Vísir - 26.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 26.07.1916, Blaðsíða 3
VlSIR Nýir kaupendur V í s i s fá blaðið ókeypis fyrst um sinn til mánaðamóta* J\tangaveiði fyrir eina stöng fæst Ieigð í Eliiðaánum. Uppl. í verslun Sturlu Jónssonar. ^^JLÖGMENN Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutningsmaSur ' Laufásvegi 22. Venjuiega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 VATRYGG5NGAR Lr'"i Brunaíryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Péiur Magnússon, yfirdómslögmaOur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl 5—6 . Bogl Brynjólfsson yfirréttarmálaflutningsmaOur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [uppi]. S rif stofutimi frákl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Det kg|. octr. Brandassurance Contp- Vátryggir: Hus, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen, Kmanfcga óskast til að bera YISI út um bæinn. Drekkið CARLSBERG /f PILSNER 1 Óáfeagur | Heimsins bestu óáfengu il^lJ iln -a (f drykkir. Fást alstaðar \\ Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olsen. á hentugum stað í bænum óskast til leigu 1. okt. nk. Tilboð mrk. ,Búð‘ leggist inn á afgr. Vísis fyrir 27. þ. m. Til ferðalaga er áreiðanlega bezt bezt að kaupa Kindakjöt í Mardeild Sláturfélagsins, Hafnarstræti — Sími 111 Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz, 1916. Dóttir snælandsins. Inn á við barðist Jakob fyrir því að opna aðgang að nýjum og nýj- um arðberandi Iandsvæöum. En út á við barðist hann gegn sam- tökum auðmannanna, eða samsteypu verzlunarfélaga. Það mátti svo að orði kveða, að velferð landsins hvíldi á herð- um hans og að hann sæi um alt, sem á þurfti að halda. Hver ein- asta ögn af gulldusti gekk í gegn- um hans hendur. Hvert einasta sendibréf og hver einasta ávísun, sem send var, varö að ganga gegn- um greipar hans. Hann annaðist öll bankaviðskifti Og flutti og afgreiddi öll póstbréf og sendingar. Hann leit hornauga til allrar samkepni, og skaut þeim jafnframt skelk í bringu sem ætluðu sér að nota auð sinn til okurverzl- unar. Jakob tók jafnan í taumana ef hlutafélög mynduðust í því augna- miði, og ef þau ekki vildu viljug láta undan, þá kom hann þeim á kúpuna. En þrátt fyrir öll stórræðin, sem hann stóð í, gaf hann sér samt tíma til að hugsa um hina litlu, ungu, móðulausu dóttur sína, tíma til að unna henni heitt og gera hana hæfa til að njóta ávaxtanna af æfistarfi sínu. 6. k a p í t u I i. — Við erum þá á sama máli, lögreglustjóri, um að það sé mjög nauðsynlegt að gera sem mest úr hvaö útlitið sé ískyggilegt? Um leið og Jakob Welse sagði þetta hjálpaöi hann gestinum íloð- kápuna, og hélt svo áfram: — Það er ekki þar fyrir. Útlitið er nógu alvarlegt, en það þarf að koma í veg fyrir að það verði enn alvarlegra. Bæöi þér og eg höfum fyr bjargað okkur gegnum dýrtíðar- tímabil. En við verðum að skjóta þeim skelk í bringu, og það nú þegar, áöur en alt er um seinan. Takið fimm þúsund manns héöan. Mun þá verða nægilegt handa þeim, sem eftir verða, af nauösynjum vetrarlangt. Látið þessi fimm þús- und breiða út sögurnar í Dyea og Skagnay um matarskortinn og neyð- ina hér. Það mun hindra önnur fimm þúsund frá að fara að flytja sig hingað. — Það er alveg rétt. Og þér megið vænta þess að lögreglan Ijái fulla aðstoð sína, herra Welse. Sá sem þannig mælti var grá- hærður, alvörugefin maður, þrek- legur og hinn hermannlégasti. Hann bretti upp Ioökragann á kápunni og bjóst til að fara burtu. — Og það er yöur að þakka, sagði hann enn fremur, að þeir sem nýkomnir eru selja nú útbún- að sinn og kaupa hunda. Ham- ingjan góöa! Það veröur annars meiri útflutningurinn eftir ísnum, undir eins og ána leggur. Nær leggur gufuskipið yðar, hún Laura, af stað? — Núna í dag. Og með henni fara þrjú hundruö manns, með engan farangur. Eg vildi óska að þeir væru þrjú þúsund. -— Já, þessu trúi eg vel. En, meðal annara orða, nær búist þér við henni dótlur yðar? — Hún getur nú komiö hvern dag sem er. Það hýrnaði yfir Jakob þegar hann sagði þetta. Og þér verðið að jkoma og borða mið- dagsverð hérna, þegar hún kemur, og taka með yður marga unga menn frá stöðvunum. Eg þekki nöfn þeirra uærri allra. En það er það sama. Þér getið boðið þeim hingað í mínu nafni, Eg hefi ekki haft mikið af samkvæmislífinu að segja, undanfarið. Eg hefi ekki haft tíma til þess. En þér verðið að sjá um aö stúlkunui ekki leiðist. Hún kemur nú frá Lundúnum og borg- unum í Bandaríkjunum. Þér getið því skilið að henni máske muni þykja nokkuð einmanalegt hér. Jakob Welse læsti dyrunum þeg- ar maðurinn fór út. Hann settist á stól við ofninn. Og fyrir hug- skotssjónum stóð nú mynd ungrar stúlku, sem væri á leið til hans. Hurðinni var lokið upp. — Herra Welse! Foster sendir mig til þess að spyrja um hvort hann eigi að halda áfram að gefa út vöruávísanir í geymsluhúsinu. — Sjálfsagt, Smith! En segið honum að láta ekki nema helm- inginn af því sem um er beðið. Eigi einhver að fá þúsund pund, fær hann ekki nema fimm hundruð. Hann kveikti í vindli og rugg- aði sér fram og aftur á stólnum. McGregor skipstjóri vill gjarnan fá að tala við yður. — Látið hann korna iun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.