að bóndanum þótti mestum undrum sæta var þaö, að báðir aðkomumenn voru Kínverjar. Kínverjarnir fylgdust með barón- inum til hússins, og bóndinn sá þá ekki allan sólarhringinn. En hefði hann taliö sig undir veggsvölum hússins, þá hefði hann fengið um nokkuð nýtt að hugsa. Frh.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.