Vísir - 28.07.1916, Side 1

Vísir - 28.07.1916, Side 1
Utgcfandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400 VXSIR Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel íslami SÍMI 400 6. árg. Föstudaginn 28, júlf 1916. 203. tbl. Gamla Bíó heldur í kveld 2 sýningar. Kl. 9 veröur sýnt: Evrópustríðið 1915-1916. Sannar og skýrar stríðs- myndir í 3 þáttum frá víg- stöðvunum í Frakklandi. Aðgöngumiðar að þessari sýningu kosta 40 og 25 au. V Kl. 10 verður sýnd: Holskurðir Dr. Doyen8 Pessi mynd verður sýnd í kveld í síðasta sinn nema ef fólk alment óskar að hún ve«ði sýnd oftar. Myndin er afar dýr og aðgm. kosta 40 aura. í Bæjariréttir Affmnliskort með íslenzk- um erlndum og tnargar nýjar tegundir korta, fást hjá Hclga Árnasynl f Safnahúsinu. Erlend mynt. Kaupmhöfn 27; júlí. Sterlingspund kr. 16,70 100 frankar — 60,50 100 mörk — 64,00 DoIIar — 3,57 R e y k j a v í k Bankar Pósthús SterLpd. 17,05 17,25 100 fr. 62,00 62,00 100 mr. 64.75 64,75 1 florin 1,50 1,50 DoIIar 3,70 3,75 Ingólfur kom frá Borgarnesi í gær með vestan og norðanpóst. Meðal far- þega voru margir Reykvfkingar, er verið hafa í skemtiför upp um Borgarfjörð. Landrltari kom heim í gær. Skjold, síldveiðagufuskip O. Johnsonar & Kaabers, kom frá Danmörku í gær. Skipstjóri er Ingvar Þorsteins- son, Skjold fer norður í dag. Símskeyti frá fréttaritara Vfsis Khöfn 27. júlí. Rússar hafa náð á sltt vald borginni Erzingen og þar með lagt undir sig alla Armeníu. Vilhjálmur keisari er kominn til herstöðva Hind- enburgs, og er búfst við að þar verði hafin sókn af hendi Þjóðverja innan fárra daga. Við Erzingen höfðu Tyrkir búist allramlega um til varnar gegn Rússum, og var þar síðasta fótfesta þeirra í Armeníu. Erzingen er um 170 kílómetra í vestur frá Erzerum og um 150 í suöur frá Trapezunf. Búisl var við sókn af hendi Hindenburgs fyrir nokkru síðan, og fregnir hafa viö og við komiö uni að hún væri hafin, en lítiö virðist hafa úrðið úr. Er svo sagt í enskum blöðum, að hann hafi heimtað liðsauka og neitað að hefja sókn, ef honum yrðu ekki sendar 250 þús. hermanna. Má vera að hann hafi nú fengiö þær, og keisarinn er á við nokkrar þúsundir. — Má gera táö fyrir því að mikið sé undir því komið fyrir Þjóðverja að sókn þe^si takist vel. Hefir Hindenburg lengi verið átrúuaðargoð þeirra, og ef traust þeirra á honum ætti nú aö bregð- ast, mundi alþýöu manna þykja fokið f flest skjól. Og ef sannar eru sögurnar af uppgjöf Austurríkismanua, er óhætt að fullyrða að mið- veldunum sé það lífsnauðsyn að neyða Rússa til að draga úr sókninni þar syðra, og er það auðvitað tilgangurinn meö þessari sókn Hinden- burgs. Tilkynning. Fýrst um sinn verður skrifstofa Kaupmannaráðs Islands að eins opin frá 3—4 e. h. á hverjum virkum degi. Landssímastöðin að Esjubergi verður lögð niður frá 1. næsta mánaðar að telja. 27/7 1Q16. Goðafoss fór frá Leith í fyrradag með 104 farþega af Flóru. Island fór sama dag frá Leith. Gullfoss fór í gær um kl. 5 frá Seyðis- firði áleiðis til útlanda. Hellagfiski seldu Keflvíkingar bæjarbúum í gær, 6 vænar lúður. Verðið var 25 au. pd. Flsksalar bæjarins gera út vélbát héðan til fiskveiða út í flóann. Heíir hann fengið dágóðan afla, en það hrekk- ur þó skamt handa öllum bænum. 40 arkir segir ísafold að nefndarálit launa- nefndarinnar verði, þegar það er Nýja Bíó Fátækir^ríkir Sjónleikur í þrem þáttum, ieik- inn af ágætnm norskum og dönskum leikendum, svo sem: S. Fjeldstrup, PHilip BecH, Gerda Ring o. fl. K.F.U.M. Valur (Yngri deild)I Æfing í kveld kl. Qí/t. ÍNNILEGT hjartans þakklæti vottum við þeim er auðsýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar elsku litlu dóttur. Rvík 26. júlí 1916. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR. GUÐM. SÆMUNDSSON. HÉRMEÐ tilkynnist vinum og vandamönnum nær og fjærj að elsku litla dóttir okkar, Helga Kristjana, andaðist 25. þ. m. Jarð- arförin fer fram frá heimili okkar laugard. 29. þ. m. kl. 12 á hád. Ingólfshúsið, Rvík, 27/t-’16* MARGRÉT ÓLAFSDÓTTiR, MATTH. ÓLAFSSON. Þ A Ð tilkynnist ættingjum og vinum að elsku litla dóttir okkar, Þórhildur Ásdís, verður jörðuð laugard. 29. þ. m. Jarðarförin hef»t með húskveðju frá heimiii okkar kl. 3 e. m. Kárastíg 13, Rvík. INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, BRYNJÓLFUR EINARSSON. komið í bók; enda er mikið starf og talsvert fé komið í það, og vonandi að það komi að einhverju gagni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.