Vísir - 30.07.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 30.07.1916, Blaðsíða 1
Utgefantli HLUTAFÉLA.G Ritstj. JAKOB MÖLLEB SÍMI 400 VISIR Skrifstofa og afgreiðsla i Hótel islaiu! SÍMi 400 6. árg. Sunnudaginn 30. Júlf 1916. 205. ibl. Gamla Bfó Brúðarkjóllinn. Fallegur og efnisríkur sjónl. í 3 þáttum. Leikinn af dönskum ieikurum. Lögregluþjónn á móti vilja sfnum. Afarskemtileg mynd. Tvær góðar kýr til sölu nú þegar, eöa síðar í- sum- ar. Ennfremur viljugur og vel vax- inn einlitur klárhestur, — Uppl. hjá Helga Bergs. Sími (á virkum dögum) 249. Verkuð sauðskinn fást hjá Sláturfélagi Suðurlands Afmœli á morgun: Anna Þórarinsdóttir, hiísfrú. Caroline Jónassen, ekkja. Oeírlaug Stefánsdóttir, húsfrú. Oísli Samúelsson, sjóm. Jón Helgason, kaupm. Jón Þorbergsson, fjárræktarm. Ólöf Björnsdóttir, húsfrú. Afmaellskort með íslenzk- um erindum og margar nýjar tegundir korta, fást hjá Helga Arnasyni í Snroshúsinu. Erlend mynt. Kaupmhðfu 27, júlf. Sterlingspund kr. 16,70 100 frankar — 60,50 100 mörk — 64,00 Dollar — 3,57 Reykj a vf k Bankar Pósthús Sterl.pd. 16,95 17,00 r 100 fr. 61,00 61,00 100 mr. 64.75 64,75 1 florin 1,50 1,50 Dollar 3,70 3,75 Island kom í morgun frá útlöndum. Reglugerð um viöauka viö reglugerð 30. júni 1916 um ráöstafanir til að tryggja verziun landslns. Samkvæmt heimild i bráðabirgðalögum 24. maí 1916 eru hérmeð sett eftirfarandi viðaukaákvæöi viö reglugerð 30. júní 1916. 1. gr. Bannað er að hlaða í skip á íslenzkri höfn fisk og fiskafurðum, þar á meðal síld, síldarmjöi og síldarlýsi, ull, gærur og saltað kjöt, án þess að varan hafi verið boðin til kaups umboðsmanni Breta hér á landi, nema hann hafi neitað að kaupa eða liðnirséu meira en 14 dag- ar frá framboöinu, án þess að hann hafi svarað. Hver sá, er hlaða lætur ofannefndar vötur, svo og skipstjóri, er við þeim tekur, án fullnægju framangreindra skilyrða, skal sekur um 200—10000 króntir til landssjdðs. Skip og farmur er aö veöi fyrir sektunum. 2. gr. Bannað skal að afgreiða skip frá íslenzkri höfn, nema lögreglu- stjóra eöa umboðsmanni hans hafi verið sýnd skilríki fyrir því, að skil- yrðum, er' t 1. grein getur, um framboð til umboðsmanns Breta hafi verið fullnægt. 3. gr. Ákvæöi 1. og 2. gr. gilda aöeins, ef vörur þær er í í, gr. getur, eiga að fara til annara landa en Stóra-Bietlands, bandamanna þess, Spán- ar, Ameríku eða tii Danmerkur til heimaneyzlu að því leyti, sem út- flutnitigur héðan í því skyni kann að geta átt sér stað, og eftir reglum, sem þar um verða settar. 4. gr. Skip sem nú liggur á fslenzkri höfn og biður hleðslu eða er byrj- að aö hlaða nefndum vöi um og eigi eiga aö fara til Stóra-Bretlands, bandamanna þess, Spánar, Ametíku eöa Danmerkur undir skilorði því, er í 3. gr. getur, má eigi heldur afgreiða án fullnægju áðurnefnds skil- yröis um framboð til umboösmanns Breta, en í þessu tilfelli verðursvar veitt innan 24 klst. frá móttöku framboðs. 5. gr. Með mál tít af brotum gegn reglugerð þessari skal fara sem alm. lögreglumál. 6. gr. Reglugjörð þessi öðlast þegar gildi, í stjórnarráöi íslands, 28. júlí 1916 Einar Arnórsson Jón Hermannsson. Símskeyti frá fréttaritara Vísis Nýja Bíó Slungin vinnukona Sprenghlægilegur sjónleikur, eftir hinn alkunna franska gamanleikara Max Linder. Sjálfur likur hann aðalhlutverkið. Steínumót Oamanleikur eftir sama höfund. Bifreiðin nr. 12 fer austur yfir fjall á morgun kl. 9 árdegis. Nokkrir menn geta fengið far. Sími 444. Jðn Ólafsson. Flóra. Khðfh 29. júlí. Rússar hafa náð borglnni Brody í Galiciu á sitt vald og tekið 34 þúsund fanga siðustu viku. Þegar Flóra kom að norðan síð- ast, hitti hún, svo sem kunnugt er enskt herskip fyrir norðan land. Stöðvaði það Flóru og áttu Bretar ial við skipsljóra. Þeir spurðu hann hvaða leiö hann mundi halda er hann færi frá Reykjavík, en hann kvaöst ekki vita það, ís væri fyrir Horni og mundi hann því senni- lega fara fyrir sunnan land. Bret- ar heimtuðu ákveðið svar og skip- stjóri svaraði þá því, að hann ætl- aöi aö fara suður um. Skipstjóri spurði foringj* Breta, hvort honum væri ekki kunnugt um samkomu- lag það, sem komið væri á milli brezku og fslenzku stjórnarinnar eða á milli Norðmanna og Breta, en hann kvaö nei við og sagði að það kæmi sér ekki við. — Það er álit manna, að þetta sama brezka her- skip muni hafa siglt í veg fyrir Flóru fyrir sunnan land og tekið hana þar. Lík Einars Cuðjónssonar er ntl fund- ið. Hafði veriö slætt upp úr ánni skamt frá Úlfljótsvatni, Það var flutt hingað til bæjarins í gær. Goðafoss kom í gær til Seyðisfjarðar, skil- ur þar eftir farþeganá meðan hann fer til suðurfjarða og tekur þá svo aftur í norðurleið til Slglufjarðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.