Vísir - 27.07.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 27.07.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Rltstj. JAKOB MÖLLER SlMI 400 VIS Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel ísland SÍMI 400 6. árg. Fimiudaglnn 27. júlf 1916. 202. tbl. Gamla Bíó heldur í kveld tvær sýningar. Kl. 9 veröur sýnt: Evrópustríðið 1915-1916. Sannar og skýrar stríösmyndir í 3 þáttum frá vfgstööv- unum í Frakklandi. Meðal annars sér maður: Hermennirnir frá Afríku á vígstöðvunum. Frakknesku liðssveitirnar ná aftur á sitt vald Ablain— St. Nazaire 28.-29. maf 1915. Endurskipulagi komið á belgiska herinn. Orrusturnar við Carency 10.—11,—12. maí 1916. Aðgöngumiðar að þessari sýningu kosta 40 og 25 aura. Kl. 10 verður sýnd: Holskurðir Dr. Doyen^. Afarfáséð mynd tekin á meðan hinn heimsfrægi franski læknir Dr. Doyen sker upp sjúklinga á lœknastofu sinni. NB. Mynd þessi er mjög fróðleg, og hefir alstaðar er- lendis verið mjög eftirspurð, en taugaslapt fólk getur með naumindum horft á hana. Að þessari mynd fá börn alls ekki aögang! Myndin er afar dýr og aðgm. kosta 40 aura. Sítnskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 26. júlí. Franskur flugmaður hefir flogiö yfir Berlfn og kastað þar ntður fréttapistlum. Þaö er allmerkilegt, að flugmönnum Frakka skuli hafa tekist að komast alla Ieið til Berlínar, en svo er að sjá sem þeir hafi ekki treyst sér til aö flytja mikið af þungavöru alla þá leið, úr þvf aö þeir hafa ekki haft annað betra að bjóöa höfuðstaöarbúunum en fregnmiða. Mein- litlar mundi þeim þykja ferðir þýzku Ioftskipanna til Parísar og Lund- úna, ef þau skildu ekki annað eftir. En vera má að þessi franski flug. maður hafi haft þær fregnir að færa, sem Berlínarbúum hafi ekki þótt betri en sprengikúlur. Og til þess hefir förin líklega verið farin að leiörétta eitthvaö frásagnir þýzku blaðanna af ófriðnum. Með e/s ISLAND fáum við töluvert af Cylinderolíu. Hið fslenska steinolfuhlutafélag. Herfang Rússa Að því er ensk blöð herm hafa Rússar tekiö samtals 266 þús. her- menn og 5620 liðstoringja til fanga af her Austurríkismanna, síðan þeir liófu sóknina þ. 5. júní og til 10. júlí. Auk þessara fanga höföu þeir náð 312 fallbyssum og 866 vél- byssum af Austurríkismönnum. Þegar þess er gætt, að Þjóöverjar þóttust hafa yfirbugaö Rússa að fullu fyrir ári síðan og voru hættir að »telja þá með«, þá þykir þetta ekki ilia að verið. Nýja Bíó Fátækirosríkir Sjónleikur í þrem þáttum, leik- inn af ágætnm norskum og dönskum leikendum, svo sem: S. Fjeldstrup, PhiHp Bech, Gerda Ring o. fi. Afmseliskort með íslenzk- um erindum og margar nýjar tegundir korta, fást hjá Helgo Arnasyni í Safnahúsinu. TILKYNNING. Satnkvæmt samþykt bæjarstjórnar frá 20. júlí síðastl. hækkar verð á öllu gasi frá 1. ágúst næstk. og reiknast gas frá þeim tíma þannig: Gas til Ijósa á 40 aura tenmtr. hver, -------- suðu,hitunaroggangvéia30a. Sjálfsalagas (Automat) á 35 a, tenmtr. AUir þeir gasnotendur, sem hafa sjálfsala, verða að borga mis- mun þann sem af hækkuninni leiðir, eftir reikningi um leið og gas- mælarnir eru tæmdir. Ennfremur tilkynnist, að frá 1. ágúst verða húseigendur sjálfir að annast gröft, ofanfmokstur og múraravinnu við húsæðalagntngar. Breytingar og ~viðhald á innanhúslagningum verða notendur eða húseigendur einnig að bera frá sama tíma að telja, þar með taldar sjálfsalalagningar (Automat). 26. júlí 1916. SassVó? ^e^av^uv, lítinn með þriggja hesta Danvél hefi eg til sölu með góðum borgunarskilmálum. — Auglýsi eg slík tæki eru þau góð. Sveu&yoYYi ^Uasovi, Til viðtals 11—3. Lækjargötu 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.