Vísir - 23.07.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 23.07.1916, Blaðsíða 4
VfSlR er, aö koma á föstu bandalagi og ævarandi samvinnu milli Rússlands og Japans, í öllu því er miöar aö því að vernda rétt og hag beggja þjóðanna. ¦ Síldveiðin. —o— (Sfmfrétt). Hjalteyri í gær. Síldveiðin er nú byrjuð og er síldinni ausið upp. Skipin koma með 4 —500 tunnur á hverjuni degi og stundum kvöld og morgna. Skallagrímur hæstur. Hann er bú- inn að fá um 1400 íunnur. Útlit er fyrir að síldin gangi inn í fjörðinn, hennar hefir orðið vart í reknet innundir Ólafsfirði. Verkafólk er hér færra en þörf er fyrir. Sérstaklega vantar einn út- gerðarmann filfinnanlega stúlkur til að kverka. Verzlimarbandalagið og Mntlausu ríMn. Formaður utanríkismálanefndar- innar í efri málstofu Bandaríkja- þingsins hefir Iagt fyrir þingið frumv. til þingsályktunar þar sem skorað er á Wilson forsefa að gera þing- inu grein fyrir efni verzlunarsamn- inganna sem Frakkar og banda- menn þeirra í ófriðnum hafa nú á prjónunum, og miða að því að einangra Þézkaland í vetzlun, einn- ig að ófriðnum loknum. Sérstak- lega er skorað á forsetann að skera úr því, að hve miklu leyti þessir samningar snerti hag hlutlausra rfkja og þá einkum Bandaríkjanna. Gúmmípappír til í)ýzkalands. í Farið í kringum sœnskt útflutningsbann. Það hefir komist upp, að búinn hefir verið til eins konar gúmmí- pappír í pappírsverksmiðjunni Tún- fors í Svíþjóð. Hafa þunnar gúmmí- plötur verið lagðar á milli pappírs- laga og fluitar þannig út til Þýzka- lauds sem »karton«. En útflutn- ingur á gúmmf er bannaður íSví- þjóð. Þessi »pappírsgerð« var sjálfri verksmiðjunni óviðkomandi. Þýzk- ur maður hafði leigt hjá henni húsnæði og rekstursafl, en borgaði sjálfur jverkamönnum þeim sem að þessu unnu. Nýir kaupendur Vísis fá blaðið ókeypis fyrst um sinn til tnánaðamóta' ••••••)*••••• læsta Englands- drottning? Sagt er aö prinsinn af Wales sé trúlofaður elztu dóttur konungsins á ítalíu. Hún heitir Jolanda og er aðeins 15 ára að aldri. Prinsinn af Wales, elzti sonur Bretakonungs, heitir Edward og er 22 ára. Kanslaraskifti í Þýskalandi? Kafbátahernaðurinn. Það er að vísu ekki annað en orðrómur enn þá, að kanslar- skifti eigi að verða f Þýskalandi. En ekki er ólíklegt að sá orð- rómur verði bráðlega að veru- leika. Eins og géngur, þegar alt leikur ékki í lyndi, þá er æðstu stjórnendunum kent um. Og Bethmann Hollweg ríkiskanslari hefir ekki farið varhluta af að- finningum ásíðustu tímum. Auk þess sem mikill hluti jafnaðar- manna er honum mjög andvígur eru augu fjölda-margra lands- manna farin að opnast fyrir því, hve geigvænlega ógæfu ófriður- inn muni leiða yfir þjóðina og hve hrapalega allar sigurspár stjórn- arinnar bregðast, og liggur þá nærri að saka æðstu stjórn lands- ins um fyrirhyggjuleysi og skamm sýni. Enda hefir flugritum rignt yfir landið, þar sem dæmt er ó- yægilega um aðfarir stjórnarinn- ar. — En þár við bætist, að það eru ekki eingöngu friðarvinir sem andvígir eru kanslaranum, held- ur eru æstustu ófriðarpostularnir orðnir honum andvígir, og þeir líka farnir að skrifa flugrit um ódugnað og hringlandahátt stjórn- arinnar. — Þar veldur mestu um sú ákvörðun stjórnarinnar að draga úr kafbátahernaðinum, sam- kvæmt kröfu Bandaríkjanna. Þessi óánægja fær auðvitað mikinn byr f seglin, nú, þegar bandamenn hafa byrjað sókn sfna á vesturvígstöðvunum. — Áður gátu ófriðarpostularnir »slegið um sig« með sigurvinningum á landi, en nú geta þeir í mesta lagi huggað sig við það að banda- menn fái engu áorkað. Sigurvon- irnar verður þvf að sœkja til flot- ans. *En þó að »þýski úthafsflot- inn« sé vitanlega voldugasti floti heimsins síðan sjóorustan stóð í Skagerak, þá er þó enginn svo bírœfinn, að stinga upp áþvíað senda hann út aftur til að ger- sigra breska flotann. — En af- reksverk flotans hafa gefið kaf- bátahernaðarkröfunni nýjan byr. Og vafalaust verður þess ekkí langt að bíða að sá hernaður komist aftur í algleyming. Er því haldið fram, eins og Vísir hefir áður skýrt frá, að með kafbátunum geti Þjóöverjar svelt Englendinga inni. Bethmann Holl- weg hefir lofað Wilson að hætta kafbátahernaðinum. — Það mun álitið ófyrirgefanlégt, og þess vegna er líklegt að honum verði hrundið frá völdum. Bethmann Hollweg hefir verið ríkiskanslari síðan 1909, er hann tók við af Bulow fursta, og hafa ekki farið miklar sögur af stjórn hans. Bulow fursti hefir Iengi verið talinn einn mesti stjórn- vitringur Þýzkalands, og því nefnir orðrómurinn hann nú vafa- laust sem eftirmann B. H. Hann varð kanslari árið 1900, tók við af Hohenlohe fursta, en hafði áður verið sendiherra Þýzka- lands víða um lönd og síðast utanríkisráðherra og ieyst úr mörgum vandamálum. í viður- kenningarskyni fyrir starf hans í landsins þjónustu gerði keisar- inn hann að greifa árið 1899og fursti varð hann 1905. I KAUPSKAPUR ] Langsjöl og þrfhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Morgunkjólar vænstir og ódýrast- ir á Nýlcudugötu 11 B. áður á Vesturgötu 38. [447 Reyttur og óreittur lundi fæst í íshúsinu. Einnig lundafiður. [196 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Tilboð óskast f 3 tunnur af söltuðu spaðkjöti og 1 tunnu af söltuðu nautakjöti. Skilist á afgr. f lokuðu umslagi, merkt >kjöt« fyrir sunnudagskvöld 23. þ. m. [247 Tveir telpuhattar — aunar alveg nýr — til sölu rneð tækifærisverði. A. v. á. [248 Morgunkjólar fást bestir í Garða- stræti 4. [253 Ánamaðkur lil sölu á Lauga- vegi 54. [254 r HUSNÆÐI sa J Herbergi með húsgögnum til leigu i Bárunni. [163 2—3 herbergi og eldhús óskast 1. okt. næstk. fyrir fámenna fjðl- skyldu, Fyrirfram borgun um lengri tíma ef óskað er. A. v. á. [184 2 herbergi og eldhús óskast frá 1. okt. fyrii barnlaust fólk, helzt í Vtsturbænum. A, v. á. [213, Einhleypur og reglusamur piltur óskar eftir herbergi til íbúðar frá 1. okt. næstk. (í uppbænum). A. v. á. [215 2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu 1. október. A. v. á. [205 í — ViNNA — Stálpuð telpa óskast strax tii 1. október. A. v. á. [252 Kaupamann vantar. Gott kaup og löng vinna. A. v. á. [252 Undirritaður vélritar bréf og samninga og semur bréf ef þess er óskað. Heima 10—11 og 3—4. Grettisgötu 46 Guðmundur M. Björnsson r TAPAfl—FUNDIfl 1 Grár ketlingur horfinn á Spítala- stíg 6. Góð fundarlaun. L. P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.